Mafíurnar sem rændu bankana hristast af hlátri yfir mistökum Alþingis

Hjá þjóðum sem hafa búið við frjálst banka- og fjármálakerfi lengur en við eru viðbrögðin önnur við kreppunni. Írar leggjast ekki svo lágt að kenna stjórnmálamönnum um svik og pretti í bönkunum sínum heldur gerendunum sjálfum, bankaþjófunum.

Vinstri grænir hafa hingað til komist upp með að slá sig til riddara á kostnað Sjálfstæðisflokksins og kenna sjálfstæðismönnum um allt sem aflaga fór í stóru bankaránunum.

Sagan á eftir að dæma þá Steingrím J. og Ögmund og ekki öfunda ég þá af þeim dómi.

Þeir eru enn við sama heygarðshornið og í dag gekk Steingrímur J. um gólf með skeifu og sagðist harma þessa framvindu mála. Þvílík hræsni. 

Það er verið að gera þjófunum sjálfum greiða með því að saka stjórnmálamennina um vanrækslu þegar þjófarnir lögðu hverja falsskýrsluna á fætur annarri á borð forsætisráðherra og sóru og sárt við lögðu að allt væri í himna lagi.

Og Jóhanna dregur velgjörðamenn sína í svaðið. Lágt getur kerlingin lagst. Hún óhreinkar sjálfa sig mest.


mbl.is Alvarleg vanræksla á starfsskyldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sammála þér - nema ég sá ekki betur en sjs ljómaði - gamli ofstækisglampinn kominn í augun og nú skal gamla Sovétskipulagið virkjað - hausinn af einstaka fyrrverandi ráðamönnum (bara ekki Jóhönnu eða Ólafi Ragnar )  á meðan landið brennur.

Að Jóhanna dragi velgjörðarmenn sína í svaðið - - eðlilega - hún er þar og vill hafa þá hjá sér.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.9.2010 kl. 22:27

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það að þessir flokkar er vildu Landsdóm gátu ekki komið sér saman um hverja skildi fyrir hann kalla, hefur eiginlega eyðinlagt þá hugmynd, eða þá framkvæmd.

 Núna getur ekkert nema pólitískt samkomulag, plott og baktjaldamakk, tryggt það að nægur meirihluti sé bakvið eina tillögu um Landsdóminn.  

 Líklegast er að Samfylking hóti Vinstri grænum stjórnarslitum, standi Vg. ekki með Samfylkingunni að tillögu hennar.

 Tel minni líkur á því að Vg. hóti Samfylkingu til þess að fá hana til liðs við sína tillögu og hinna flokkana.

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.9.2010 kl. 22:33

3 Smámynd: Dingli

Sæll Heimir

Eru viss um að þú gleymir ekki neinu? Skiptu stjórnarflokkar Írlands með sér bönkunum? Var nokkur Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Írlands? Nenni ekki frekari upptalningu, en það er verið að djöflast í röngu fólki. Dabbi, Dóri og Finnur eiga auðvitað fyrir löngu að vera komnir á Hraunið.

Dingli, 11.9.2010 kl. 22:42

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Heimir það er rétt sömu glæpirnir eru framdir núna og það án þess að blikna Jóhanna, Össur og Steingrímur eru öll að vinna móti þjóðarhag munurinn á fyrri mistökum ráðherra og núverandi að þið eru meðvitaðir um það sem gerist núna en voruð það ekki þá!

Sigurður Haraldsson, 11.9.2010 kl. 23:51

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Sæll. Allt við sama heygarðshornið hér, maður getur gengið út frá því vísu eins og að nóttin komi á eftir deginum. Auðvitað á að taka ALLAN pakkann Heimir, og þá er sama hver á í hlut.

Á sagan eftir að dæma SJS? Já flott, brjóti hann svo illilega af sér með vanrækslu, vanhæfni eða hirðuleysi að landið leggist á hliðina af fyrirsjáanlegum orsökum, þá er það ljómandi mál.

Annars getur hver maður framkvæmt smá tilraun á sjálfum sér. Víxlaðu nú á fólki í þeim stöðum sem þér finnst ekkert hafa saknæmt unnið (Geir, Davíð, Halldór, Finni osfrv.) og SJS, Ögmundi, Jóhönnu og öðru vinstra fólki - settu þau í stóla forsætisráðherra, fjármálaráðherra, bankaeinkavæðenda og hugmyndafræðinga síðustu 18 ára fyrir hrun - og tjáðu þig svo um það. Á að sleppa þeim úr jöfnunni og aðeins fara á eftir bankafólkinu?

Er hér einhver lesandi sem efast um að þú hrópaðir þá á "Landsdóm! Fangelsi!"?

Þetta er kannski of erfið tilraun því landið hefði aldrei farið svona á hliðina undir þeirra stjórn.

Rúnar Þór Þórarinsson, 12.9.2010 kl. 00:38

6 Smámynd: Hörður B Hjartarson

      Hjartanlega sammála þér Rúnar !

      En við verðum að fyrirgefa honum Heimi þessar skoðanir , hann er jú einu sinni blárri en alheimurinn nokkru sinni getur orðið .

     Löngum hefir reynst betra að veifa röngu priki en öngvu .

Hörður B Hjartarson, 12.9.2010 kl. 01:25

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég held að það sé aldrei hægt að fara í "hefðief" jöfnuna og fá einhverja vitræna útkomu með því að beita aðferðum þeim er Rúnar leggur til.

 Hverjar voru stefnuskrár flokkana fyrir þingkosningar 2003?  Á hvaða vegferð var Samfylkingin með það að sækja Ingibjörgu úr borgarstjórn til að gera hana að forsætisráðherraefni?  Borgarnesræðan og svo framvegis?  Hver var svo ófrávíkjanleg krafa Samfylkingarinnar, loksins þegar hún komst í stjórn?  Að ríkisstjórnin gerði allt sem í hennar valdi stæði að halda útrásargallerýinu á Islandi. 

 Eru eitthvað meiri líkur á því að betri heimtur hefðu orðið á kosningaloforðum Vinstri grænna þá, en eru núna?

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.9.2010 kl. 01:39

8 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Kristinn, þú svarar þó ekki því hvaða hljóð kæmi úr strokki ef víxlað væri á fólki :)

Þó geturðu  gengið út frá því sem vísu Kristinn, að VG hefði ALDREI gefið Framsókn og Sjálfstæðisflokki ríkisbankana, og þanið efnahaginn út með þeim hætti sem varð með fáránlegri þenslu í stóriðju. Aldrei! Hvað þá hefði orðið er auðvitað vonlaust að segja með nákvæmni. En með þeirri gríðarlegu ónákvæmni sem þessi hugarleikfimi ber með sér má þó fullyrða 100% að stóriðjan, einkavæðing bankanna, þensla þeirra upp í 12falda landsframleiðslu, Icesave og skililrðislaus foringjahlýðni eins og við Davíð Oddsson hefði aldrei nokkurntíman sett mark sitt á þjóðina með þeim hætti sem nú er orðið.

Eitthvað annað hefði sjálfsagt gerst, en ekki það.

Rúnar Þór Þórarinsson, 12.9.2010 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 1031616

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband