En Davíð og Geir?

Eva Joly segir umheiminn bera mikla ábyrgð á efnahagshruninu á Íslandi. Hún nefnir Evrópusambandið og Breta til sögunnar sem meðseka.

Hér á landi höfum við hingað til hlustað nær eingöngu á Samfylkingu og Vg. saka Davíð og Geir um allt sem aflaga hefur farið.

Höfðu þeir félagar þá ekki þessi völd og þá illgirni sem til þurfti? 


mbl.is Joly: Tilvera Íslands í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er mikið ofmat Samfylkingar og VG á Davíð og Geir, að halda því fram að þeir hafi valdið heimskreppunni.  Svo öflugir voru þeir nú ekki, þó sterkir hafi verið.

Axel Jóhann Axelsson, 11.10.2010 kl. 13:43

2 Smámynd: Óskar

Davíð einn hafði það næstum af að slátra þjóðinni.  Lokapunkturinn var gjaldþrot seðlabankans uppá 500 milljarða sem átti sér stað meðan Davíð var á kojufylliríi í bankanum, kom eingöngu fram úr holunni sinni til að lesa ljóð fyrir starsfólk.  Að mannskrattinn skuli ekki settur fyrir landsdóm er óskiljanlegt.

 það sem Eva er að rugla er að heimurinn á að draga þjóðina upp úr svaðinu SEM HÚN KOM SÉR SJÁLF Í.  það er ekki útlendingum að kenna að ástandið er svona hérna svo það sé á hreinu.

Óskar, 11.10.2010 kl. 13:50

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Miklar eru gáfur þínar Óskar eins og sést á færslunni hér fyrir ofan.

Ragnar Gunnlaugsson, 11.10.2010 kl. 14:05

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sérstaklega skarpur á sviði málfræðinnar, hann Óskar;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.10.2010 kl. 14:08

5 Smámynd: Helgi Már Bjarnason

Já það er stór hópur fólks sem hægt að segja bara hlutina nógu oft við, allveg sama hvað þeir eru mikið bull, og það fer að trúa því.  Það er þessi mötun á staðhæfingum sem VG og S hafa hamast við að troða í lýðinn.

Það jaðrar við sálfræðilegt vandamál hjá sumum samfylkingarmönnum sérstaklega hvað þeir eru með Davíð Oddson á heilanum, öfundin og heiftin er svo svakaleg.

Það er vitað mál að þeir hefðu ekki getað neitt til að stöðva þessa alþjóðlegu krísu sem stendur enn yfir.  Auðvitað er eitthvað sem hefði mátt betur fara en það fáránlegt að kenna þessum mönnum eða hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um bankahrunið. 

Helgi Már Bjarnason, 11.10.2010 kl. 14:29

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sögufölsun hentar S og Vg.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.10.2010 kl. 15:32

7 Smámynd: Óskar

Sigurbjörg ég vissi ekki að þessi færsla Heimis fjallaði um málfar en þó, vinsamlegast bentu mér á eina einustu málfarsvillu í fyrra innleggi mínu.

Óskar, 11.10.2010 kl. 15:44

8 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég hefði auðvitað átt að segja málfar, ekki málfræði. Mér finnst málfarið oft segja mikið um fólk. Í þínu tilfelli er það ansi lákúrulegt og rætið. Svo er ég vön því að fólk byrji setningar á stórum staf, en það er lítið mál miðað við innihald athugasemdarinnar..Það er satt:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.10.2010 kl. 16:18

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki þekki ég Óskar, en veit að honum er ekki sérlega vel við Davíð Oddsson;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.10.2010 kl. 16:42

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Svona svona! Ísland er a leiðinni á alþjóðlegt uppboð og það þarf að gerast svo lítið beri á. Síðan verður þessari málýsku, íslenskunni hent á þjóðmynjasafnið innan um beinagrindur og annað drasl, komandi kynslóðum til fróðleiks. Sumar fjölskyldur, íslenskar að uppruna, nú talandi ensku, munu mata krókinn og hafa allt til alls meðan gamlir og sjúkir vinna sveltandi fyrir skuldum þeirra.

Að Davíð væri fullur í bankanum er engin frétt. Að hann reyndi að stoppa efnahagslega vígamenn meðan á ráninu stóð er alveg rétt. Enn svo sofnaði hann aftur kallinn...aftur fullur af einhverju. Engin veit hverju.

Allir vita að íslendingar ollu heimskreppunni. Settu banka um alla heimsbyggðina á hausinn og ollu hungusneiðum um allan heim. Eva Joly segir bara eins og er: "Af hverju eru börnum leyft að leika sér með peninga?"  "Af hverju voru þeir ekki stoppaðir af fullorðnum?", fyrirgefið, útlöndum.... ég bara spyr? 

Óskar Arnórsson, 11.10.2010 kl. 20:45

11 Smámynd: Hamarinn

Öllu geta nú sjálfstæðismenn snúið  á haus.

Þeir báru alla ábyrgð á eftirliti með bönkunum hér og einkavinavæðingu þeirra.

En hvort fábjánar sem lánuðu endalaust til þessarra banka bera þeir ekki ábyrgð á.

Hamarinn, 11.10.2010 kl. 21:56

12 Smámynd: Hamarinn

Og Heimir.

Hverjum getur verið vel við skapofsastjórnmálamanninn Davíð Yfirdrullara í Hádegismóum.

Hamarinn, 11.10.2010 kl. 21:57

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

If I had a hammer:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.10.2010 kl. 22:40

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

... ég ætla að verða sjálfstæðismaður ef ég verð nógu gamall til að verða fullorðin,,, :(

Óskar Arnórsson, 11.10.2010 kl. 22:58

15 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú ert maður skynseminnar Óskar;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.10.2010 kl. 23:07

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

....þetta er bara erfitt!

Óskar Arnórsson, 11.10.2010 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband