Bara saltfisk

Notkun polyfosfata er algeng í matvælaframleiðslu á Íslandi. Allir vita það og sætta sig við.
Einn maður á norðaustanverðu landinu sem framleiðir saltfisk til útflutnings hefur ekki viljað  fjárfesta í dýrum búnaði til að vera samkeppnisfær á mörkuðum í suður Evrópu og hefur því helst úr lestinni því kaupendur vilja ekki kaupa framleiðslu hans vegna útlitsins. Saltfiskurinn verður hvítari og fallegri við íblöndunina.
 
Sjávarútvegsráðherra tekur upp þykkjuna fyrir framleiðandann og bannar öllum öðrum að nota fjölfosföt í sína framleiðslu.
 
Sjávarútvegsráðherra  er líka landbúnaðarráðherra og hefur þar með heilmikið að segja um blöndun efnisins í unnar kjötvörur ef að líkum lætur.
 
Þá skýtur skökku við að ekki skuli bannað að nota fjölfosföt í aðrar fiskafurðir.
 
Það er líklega til of mikils mælst að ráðherra sé sjálfum sér samkvæmur. 

mbl.is Saltfiskmarkaðir í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Finnbogason

Var ekki EFTA að ákveða þetta?

Jón Finnbogason, 14.12.2010 kl. 11:50

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jón, EFTA er með mörg tilmæli sem við íslendingar virðum að vettugi. Ákvörðun Jóns vekur spurningar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.12.2010 kl. 12:00

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta var fylgifiskur innleiðingar matvælalöggjafar EU nú í mars á þessu ári. Bannað að nota fjölfosföt í saltaðar fiskafurðir. Vandamálið í þessu er fjölskynningsháttur EU því að þeir sem kaupa saltfiskinn, útvatna hann og selja þannig í búðir, í Portúgal ofl. löndum, bæta í hann fosfötum í leiðinni.

Í tilfelli saltfiskframleiðanda eru fosfötin notuð til þess að hefta eðlissviptingar á hlutum fiskholdsins. Það sem gerir þessa aðferð eftirsóknaverða er að fiskurinn fer í hærri gæðaflokka og einnig sú staðreynd að við útvötnunina rennur fosfatið úr með saltinu og hefur því lítil sem engin áhrif á "náttúrulega hollustu" matarins.

Þetta er eitt af þessum málum sem lítil vitræn umræða fer fram um. Vandamálið er að þeir sem eru að innlima löggjafir hingað frá EU eru of oft illa tengdir við raunveruleikann.

Sindri Karl Sigurðsson, 14.12.2010 kl. 12:15

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Með útvötnunni fer líka ákveðið hlutfall þyngdar vörunnar sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur verkunaraðferðarinnar. Nákvæmlega það sama á sér stað við hitameðferð ákveðinna kjötvara í eldhúsum landsmanna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.12.2010 kl. 12:21

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gott hjá Heimi að vekja athygli á þessu misræmi.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.12.2010 kl. 12:23

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Neytendur vilja ekki vita um hvernig svindlað er á þeim. "Ódýrasta" varan verður oftar en ekki dýrust þegar á diskinn er komið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.12.2010 kl. 12:32

7 Smámynd: Daði Hjálmarsson

"Með útvötnunni fer líka ákveðið hlutfall þyngdar vörunnar sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur verkunaraðferðarinnar."
Hvað þýðir þessi setning?

Ég skil hana sem að þyngd fisksins minnki við útvötnun!
Ef svo er þá hefur þú rangt fyrir þér.

Og þess má geta að Ísland er eina landið í Evrópu sem er búið að banna notknun þessara efna í saltfiski.

Daði Hjálmarsson, 14.12.2010 kl. 14:21

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ertu að segja Daði að þyngaraukningin sem fjölfostatið veldur tapist ekki þegar efnið fer úr fiskinum? Ef svo er er það eina fiskafurðin sem heldur þyngd sinni við hitameðferð. Það er ónákvæmt hjá mér að segja að þyngdartapið verði við útvötnuna. þegar það verður ekki fyrr en við hitun.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.12.2010 kl. 14:49

9 Smámynd: Daði Hjálmarsson

Saltfiskurinn er seldur úr landi óútvatnaður og kaupendur útvatna saltfiskinn og við það þyngist fiskurinn.

Þyngd fisksins fer eftir vatns magni í fisknum og vatnsmagnið fer eftir því hversu lengi fiskurinn er í vekun (liggur í salti) en ekki eftir því hversu mikið af efnum er sprautað í hann.

Það er margir mismunandi markaðir fyrir saltfisk og þeir vilja flest allir alveg hvítan fisk og svo er það mismunandi hversu mikið vatnsinnihald þeir vilja. Þeir kaupa þann fisk sem er með því vatnsinnihaldi sem þeir vilja. Þessvegna er þessi umræða á alveg vitlausum nótum!

Daði Hjálmarsson, 14.12.2010 kl. 21:47

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það stendur sem sagt var að fiskurinn rýrnar við hitamerðferð!!!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.12.2010 kl. 22:00

11 Smámynd: Daði Hjálmarsson

Það er rétt hjá þér, það verður uppgufun á vatni í matvælum þegar þau eru hituð nema í vatni. En það kemur þessu máli ekkert við!

Daði Hjálmarsson, 14.12.2010 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband