27.1.2007 | 00:30
Krabbamein og viðbrögð sem komu á óvart.
Að greinast með krabbamein er reynsla sem ég hefði viljað vera án. En mitt var ekki valið og krabbamein í lunga var staðreynd. Það tók nokkuð langan tíma að greina þetta svo ekki yrði um villst og reyndi það á þolinmæðina. Þannig var að frænka mín, eldri kona lést af krabbameini um líkt leyti og var ég meðal annarra sem var skráður náinn ættingi hennar.
Krabbameinið hjá mér var fjarlægt ásamt hluta af lunganu 2. febrúar 2005 og naut ég frábærrar umönnunar á Landsspítalanum þar til ég fór á Rauða Kross hótelið við Rauðarárstíg þar sem ég bý annars einn.Þar var gott að vera og starfsfólkið ekki síður elskulegt en á Landsspítalanum. Áður en ég var útskrifaður af Landsspítalanum spurði ég hvort um einhverja endurhæfingu gæti verið að ræða, t.d. á Reykjalundi eins og eftir hjartauppskurðinn 1991. Læknirinn sem skar úr mér meinið og stóran hluta lungans hvað svo ekki vera. Líður og bíður og ég fer heim af Rauða Kross hótelinu, geng reglulega til að þjálfa litla lungað mitt og tek ágætum framförum. Fæ ég þá bréf frá Krabbameinsfélaginu og verð hálf klökkur yfir því að þessar elskur ætli nú að bjóða mér í hóp eða álíka að skiptast á skoðunum um reynsluna og stappa í okkur stálinu eftir þessa óumbeðnu reynslu. Opnaði því bréfið eftir að ég renndi kaffi í bollann.
Mikið varð ég hissa og hrærður yfir umhyggjunni sem elskurnar á Krabbameinsfélaginu sýndu mér.
Í bréfinu stóð eitthvað á þessa leið: Við samhryggjumst þér innilega vegna fráfalls .......... frænku þinnar og viljum með bréfi þessu bjóða þér að koma á fundi með öðrum aðstandendum sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls ættingja sinna.
Svo mörg voru þau orð. Ég sem hélt að nú ætti að bjóða mér stuðning vegna míns krabbameins.
Eitt það skemmtilegasta við lífið er, að sífellt er verið að koma okkur á óvart.
Krabbameinið hjá mér var fjarlægt ásamt hluta af lunganu 2. febrúar 2005 og naut ég frábærrar umönnunar á Landsspítalanum þar til ég fór á Rauða Kross hótelið við Rauðarárstíg þar sem ég bý annars einn.Þar var gott að vera og starfsfólkið ekki síður elskulegt en á Landsspítalanum. Áður en ég var útskrifaður af Landsspítalanum spurði ég hvort um einhverja endurhæfingu gæti verið að ræða, t.d. á Reykjalundi eins og eftir hjartauppskurðinn 1991. Læknirinn sem skar úr mér meinið og stóran hluta lungans hvað svo ekki vera. Líður og bíður og ég fer heim af Rauða Kross hótelinu, geng reglulega til að þjálfa litla lungað mitt og tek ágætum framförum. Fæ ég þá bréf frá Krabbameinsfélaginu og verð hálf klökkur yfir því að þessar elskur ætli nú að bjóða mér í hóp eða álíka að skiptast á skoðunum um reynsluna og stappa í okkur stálinu eftir þessa óumbeðnu reynslu. Opnaði því bréfið eftir að ég renndi kaffi í bollann.
Mikið varð ég hissa og hrærður yfir umhyggjunni sem elskurnar á Krabbameinsfélaginu sýndu mér.
Í bréfinu stóð eitthvað á þessa leið: Við samhryggjumst þér innilega vegna fráfalls .......... frænku þinnar og viljum með bréfi þessu bjóða þér að koma á fundi með öðrum aðstandendum sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls ættingja sinna.
Svo mörg voru þau orð. Ég sem hélt að nú ætti að bjóða mér stuðning vegna míns krabbameins.
Eitt það skemmtilegasta við lífið er, að sífellt er verið að koma okkur á óvart.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:32 | Facebook
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.