Sá er þetta færir til bloggs er ekki sá hinn sami og gegndi embætti umhverfisráðherra á tímum allsnægta á Íslandi

STAKSTEINAR

"Þriðja persónan

Fimmtudagur, 4. nóvember 2010

Ríkisstjórnin lýtur forystu tveggja ráðherra. En stundum mætir þriðja persónan óvænt til leiks. Steingrímur hefur til þessa gengið erinda erlendu rukkaranna í Icesavemálinu. En nú hefur þriðja persóna blandað sér í málið og sagt að það gæti orðið jólagjöf ríkisstjórnarinnar til þjóðarinnar.

 

Á meðan niðurskurður í velferðarmálum var kynntur og hengingarólin hert að hálsi landsbyggðarinnar heyrðist ekkert í þriðju persónunni.

 

En þegar skoðanakönnun sýndi að fylgið hryndi af Samfylkingunni lét þriðja persónan í sér heyra frá útlöndum. Könnunin sýndi, sagði hún, að hætta yrði að mestu við niðurskurðinn.

 

Þriðja persónan í forystusveitinni tekur hlutverk sitt svo alvarlega að hún talar oftast um sig í þriðju persónu. „Sá fyrrverandi formaður SF sem hér talar...“ „Gamli umhverfisráðherrann fyrir framan þig...“ „Utanríkisráðherrann sem fer með málið og hér stendur...“

 

Og meira að segja í návist ljóss heimsins og leiðtoga lífsins, stækkunarstjórans sjálfs, var talað þannig: Sá utanríkisráðherra sem hér vélar um mál... En stækkunarstjórinn, sem var staddur þarna í eigin persónu, sagði við þann í þriðju persónu að allt sem sagt væri um samningaviðræður og undanþágur frá reglum Evrópusambandsins væri blekkingar.

 

Það var ekki beysið upplitið á þriðju persónu þegar talað var við hana í fyrstu persónu af annarri persónu sem vildi ekki taka þátt í ruglinu."

 

Svo mælti hann Staksteinar í dag. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góður Heimir!!

Gunnar Heiðarsson, 4.11.2010 kl. 19:53

2 Smámynd: Björn Birgisson

Óvenju löng færsla hjá þér, enda skrifuð af öðrum að mestu!

Björn Birgisson, 4.11.2010 kl. 19:55

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég kann vel við þær stuttu sem segja stundum mikið:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 4.11.2010 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband