Heróín- og nikótínneytendur á sama báti.

Hann sagði mér það hann Jón hjartalæknir Högnason, að þeir ættu jafn erfitt heróín- og nikótínneytendur að hætta neyslunni.
Að minnsta kosti féllu jafnmargir úr hvorum hópi.
Þetta sagði hann mér 1993 eftir að hafa annast mig í tvö ár, ég farið í hjartaaðgerð og hætt að reykja áður og byrjað aftur með fikti og skammast mín ofboðslega.
Ég reyndi nikótíntyggjó, nikótínplástur og nálastungur en allt kom fyrir ekki. Fíknin heltók hug og líkama og sjálfsálitið féll með degi hverjum og var skömmin mikil að geta ekki hætt þessari lífshættulegu iðju.
Þá var það að ég heyrði af sálfræðingi sem tæki fólk í dáleiðslu og eftir meðferð hjá honum hefði mörgum tekist að hætta reykingum.
Það var nú það. Var ég orðinn nógu bágur til að þurfa að leita sálfræðings? Það þótti mér síðasta sort.
Jæja loks mannaði ég mig upp í að hringja og panta tíma. Hann hringdi svo fáum dögum síðar og innti mig eftir erindinu. Ég sagðist hafa heyrt af getu hans til hjálpar reykingafólki úr böli sínu. Hann svaraði að hann vissi um fólk sem hefði tekist að hætta eftir dáleiðslumeðferð hjá sér, það væri rétt, en gæti engu lofað um árangur því þessi ákvörðun væri viðkomandi.
Ég ákvað að taka áhættuna þrátt fyrir afar litla sölumannshæfileika sálfræðingsins og fór í þrjá dáleiðslutíma.
Þetta var að mig minnir eftir miðjan september.
Eftir að hafa smá dregið úr reykingum kom að stóra deginum í mínu lífi og það var aðfangadagur jóla að kvöldi kominn að Hrefna stjúpdóttir mín sat í fanginu á mér í besta stólnum í stofunni með kaffi, koníak og vindling að Hrefna sagði: "Þarftur endilega að reykja Heimir". Ég leit á sígaréttuna sem var hálfreykt og svaraði: "Nei" og drap í síðustu sígarettunni.
Síðan ekki einn einasti reykur.
Ég fitnaði og sálfræðingurinn sagðist hafa náð betri árangri við að dáleiða offitu úr fólki og frá þeirri reynslu segi ég kannski síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1031716

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband