Rannsaka þarf gjörðir engilsins Össurar

 Eftirfarandi tók ég ófrjálsri hendi af T24:
"Klippt og skorið 13. september 2010

Hélt Össur upplýsingum leyndum?

Evrópuvaktin bendir á athyglisvert atriði í Pottinum og spyr þeirrar spurningar hvort Össur Skarphéðinsson hafi haldið upplýsingum um Glitni leyndum fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir, sem meirihluti þingmannanefndarinnar vill ákæra og draga fyrir landsdóm. 

Bent er á eftirfarandi ummæli Þórunnar Sveinbjarnardóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Þórunn segir um helgina, sem Glitnir féll:

"Eftir á að hyggja er mér nær að halda að aldrei hafi staðið til að gera formanni eða ráðherrum Samfylkingarinnar viðvart um það sem var í aðsigi enda frétti formaður Samfylkingarinnar af erfiðleikum Glitnis "utan úr bæ"."

Pottverjar á Evrópuvaktinni segja að bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafi verið í New York hina örlagaríku Glitnishelgi. Forsætisráðherra fékk upphringingu frá Íslandi og gerði utanríkisráðherra grein fyrir því, sem hann vissi áður en hann hélt heim til Íslands. Lykilmaður Samfylkingar í atburðum þessarar helgar var Össur Skarphéðinsson, þá iðnaðarráðherra, samkvæmt ósk formanns Samfylkingar. Er nema von að pottverjar spyrji:

"Hvað á Þórunn Sveinjarnardæóttir við, þegar hún talar um að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi frétt af málinu „utan úr bæ“? Getur verið að hún sé að halda því fram að Össur Skarphéðinsson hafi ekki haldið Ingibjörgu Sólrúnu upplýstri um ganga mála um helgina?

Getur verið að Össur hafi ekki haft fyrir því að halda öðrum ráðherrum Samfylkingar upplýstum?"



mbl.is Tillaga um rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband