Tímabært

Það er löngu tímabært að leyfa hægri beygju á rauðu ljósi ef aðstæður leyfa. Víða erlendis þykir það sjálfsagt og eiga margir erlendir ökumenn erfitt með að skilja hömlur á hægri beygjum hér á landi. Þýðir lítið að segja þeim að í landinu ríki um sinn hrein vinstri stjórn.
mbl.is Frumvarp um hægri beygju á rauðu ljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Vinstri stjórn lögleiðir Hægri stjórn? "Batnandi fólki fer best að lifa"..

Óskar Arnórsson, 10.12.2010 kl. 16:09

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

"Miðjumaðurinn" Hjálmar Árnason reyndi mikið til að ná fram hægri beygju upp úr aldamótum. Þá voru D og B við stjórnvölinn. Heimir minn, er minnið farið að svíkja þig?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.12.2010 kl. 09:23

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Stundum hentar ekki að muna:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.12.2010 kl. 09:36

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ekki veit ég hvaða "útlönd" þú átt við en þetta er hvergi heimilt í Evrópu svo ég viti til. Það eru reyndar fá lönd, sem heimila þetta enda eykur þetta mjög slysahættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og kostar þar með bæði mannslíf og örkuml úr þeim hópi. 

Mælingar í Bandaríkjunum hafa sýnt að heimild til hægri beygju á rauðu ljósi hafa fjölgað slysum á gangandi vegfarendum um 54% og hjólreiðamönnum um 92% á þeim gatnamótum, sem slíkt hefur verið reynt. Hér kemur tengill inn á umsögn Landsamtaka hjólreiðamanna um þetta síðast þegar reynt var að koma þessari heimild í lög.

http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2003/umsogn141203.htm

Fjöldi annarra aðila kom með neikvæða umsögn. Þar má nefna Umferðastofu, Örykjabandalag Íslands, Ökukennarafélag Íslands, Samtök tryggingafélaga, Samgöngunefnd Reykjavíkur, Íslenska fjallahjólaklúbbsins og Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Ég geri ráð fyrir að hægt sé að finna þær umsagnir á veg Alþingis. Þær umsagnir segja mikið um það hversu glórulaust þetta væri.

Í umsögn Landamtaka hjólreiðamanna kemur einnig fram að goðsögnin um að þetta sé til mikils hagræðis og stytti raðir á annatíma eru misskilningur. Í því efni er til dæmis hægt að nefna að við þau gatnamót, sem lengstu biðraðirnar myndast eru með hægribeygjuakreinum og þessi lög munu ekki hafa nein áhrif á þær. Þetta gerir ekkert annað en að spara ökumönnum nokkrar sekúndur á gatnamótum utan annatíma.

Sigurður M Grétarsson, 12.12.2010 kl. 13:16

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigurður, þú getur tekið hægri beygjur án sæerstakrar heimildar víða um lönd. T.d. á Íslandi, nánar tiltekið frá Skúlagötu inn á Sæbraut sem þó er mun umferðarþyngri.

Þú mátt hinsvegar ekki taka samskonar beygju á heimildar græna ljóssins af Sæbraut inn á aðrein að Skúlagötu;)

Okkur er hollt að fylgast með möguleimum til hægri.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.12.2010 kl. 16:28

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

á auvitað að vera "möguleikum".

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.12.2010 kl. 16:28

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Heimir. Það eru ekki mörg lönd, sem heimila hægri beygju á rauðu ljósi án þess að um sérstaka begyjureyn sé að ræða. Slíkt er ekki heimilt á Íslandi og er hvergi heimilt, sem aðalregla í Evrópu. Það eru til ríki í Evrópu, sem gera undantekningar á sérstökum gatnamótum og þá þarf að merkja það sérstaklega. Slík heimild er almenn tekki til staðar þar, sem gangbrautir eru yfir þá götu, sem ökumenn fara af þegar þeir taka hægri begyju enda væri slíkt tilræði við líf og limi gangandi vegfarenda miðað við niðurstöður rannsókna í sex ríkjum Bandaríkjanna, sem sýndu að meðaltali 54% fjölgun slysa á gangandi vegfarendum og 92% hjá hjólreiðamönnum á þeim gatnamótum, sem hægri beygja á rauðu ljósi var heimiluð.

Sigurður M Grétarsson, 14.12.2010 kl. 22:20

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigurður, auðvitað þarf að vera beygjurein.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.12.2010 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband