Leyndarráð - lygapróf - Agnes er ómissandi

Það ótrúlega er að gerast að enn skal fara með leynd og pukri til að fá hlýðinn meirihluta Alþingis til að samþykkja óheillaverk. Við héldum að leyndarráð ríkisstjórnarinnar hefði fengið nóg þegar Icesavepukrinu var hrint til baka.

Nú á að fela sérfræðiálit fjölda manna svo þingmenn taki örugglega ekki upplýsta afstöðu til viðkvæms máls.

Samfylkingarþingmennirnir Magnús Orri Schram og Oddný G. Harðardóttir  sama svarið og sárt við lagt að enginn hafi haft áhrif á gjörðir þeirra, enda hafi þau ekki talað um vinnu sína í ákærunefndinni við nokkurn mann. Allra síst við forystumenn Samfylkingarinnar. Jóhann Sigurðardóttir hefur tekið í sama streng og svarið af sér alla hnýsni og afskiptasemi.

Agnes á Mogganum  upplýsir í dag að samkvæmt frásögn Oddnýjar G. Harðardóttur í morgunútvarpi Rásar tvö fyrr í vikunni hafi hún og Magnús Orri Schram átt trúnaðarfund með formanni Samfylkingarinnar.

Segir Jóhanna satt? Segir Oddný satt? segir Magnús satt? Segir einhver satt?

Varðar það ekki við lög að þingmenn og ráðherra segi þjóðinni ósatt? 

Þarf að láta forsætisráðherra gangast reglulega undir lygapróf? 


mbl.is Umræðu frestað til mánudags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Ætli hún þyrfti að fara nema einisinni í lygapróf, þessi gjörningur er eins og alt annað sem Jóhanna og steinfretur gjöra níðast og níðast á almenningi landsins.

Jón Sveinsson, 17.9.2010 kl. 15:23

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Enn og aftur koma upp svona mál þar sem fólk hreinlega veit ekki hverjum skal trúa. Ég kýs að trúa Oddný. Hún er ekki nógu sjóuð til að ljúga að almenningi!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.9.2010 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband