Nú er mál að linni Sigrún Pálína

Málefni Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur hafa fengið verðuga umfjöllun í öllum helstu fjölmiðlum landsins undanfarna daga. Margir hafa hlaupið á sig í umfjöllun sinni um það mál , sem mun líka verða eftirminnilegt. Mál Sigrúnar Pálínu er núna rætt í botn. Menn hafa beðist fyrirgefningar á að taka ekki betur á því á sínum tíma og ekki er hægt að ætlast til meira.

Nú er mál að linni. 


mbl.is „Hann er að reyna að hvítþvo sjálfan sig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Algerlega sammála, þessar árásir á þá sem gerðu það sem þeir gátu á sínum tíma til að aðstoða Sigrúnu Pálínu eru komnar út yfir öll siðferðismörk.

Nauðgarinn er sá seki í málinu, ekki þeir sem reyndu að aðstoða fórnarlambið.

Axel Jóhann Axelsson, 28.8.2010 kl. 07:45

2 identicon

Mál að linni? Já, kannski en þið virðist ekki fatta að Hjálmar lætur taka við sig viðtal þar sem enn einu sinni er ýjað að því að Sigrún sé að ljúga og auðvitað svarar hún fyrir sig.

Það er skömm af því að þeir menn sem reyndu að þagga málið niður á sínum tíma og verja níðinginn sitji bara áfram í embættum sínum eins og ekkert hafi í skorist og þykist vera umboðsmenn Guðs. 

Hólímólí (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 07:58

3 Smámynd: Sigurbjörg Kristmundsdóttir

ég get ekki verið sammála þessu hjá ykkur Heimir og Axel. Af hverju í ósköpunum má hún ekki tjá sig. Því skildu kirkjunnar menn komast frá þessu með því einu að segja fyrirgefðu ? Það er ekki nóg !! og það sér hver heilvita maður. Auðvitað vill hún réttlæti, það viljum við öll,, eða er það ekki.

Axel, vissulega er nauðgarinn sá seki en þegar þeir sem reyna að "aðstoða fórnarlambið" gera allt sem þeir geta til að nauðgarinn sleppi, voru þeir ekki að reyna að fá hana til að skrifa undir pappír þess efnis að hún falli af öllum ásökunum !!! ER ÞAÐ AÐ REYNA AÐ AÐSTOÐA FÓRNARLAMBIÐ ???

Svo get ég sagt ykkur ágætu menn að prestar og biskupar eru jafnréttháir inna laganna og við hin, að hilma yfir glæp er lögbrot jafnvel þó biskpupinn hafi átt í hlut og hana nú. 

Hóímóli, ég er sammála því sem þú hefur fram að færa, og svo þykjast þeir vera umboðsmenn Guðs. 

Sigurbjörg Kristmundsdóttir, 28.8.2010 kl. 10:03

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Áframhaldandi málþóf everður bara eyðileggjandi fyrir Sigrúnu Pálínu. Hún virðist vilja sjá blóð. Sjái hún blóð kemur það ekki til með að lækna hennar hjartasár.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.8.2010 kl. 10:10

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigrún Pálína sagði í Kastljósi að hún væri knúinn áfram af óútskýranlegri þörf til að gera kirkjuna "hreina".  Hún var ekki beðin að útskýra þessa hreinsunarþörf sína, eða hvað þyrfti til að kirkja yrði "hrein".

Það var ekki kirkjan sem nauðgaði henni, heldur einn starfsmaður innan hennar.  Ef starfsmaður vegagerðarinnar nauðgaði konu, ættu þá allir yfirmennirnir að segja af sér, að meðtöldum samgönguráðherra?

Axel Jóhann Axelsson, 28.8.2010 kl. 10:45

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er alveg með ólíkindum, með fullri virðingu fyrir alvarleika þessa máls, að það hafi verið nánast eina málið sem komst að í Kastljósi allra landsmanna á RÚV.    Icesave ESB æfingar Árna Páls, vegna Íbúðalánasjóðs og mörg önnur mál, hafa ekki þótt nógu merkileg til að rata inn í  Kastljósið undanfarna viku.

 Fólk þarf líka að nota "rétt orð", þegar það ræðir mál Ólafs biskups.  Hvernig hafa Karl, Hjálmar og aðrir prestar, getað "hylmt" yfir með Ólafi, ef að þeir trúðu ekki þessum sakargiftum á hann á sínum tíma?   Það er ekki hægt að "hylma" yfir "eitthvað" sem þú trúir ekki, eða veist ekki að hefur gerst.  Hið rétta er að: "Karl, Hjálmar og aðrir sem að málinu komu, trúði biskupi, frekar en þeim er báru þessar sakir á biskup".  

 Í undanfara hrunsins, voru bankarnir sakaðir um falskt bókhald rangar afkomutölur  og allt eftir því..............  Líkt og prestarnir tveir, er tóku afstöðu með Ólafi, þá tók þjóðin eða stærstur hluti hennar afstöðu með bönkunum.    Var þjóðin þá að "hylma" yfir með bönkum og útrásarvíkingum?

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.8.2010 kl. 12:25

7 Smámynd: Benedikta E

Fyrst vil ég benda á þann skaðlega misskilning að við þurfum presta - sem millistykki til að ræða við Guð.

Það er aldrei á tali hjá Guði - Hann talar við okkur beint og strax - bara ef við snúum okkur til Hans.

Þjóðkirkju málið er graf alvarlegt mál sem óhjákvæmilega verður að taka á - það hverfur ekki öðruvísi en unnið sé úr því.

Þetta er mál sem varðar allt þjóðfélagið - það er kki bara mál Ólafs Skúlasonar - þeirra sem hann fórnaði og gerði að þolendum og þeirra presta sem hylmdu yfir og þögguðu niður - NEI - allt þjóðfélagið líður á einhvern hátt - það er ekki úrræði - bara að þegja.

Þöggunin sem átti sér stað þegar það kom fyrst upp í umræðuna 1996 - orsakar það að það er komið í umræðuna - NÚ - á ný ...........

Lærum af því.

Þetta er mál sem verður að leysa - það gerist ekki nema með umræðu - þó óþægileg sé.

ORÐIÐ - er til alls fyrst.

Benedikta E, 28.8.2010 kl. 13:14

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það eitt er verðugt umhugsunarefni hverjir það eru sem núna ÞEGJA um þessi málefni kirkjunnar og hverjir það eru sem tjá sig.

Það sem mestu máli skiptir er að eitthvað gott hljótist af allri þessari sorg – að bætt viðhorf og þekking á kynferðisafbrotamálum verði héreftir til staðar innan kirkjunnar. Og að það verði TEKIÐ Á málunum héreftir.

Það sem upp ur öllu stendur er hetjan Guðrún Ebba að koma fram með sanneikann þó seint sé. Enginn þarf lengur að velkjast í vafa um að Ólafur Skúlason var stór- brenglaður og kom fram við kvenfólk af óþokkaskap. Hann hlýtur að hafa verið geðsjúkur.

Sú stóra spurning mun hanga eins og skuggi yfir okkur öllum sem hlynnt erum þjóðkirkjunni og maður mun spyrja sig um ókomna tíð - hvernig gat óþokkinn Ólafur Skúlason orðið biskupinn yfir Íslandi, eins klikkaður og brenglaður eins og hann greinilega var?? Vitnisburður dóttur hans nægir mér til að fullyrða þetta - þarf hvorki jarðneska eða æðri dómstóla til - ég trúi Guðrúnu Ebbu. 

Mér finnst það "ráðningarferli" þarfnast sjálfstæðrar rannsóknar.

Marta B Helgadóttir, 28.8.2010 kl. 14:04

9 Smámynd: Halla Rut

Þeir vissu allir að Ólafur var kynferðisafbrotamaður en gerðu hann þó að biskup. Þessir menn, af öllum mönnum, þögguðu málið niður og með því hélt ofbeldið áfram. Ábyrgð þeirra er því mikil.

Þeir hafa hvorki beiðið Sigrúnu afsökunar frekar en nokkra aðra kona sem varð fyrir barðinu á Ólafi.

Halla Rut , 28.8.2010 kl. 16:12

10 Smámynd: Halla Rut

Kirkjan gerði prest að biskup, prest sem hylmdi yfir með kynferðisabrotamanni og barnaníðung.

DV maí 2008:

Tveir biskupar í málinu
Einn þeirra sem tengdust inn í mál kvennanna gegn séra Ólafi biskupi á sínum tíma var séra Karl Sigurbjörnsson, þá prestur og nú biskup. Samkvæmt frétt DV 6. mars 1996 beittu tveir prestar, þeir Hjálmar Jónsson, sem þá var þingmaður en er nú dómkirkjuprestur, og Karl, núverandi biskup, áhrifum sínum til að fá konurnar sem ásökuðu Ólaf biskup um kynferðislega áreitni til að falla frá málum sínum. Í fréttinni segir meðal annars að prestarnir tveir hafi átt tíða fundi með konunum og að í kjölfar þeirra hafi ein kvennanna dregið mál sitt til baka. „Munu prestarnir meðal annars hafa lagt mikla áherslu á kostnaðinn sem því fylgi að standa í málarekstri gegn biskupi,“ segir í fréttinni.
Séra Karl vildi ekkert tjá sig um þetta á þeim tíma en ónafngreindur prestur sem DV ræddi við á þeim tíma sagði að miklu „handafli“ hefði verið beitt af hálfu biskupsmanna til að þagga það niður. SMELLA.

Halla Rut , 28.8.2010 kl. 16:31

11 Smámynd: Omnivore

Yfirleitt reyni ég að halda ró minni en heimska fer voðalega í taugarnar á mér.

Axel Sagði:

"Það var ekki kirkjan sem nauðgaði henni, heldur einn starfsmaður innan hennar. Ef starfsmaður vegagerðarinnar nauðgaði konu, ættu þá allir yfirmennirnir að segja af sér, að meðtöldum samgönguráðherra?"

Þetta hljóta að vera heimskulegustu orð sem ég hef séð rituð. Það var vissulega einn starfsmaður kirkjunnar sem nauðgaði mörgum konum og var pervert. Hann misnotaði það traust sem fólk hafði fyrir embætti hans. Aðrir prestar hjálpuðu honum svo að komast upp með það. Hann fær síðan ekkert nema lofræður frá þeim í fjölmiðlum þar til nú. Þó þeir hafi vitað að hann væri pervert.

Það er ekki það sama og að ef starfsmaður fyrirtækis nauðgar sé það á ábyrgð fyrirtækisins. Hins vegar ef starfsmenn fyrirtækisins myndu beita því afli sem fyrirtækið er fyrir sig og þagga málið niður. Hjálpa þannig nauðgaranum að komast upp með glæpi sína eiga þeir ekki að bera ábyrgð? Það er enginn að tala um að kirkjan sé félagsmiðstöð fyrir nauðgara heldur að þeir sem séu sekir um lögbrot gjaldi fyrir það.

Þetta vissir þú allt þegar þú skrifaðir þetta. Þú ert bara að gera það sama og prestarnir. Kirkjan er þér svo kær virðist vera að þú ert til í að leggjast svona lágt. Mér finnst þú hafa orðið þér til skammar og átt heiðurinn að heimskulegustu setningu ársins að mínu mati.

Omnivore, 28.8.2010 kl. 17:52

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hallast æ meira að því, að affararsælast sé að ljúka málinu með sameiginlegri yfirlýsingu Sigrúnar Pálínu, Karls og Hjálmars. Vinnum svo að því að efla kirkjuna. Guð er mitt haldreipi í lífinu og hann má ekki vera aukaatriði þegar við körpum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.8.2010 kl. 17:58

13 Smámynd: Benedikta E

Heimir - Lestu færsluna mína - Þú getur verið í beinu sambandi við Guð - Hann er aldrei á tali.

Benedikta E, 28.8.2010 kl. 18:51

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki snertir það mig mikið, þó einhver huglaus nafnleysingi kalli mig heimskan, það er varla verra að vera heimskur, en vitggrannur hugleysingi.

Hafi einhver hylmt yfir glæpi Ólafs Skúlasonar, hlýtur Sannleiksnefndin að fletta ofan af þeim og þá bæði ber þeim að víkja úr embætti og mæta fyrir dómstóla, vegna yfirhylminganna.  Þangað til sannleikurinn kemur í ljós á ekki að mannorðsmyrða fólk í fjölmiðlum og reyna að leggja í rúst þá stofnun sem þeir vinna hjá.

Til að leiðrétta misskilning er rétt að taka fram, að kirkjan er mér ekkert sérstaklega hjartfólgin og nánast aldrei fer ég í messu.  Einstaka sinnum um jólin, rétt til tilbreytingar í tilefni hátíðarinnar.

Axel Jóhann Axelsson, 28.8.2010 kl. 19:10

15 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Axel, taktu það sem hrós að hann spanderar svo mörgum orðum á þig:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.8.2010 kl. 19:13

16 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Benedikta, ég spjalla oft við Guð og er sérlega upp með mér af góður sambandi við hann. Sóknarpresturinn í kirkjunni minni sýndi afar sérstæða framkomu og þangað fer ég ekki nema til jarðarfara;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.8.2010 kl. 19:15

17 Smámynd: Omnivore

Sæll Axel

Þannig að þú vissir að þú færir með rangt mál og komst með fáránlega líkingu.

Ég er ekki að skjóta á þig nafnlaust. Þú finnur nafnið ef þú vilt það undir um höfund.

Omnivore, 28.8.2010 kl. 19:52

18 Smámynd: Benedikta E

Heimir - Það fer nú að verða rúmt um á kirkjubekkjum Þjóðkirkjunnar - úrsagnir úr þjóðkirkjunni hlaðast upp í bunkum á Þjóðskránni og bíða þess að fara í talningu.

Ætli biskupinn og prestarnir hans hafi heyrt um þetta ?

Benedikta E, 28.8.2010 kl. 19:58

19 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Benedikta, kirkjunnar menn hafa ekki haldið vel á, því miður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.8.2010 kl. 21:37

20 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það verður aldrei mál að linni fyrr en kirkjan hefur grundvöll til að byggjast upp aftur. Það mun ekki gerast fyrr en málið hefur verið gert upp. Það hefur ekki verið gert. Hvernig gátu menn þagað vitandi af kynferðisafbrotamanni sem höfuð íslensku kirkjunnar? Þeir skulda skýringar þessir menn. Er hægt að vera meðvirkur kynferðisafbrotamanni af því að hann er í æðstu hempunni? Sök þeirra sem vissu en þögðu er mikil. Sannleikurinn er Sigrúnar Pálinu. Og sannleikurinn hefur alltaf sigur að lokum.

Guðmundur St Ragnarsson, 29.8.2010 kl. 00:57

21 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvað viltu að gert verði, Guðmundur?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.8.2010 kl. 02:17

22 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Heimir - vantaði ekki nokkur nöfn í upptalninguna á þeim sem þyrftu að gefa út þessa yfirlýsingu?

Það er mikið talað um fyrirgefningu - ég vona að mér fyrirgefist það að trúa ekki því sem Karl Sigurbjörnsson segir - og byggist það m.a.  á árslangri deilu við hann sem lauk með því að ég sagði mig úr "þjóðkirkjunni".

Heimir - "mál að linni"? þá kemur upp í hugann Guðrún Ebba -

Sigrúnu Pálínu og fleiri konur voru sagðar ljúga á sínum tíma og kærði brotamaðurinn þær í samræmi við það - síðan kom annað í ljós - þær sögðu satt.

Núna koma Karl og Hjálmar og segja hana fara rangt með -

Enn vonast ég til þess að mér fyrirgefist þótt ég trúi Sigrúnu Pálínu.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.8.2010 kl. 04:03

23 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Var nauðgað segja menn aftur og aftur hér að ofan? Ég hlýt að hafa ruglast í ríminu. Hverjum var nauðgað? Sagði ekki konan hreint út í Kastljósi að maðurinn hefði tekið á brjóstum hennar og "stungið tungunni upp í hana", sem heitir að kyssa. Hún hratt honum af sér eða var ekki svo? Varla reif hann utan af henni fötin? Vissulega var þetta galið en varla missir kona vitið við það eitt að hrinda af sér einni karlsmannsdruslu.

Guðmundur Pálsson, 29.8.2010 kl. 11:48

24 identicon

Ég bara trúi því varla að læknir eins og þú, Guðmundur, sért að meina það sem þú segir hér fyrir ofan. Ertu að grínast eða er þér fullkomin alvara í kommenti #23?

Hólímólí (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 12:12

25 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ólafur, vissulega get ég verið sammála þér um að Karl hefði mátt taka málið fastari tökum, en ég efast ekki um að hann trúir Sigrúnu Pálínu.

Guðmundur, það er ekki eins og Ólafur hafi verið einhver gaur á djamminu og gert þessi mistök í leik.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.8.2010 kl. 12:14

26 Smámynd: Halla Rut

Heimir: Vissulega veit Karl að Sigrún segir sannleikann, hann reynir samt að breiða yfir hann í fjölmiðlum. Hann reynir að gera minna úr brotum hans til þess að verja sína eigin stöðu. Honum virðist vera alveg sama um þessar konur allar og gerir ekkert til að hugga þær. Guðrún Ebba þurfti að bíða mánuðum saman bara til að fá að tala við hann. Og af hverju, jú, því hann vissi hvað hún ætlaði að segja sér og vildi ekki heyra það.

Guðmundur Pálsson: Sigrún var á mjög erfiðum stað í lífinu þegar þessi atburður átti sér stað. Hún var að koma úr mjög erfiðu hjónabandi og leitaði til kirkjunnar eftir hjálp. Árás Ólafs var því mikið áfall fyrir hana. Það er sem hefur bjargað henni frá því einmitt að missa vitið er hennar gífurlega þrautseigja og trú á sannleikann. Við skulum hafa í huga að fleiri konur en við vitum af höfðu einmitt ekki þennan kraft, sem Sigrún, að koma fram og segja okkur hinum hverskonar skrímsli við höfðum fyrir biskup.

Halla Rut , 29.8.2010 kl. 14:37

27 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Nei, þetta var maður í hempu á villigötum. Hann brýtur gegn lögum kirkjunnar og almennu siðferði. Það er á hreinu. En var einhverjum nauðgað eða hvernig var það? Af hverju er notað það orðalag notað hér?

Guðmundur Pálsson, 29.8.2010 kl. 14:44

28 Smámynd: Halla Rut

Vissulega er hér talað um nauðgun en rétt er að Ólafur nauðgaði Sigrúnu ekki.

Halla Rut , 29.8.2010 kl. 15:30

29 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Jæja, það var mikið. Hann var þá ekki nauðgari eftir því sem við vitum best. Hann gat augljóslega ekki látið konur í friði giftur maðurinn og hefur þótt ýmislegt annað spennandi en guðspjöllin. Nú finnst mér að rækilega þurfi að rannsaka ásakanir dóttur hans Guðrúnar Ebbu. Hún á systur sem áreiðanlega hefur sitt að segja um fjölskyldulífið og bróður líka er það ekki? Þjóðin á eiginlega heimtingu á að vita hvort "pedófíl"-grunurinn sé réttur eða ekki. Ekki að á öllu sé smjattað í blöðum heldur að sæmilega dómbærir menn fari yfir þessi mál vandlega.

Guðmundur Pálsson, 29.8.2010 kl. 16:54

30 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hefur læknirinn ekki heyrt af einhvers konar losti sem sumir fara í undir slíkum nauðungaraðstæðum? 

Fólk sem verður svo skelfingu lostið að það getur hvorki spornað gegn nauðgunarverknaði í orði eða verki?  

Eða eru þau fræði bara eitthvert kjaftæði úr femínista sálfræðingum? 

Viggó Jörgensson, 29.8.2010 kl. 18:06

31 Smámynd: Halla Rut

Ekki nauðgari Guðmundur !!! Hann nauðgaði ekki Sigrúnu. En hvað með dóttur hans? Hvað með allar konur sem við höfum ekki enn heyrt í og fáum sennilega aldrei að heyra frá.

Nauðgari eða ekki, hvað er málið? Og segir þú "giftur maðurinn" eins og það sé mesta syndin. "Ekki látið konur í friði" eins og hann hafi bara verið að reyna við þær. Ótrúlegt hvernig þú smánar brot þessa perverts og barnaníðings. Datt mér helst í hug að þú værir prestur, Guðmundur, en sé að þú er læknir. Ekki lýst mér á hverjum þú kýst að halda þinni verndarhönd yfir og hve lítið þú gerir úr brotum Ólafs og kirkjunnar en það er auðvitað vegna slíkra þankagangs sem maðurinn fékk að halda áfram óáreittur.

Halla Rut , 29.8.2010 kl. 18:41

32 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Þú ert stórorð Halla Rut, reyndu að dempa ofstækið. Þetta verður að skoða betur og rannsaka, það er það sem ég á við, áður en dæmt er. Sérstaklega málefni/ásakanir Guðrúnar Ebbu sem almenningur veit í raun ansi lítið um. Ég held að allur almenningur sjái þetta.

Guðmundur Pálsson, 29.8.2010 kl. 19:40

33 Smámynd: Benedikta E

Staðhæfðu það nú ekki um of - Guðmundur Pálsson - að "allur almenningur sjái" með þínum augum - það er allavega "simpil" fullyrðing.

Benedikta E, 29.8.2010 kl. 20:09

34 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það þarf að rannsaka af hverju barnaníðingur og kynferðisafbrotamaður komst til æðstu metorða í kirkjunni þegar augljóst sýnist að innan kirkjunnar voru menn sem vissu af brenglun biskups. Þeir sem hylmdu yfir segi af sér embætti. Svo er hægt að halda áfram Heimir.

Guðmundur St Ragnarsson, 29.8.2010 kl. 23:27

35 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég er býst við að þessar konur sem sluppu við nauðgun séu bara toppurinn á ísjakanum.  

Maðurinn var sofinn og vakinn yfir að senda stúlkur og konur í próf og viðtöl, niður í kirkju, út í skóla o.s. frv.  síðdegis eða á kvöldin.  

Hvað skyldi hann hafa náð að nauðga mörgum.   Þessar sem fóru strax í lost og hreyfðu hvorki legg né lið, komu ekki upp orði.  

Og fóru svo burt í leiðslu og hafa jafnvel aldrei sagt neinum frá þessu, grenjað einar með sjálfri sér.  

Það er áreiðanlega stór hópur kvenna.  

Viggó Jörgensson, 30.8.2010 kl. 01:12

36 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er sárt að horfa upp á niðurlæginguna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.8.2010 kl. 08:22

37 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigrún Pálína er stórbrotin hetja að hafa ekki bugast í þessari baráttu. Það er Guðrún Ebba Ólafsdóttir líka í mínum augum. Það er ljóst að Ólafur biskup var sjúkur maður, siðblindur og forhertur voðamaður í stærsta og viðkvæmasta embætti samfélagsins.

Það er óbætanlegt slys en tryggja þarf að slík slys endurtaki sig ekki.

Nú er vonandi komið að því að umræðan í samfélaginu er búin að vinna sína vinnu og komið að kirkjunni að ljúka málinu þannig að ljóst sé að bestu niðurstöðu hafi verið leitað og um hana náðst sátt.

Kirkjunnar fólki er mikill vandi á höndum og þar má ekki kjarkleysið trufla markviss vinnubrögð. 

Ljóst er að margir hafa brugðist. Ljóst má líka vera að þar sé orsakanna að leita í kjarkleysi og klaufaskap góðgjarnra manna sem kunnu ekki að takast á við þessi mál sem komu þeim í opna skjöldu og voru svo viðkvæm og sár að góðir menn urðu ráðvilltir.

Ætli þjóðkirkjan að loka þessu máli með einhverjum sóma þarf hún nú að fá næði til að vinna vinnuna sína og taka ákvarðanir, skref fyrir skref.

En við sem teljum okkur vera að vinna á hliðarlínunni í þeim tilgangi að styðja við fórnarlömbin verðum líka að takast á við umræðuna af ábyrgð því umræða sem litast af tilfinningalegu uppnámi og hatri er aldrei neinum málstað til stuðnings.

Árni Gunnarsson, 30.8.2010 kl. 15:17

38 Smámynd: Jakob Andreas Andersen

Guðmundur Pálsson skrifar:

"Nú finnst mér að rækilega þurfi að rannsaka ásakanir dóttur hans Guðrúnar Ebbu. Hún á systur sem áreiðanlega hefur sitt að segja um fjölskyldulífið og bróður líka er það ekki? Þjóðin á eiginlega heimtingu á að vita hvort "pedófíl"-grunurinn sé réttur eða ekki."

Hvað er hægt að segja um svona viðhorf? Það er greinileg ekki nógu að Guðrún segir frá því hvað gerist, nei, við verðum að fá staðfesting bróður og systur hennar líka. Vonandi vinnur Guðmundur ekki sem læknir. Hugsaði ef fornalömb pedófíls leitaði til hans.

Jakob Andreas Andersen, 30.8.2010 kl. 18:14

39 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Það má aldrei verða þannig að nóg sé að benda á líklegan sökudólg og þá verði hann þar með sekur dæmdur og hataður, hvorki í þessum málum né öðrum. Alltaf þarf að rannsaka. Athuga fleiri votta. Ekki verður bakkað með það góði minn.

Guðmundur Pálsson, 30.8.2010 kl. 20:28

40 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Guðmundur Pálsson, hvar hefur þú verið góði?

Það er staðfest með vitnisburði margra kvenna og fyrrum organista, sem kom að honum við iðju sína, að Ólafur var brengluð og andstyggileg skepna, sem misnotaði margar stúlkur í krafti þess trausts sem þær sýndu honum.

Hvenig geturðu með glotti, vil ég meina miðað við tóninn í síðustu ath.semd þinni, rengt dóttur hans, og nánast vænt hana um lygar?

Þér væri nær að krefja starfsbræður hans og systur, sem þögðu og þögguðu um sannleikann...

Haraldur Davíðsson, 30.8.2010 kl. 20:50

41 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Stilltu þig gæðingur. Menn eru mis varfærnir. Margt hefur brugðist það er ljóst og Ólafur hefur brotið af sér enginn vafi á því en það þarf að komast að sannleikanum. Eða veist þú hver hann er í þessu máli? Til hvers var sannleiksnefndin skipuð?

Guðmundur Pálsson, 31.8.2010 kl. 05:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1031704

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband