Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta María H Jensen

Hvaða refsing er það sem þú spyrð um?

Ásta María H Jensen, 8.11.2010 kl. 20:15

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hlustaðir þú ekki á grínistann?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.11.2010 kl. 20:16

3 Smámynd: Óskar

jú hann var frábær.  ....hægt að vinna með nýja sjálfstæðisflokknum en gamli sjálfstæðisflokkurinn fattar ekki að hann sé dauður!!!!  so true

Óskar, 8.11.2010 kl. 20:19

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sínum augum lítur hver silfrið. Ótrúlegt bara! Gafst upp á að horfa, það er nóg refsing að hlusta.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.11.2010 kl. 20:25

5 identicon

Held að honum hljóti að líða illa í þessu starfi.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 20:32

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Af annarri plánetu þessi maður. Ég um mig frá mér til mín..... Hann heldur að himintunglin snúist í kringum hann..

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.11.2010 kl. 20:45

7 Smámynd: Ásta María H Jensen

Jú ég hlustaði og er kannski af sömu plánetu og hann, ég er ennþá að reyna að átta mig á því.

Ásta María H Jensen, 8.11.2010 kl. 20:59

8 Smámynd: Sigurður F. Sigurðarson

Mér fannst hann fínn. Fréttakonan skaut sig hins vegar ansi oft í fótinn með illa undirbúnum spurningum sem voru sífellt endurteknar því hún hafði ekki undirbúið sig nógu vel.

Sigurður F. Sigurðarson, 8.11.2010 kl. 21:22

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvað er nú að Heimir minn? Maður mætti halda að þú værir haldin einhverjum geimveru rasisma! Skiptir einhverju máli frá hvaða plánetu maður er? Jón Gnarr er albesti stjórnmálamaður Íslandssögunnar og verður okkar næsti forsætisráðherra. Jón Gnarr er algjör snilld!!!

Óskar Arnórsson, 8.11.2010 kl. 21:39

10 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Spurt er: "Fyrir hvað er verið að refsa okkur borgarbúum?"

Svar: Það er misskilningur að verið sé að refsa borgarbúum. Í kosningunum refsuðu borgarbúar reykvískum pólitíkusum fyrir verklag þeirra til langs tíma.

Svo einfalt er það nú.

Haraldur Rafn Ingvason, 8.11.2010 kl. 23:04

11 Smámynd: Ómar Már Þóroddsson

Það sem mér fannst virðingarvert við borgarstjórann er að hann svaraði spurningunum sem fyrir hann voru lagðar. Ekki eins og margir aðrir stjórnmálamenn sem snúa útur eða koma með einhverja ræðu sem kemur málinu ekkert við. Þetta mættu fleiri gera. Og mér fynnst sjálfstæðisfólk vera fljótt að gleyma, því það voru nefnilega biðraðir hjá mæðrastyrktarnefnd þegar sjálfstæðisflokkurinn réði ríkjum í borgini líka. Þá var ekkert minnst á það.

Fyrrverandi borgarstjóri Hanna birna viðurkenndi líka í þættinum Sprengisandur að það þyrfti að hækka gjaldskránna hjá OR. Bara ekki fyrr en eftir áramót. Og það mættu fleiri hafa vit á því að leita sér ráða og þykjast ekki kunna allt og geta allt. Einnig sjálfstæðismenn sem stóðu nú vaktina ekki of vel árið 2008 svo ekki sé sterkara að orði komist. Ef hlustað hefði verið á spekinga sem voru búnir að spá fyrir um hrunið en ekki drulla yfir þá og fullyrða að þetta væri bara öfund og ekkert annað. Ef menn hefðu leitað sér ráða en ekki þóst vita allt og kunna allt hefði kanski verið hægt að bjarga einhverju. 

Ómar Már Þóroddsson, 8.11.2010 kl. 23:36

12 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jón Gnarr er milljónsinnum betri karakter en Davíð Oddson eyðslupúki eftir hann er sviðin jörð í Reykjavík sem ára tugi tekur að laga!

Sigurður Haraldsson, 9.11.2010 kl. 00:12

13 Smámynd: Jónas Magnússon

Það hefur þurft gífurlega þekkingu til að koma okkur í um 250 milljarða skuld ,ég segi nú ekki annað. Jón Gnarr viðurkenndi alllavega þekkingaleysi sitt. Það hafa sjálfstæðismenn aldrei gert.

Jónas Magnússon, 9.11.2010 kl. 00:42

14 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Davíð,Davíð ,,Davíð menn tala bara um Davíð hérna,í hvaða samhengi er það eiginlega. Ég veit ekki betur en að R-listinn hafi farið með fjármál borgarinnar í bál og brand.Það má líkja framgöngu þessa guðsvolaða lista við fjármálastjórnun ENRON það er bara þannig sko.Menn eru fljótir að gleyma sé ég. Enda ekkert skrítið hver vill muna svona lagað ef hann er krati.

Stefán Óli Sæbjörnsson, 9.11.2010 kl. 00:59

15 Smámynd: Ráðsi

SIGURÐUR HARALDSSON!!! Ef einhver getur upplýst mig frekar þá skal ég éta eftirfarandi fullyrðingar aftur. Það hefur aldrei hvorki fyrr né síðar verið eins góð fjárhagsstaða og uppbygging í borginni og þegar Davíð var þar við völd.

Og Sigurður, njóttu þess að eiga Jón Gnarr sem borgarstjóra, þetta verður eftirmynnilegur kafli í lífi borgarbúa, he he he

Þessi brandari verður vonandi hættur að vera findinn þegar kemur að alþingiskosningum sem vonandi fara að skella á.

Ráðsi, 9.11.2010 kl. 09:08

16 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Jón Gnarr er besti borgarstjóri sem Reykvíkingar hafa átt áratugum saman. Það að veita Sjálfstæðisflokknum, eða þeirri spillingar samkundu sem kennir sig við þann flokk, völd af einhverju tagi er svipað og að bera áfengi í alkahólisti. Maður bara gerir það ekki.

Annars var spyrjandinn hún Brynja alveg afspyrnu slök. Hún er ekki að valda þessi starfi, kannski ætti hún bara að sjá um lottóið.

Guðmundur Pétursson, 9.11.2010 kl. 09:47

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það kann engin að vera Borgarstjóri fyrirfra. Enn það er létt að segjast kunna það og sumir eru svo sannfærandi að maður trúir þeim. Jón Gnarr og menn eins og hann eru framtíða stjórnendur á Íslandi, vonandi.

Óskar Arnórsson, 9.11.2010 kl. 11:16

18 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jón Gnarr er góður skemmtikraftur. Því miður hefur hann enga hæfileika til að stjórna stærsta "fyrirtæki" landsins.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.11.2010 kl. 11:44

19 identicon

Hvað hefur hann gert sem er svona hræðilegt? Ekki hefði fjórfllokkurinn gert betur.... Aðeins 22 vikur hafa liðið.... Just wait and see....

CrazyGuy (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 13:06

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jón Gnarr er góður skemmtikraftur. Og til að stjórna Reykjavík þarf ekki hæfni, heldur heiðarleika. Þeir sem hafa ofæmi fyrir heiðarlegu fólki þurfa að kíkja í eigin barm. Það hljómar undarlega enn allir forvera Jóns Gnarrs uppfylla alla kriterier til að kallast "trúðar". Þegar ég tala um trúða meina ég snobbarar, fólk sem er frábært í að láta allt líta vel út,fólk sem er bara plat, fólk sem ALDREI viðurkennir að það hafi rangt fyrir sér og aðra sem lifa til að sýnast og eru allment bælvun yfir öllum samfélögum. Því þessar manngerðir eru plága um allan heim.

Þeir mannsort þekkist best á því að það er BARA mikilvægt að vera eitthvað í annara manna augum. Þeirra eigin skoðanir eru raunverulega steindauðar fyrir löngu. Hagar seglum eftir vindi og oftast ekki heil brú í þeim sem manneskjum. Þetta fólk lítur bara út fyrir að vera í lagi, enn er það ekki í raun. Öll íslandsagan er full af svona skrípalingum.

Óskar Arnórsson, 9.11.2010 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband