Erlendur dómari dæmdi ekki í kvöld

Dómarinn hefur mikið að segja í knattspyrnuleikjum. Í bikarúrslitaleiknum var Erlendur dómari og KR tapaði. Nú var allt annað upp á teningnum innlendur dómari dæmdi og KR vann.
mbl.is Sigurmark Kjartans gegn Fram í uppbótartíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 21:19

2 Smámynd: Skarfurinn

Já heldurðu að sé munur, enginn gjafavít og ejjert bull, annars mjö jafn leikur og Fram er með gott lið, en KR er komið á skrið í deildinni greinilega.

Skarfurinn, 19.8.2010 kl. 21:30

3 Smámynd: Leifur Finnbogason

Hræðilegur leikur dómarans og litaðist af hræðslu við stuðningsmenn KR-inga...fyrir leikinn var ég hlutlaus, en eftir leikinn hef ég heitið að styðja ekki einu sinni KR í Evrópukeppnum. Kjartan Henry og Bjarni með stæla sem þeir hafa ekki efni á og 40% stuðningsmanna KR-inga létu einsog fífl, og dómarinn skíthræddur.

Leifur Finnbogason, 19.8.2010 kl. 21:48

4 Smámynd: Skarfurinn

Voða liggur illa á þér Leifur, ertu tapsár ? þú gleymdir að segja að tekið var af KR fullkomlega löglegt mark, telur það ekki hjá þér ?

Skarfurinn, 19.8.2010 kl. 21:51

5 Smámynd: Leifur Finnbogason

Ég held með Skallagrími, ekki Fram. Hlutleysið var ágætt til að byrja með en Kjartan Henry byrjaði að ýta því í burtu með því að ýta leikmönnum Fram hægri vinstri, og sjálfum þótti mér þetta ekki vera mark, þó ég hafi nú ekki séð það vel úr miðri stúkunni. Dómarinn var skíthræddur við stúkuna, en gerði engu að síður mistök sem komu niður á KR-ingum hér og þar, og ég held að stuðningsmenn KR hafi einfaldlega gert hann of taugaóstyrkan til að hann hafi getað skilað frá sér góðum leik.

Eftir því sem leið á leikinn byrjuðu stuðningsmenn KR-inga að fara meira og meira í taugarnar á mér, þeir fóru oft yfir strikið í köllum inná völlinn, á meðan Framarar héldu sig við hæfilegt ósætti og stuðning við sitt lið. KR-ingar þurfa að fara að læra að fólki mislíkar þeir ekki aðeins vegna "stórrar sögu".

Leifur Finnbogason, 19.8.2010 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband