Aldrei heyrst fyrr í nær þrjátíu ára þingsögu fjármálaráðherra

Það er hreint með ólíkindum að hlusta á umræður um fjárlagafrumvarpið á Alþingi. Það jaðrar við að Steingrímur J. sé kurteis og hreyti ekki ónotum í pólitíska andstæðinga sína. Þessi þekkti ofbeldis- og ofstopamaður á sér aðra hlið ef þetta er rétt mat hjá mér. Hann nefndi jafnvel heimskreppu í stað þess að kenna sjálfstæðismönnum einum um.

Þá er Ásta R. forseti Alþingis grunuð um að vera á svipuðum nótum og er nærri því kurteis við andstæðingana. 

Ég ætla að hlusta áfram og gaumgæfa hvort þetta sé ofmat mitt. 


mbl.is Mikilvægt að ná samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nú er verið að smjaðra fyrir stjórnarandstöðunni, svo hún komi ríkisstjórninni til bjargar.  Þetta byrjaði með stefnuræðu Jóhönnu, þar sem engum skít var kastað í stjórnarandstöðuna, heldur var hún þvert á móti grátbeðin um að koma til aðstoðar við lausn vandamálanna, enda hefur stjórnin engar lausnir á takteinum.

Hvort sem nokkur trúir því eða ekki, þá minntist Steingrímur J. ekki heldur á stjórnarandstöðuna og var hafði meira að segja nokkurn veginn stjórna á skapi sínu á meða á ræðunni stóð, sem er afar óvenjulegt.  Svo var ekki annað að sjá, en að hann svæfi vært undir ræðum annarra.

Axel Jóhann Axelsson, 5.10.2010 kl. 15:16

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ætli Steingrímur sé veikur?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.10.2010 kl. 15:55

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Eða bara farinn að eldast.

Þráinn Jökull Elísson, 5.10.2010 kl. 16:28

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eða sakni þess ágæta og vel launaða starfs að vera í stjórnarandstöðu án ábyrgðar?

Er annars ekki alltaf verið að gagnrýna bloggara sem aðeins gagnrýna...

Kolbrún Hilmars, 5.10.2010 kl. 17:03

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ertu búinn að mynda stjórnina Heimir?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 21:04

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Stjórnin er ekki alveg komin Axel, tekur lengri tíma en ég ætlaði;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.10.2010 kl. 04:04

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Jóhanna gaf veika von um að hún myndi stíga til hliðar - Guð gefi að það vitit á gott -

Dagurinn í dag er kjörinn til þess - u.þ.b. 7 stiga hiti í Reykjavík - milt veður - og kyrrt -

Margar tunnur bíða þess að verða barðar í ólögulegar hrúgur -TugÞúsundir heimila bíða eftir því að andlegt samband komist á við ríkisstjórnina -

En það dugar skammt að öflugur sendir landsmanna sendi út neyðarköll ef slökkt er á móttakara stjórnarinnar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.10.2010 kl. 06:35

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

jóhanna skilur ekki boðin.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.10.2010 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband