9.9.2010 | 18:16
Þreyttur á svikum og prettum misyndismanna
Það er með ólíkindum hversu kókvíman getur leitt menn í vitleysunni og skýjaborgunum. Allar þessar vitleysur lenda svo á saklausum borgurum og þeir sitja upp með fangið fullt af skuldum þessa fólks.
Blinda þessara manna er mikil. Ég keyri stundum leigubíl til að drýgja örorkubætur mínar og hef kynnst mörgu furðulegu. Einum ók ég sem var greinilega að selja fíkniefni. Sá neitaði að borga bílinn og neyddist ég til að kalla lögreglu til, enda litið mjög alvarlegum augum á slík svik, sem er jafnað við skjalafals af löggæslumönnum. Drengstaulinn hljóp á móti lögreglumönnunum þegar þeir komu á vettvang og sakaði mig um að hafa ekki gefið sér til baka af viðskiptum okkar. Þá var hann nýbúinn að fela fíkniefni í nágrenninu.
Lögreglumennirnir sneru sér samstundis að mér og hófu innheimtutilraunir fyrir dópsalann. Eftir mikið japl gat ég komið þeim í skilning um að hann væri sá seki, ég hefði óskað eftir aðstoð og benti þeim síðan á felustað dópsins.
Núna stend ég í stappi við mann og hef gert í nokkrar vikur til að innheimta fyrir akstur og útlagðan kostnað fyrir bjór og öðru áfengi. Ekki veit ég hvort hann er að selja dóp, en mig grunar það. Sá hefur haldið mér upp á snakki daglega svo vikum skiptir og aldrei er orð að marka það sem hann segir um efndir loforða sinna.
Mér hefur verið bent á stráka sem kaupa svona kröfur, en hef viljað hlífa viðskiptavini mínum við þeim, þar sem mér er sagt að þeir meiði fólk ef það borgar ekki, fyrir utan að margfalda kröfuna.
Það virðist sama hvert litið er í þjóðfélaginu, svik og prettir allsstaðar.
Metnar á allt að tuttuguföldu raunvirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ljótt að heyra (lesa)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.9.2010 kl. 19:06
Ég hef fengið hvatningar um að birta nafn hans, en geri það ekki að svo stöddu a.m.k. Það kom mér á óvart í fyrra þegar ég keyrði með eina á Lögreglustöðina við Hlemm og þeir sögðu henni að lögin litu á það eins og skjalafals að svíkja leigubílstjóra um greiðslu.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.9.2010 kl. 19:15
Og það er mjög gott að þetta sé litið þannig augum. Hlýtur að koma oft upp í hringiðunni og drykkjunni um helgar.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.9.2010 kl. 19:17
Það þarf ekki helgar til að reyna að svíkja leigubílstjóra. Umræddur maður var ákaflega hamimgjusamur á forsíðu tímarits um daginn og virtist hafa nægt fé handa á milli. Ritstjóri viðkomandi tímarits ætti að vita hvernig hann svíkur gamlan og fátækan öryrkja;)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.9.2010 kl. 19:46
Sæl veið þið við verðum að ná stóru(sem reyndar eru algerir aumingjar þegar á hólminn er komið) köllunum og húðstrýkja þá alla með tölu!
Sigurður Haraldsson, 10.9.2010 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.