Fáráðar

Fáráðarnir í borgarstjórn Reykjavíkur mega til með að hætta að leika sér. Hverfisgatan er mög ásett af bílum m.a. strætisvögnum sem borgin beinir um þessa götu hvort heldur þeir eiga leið vestur í bæ eða austur í Grafarvog, svo ég tali nú ekki um suður í Kóðavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Þá er þungur straumur hópferðabíla um Hverfisgötuna vegna hótela og gistiheimila. Gleymum ekki öllum leigubílunum sem neyðast til að aka þessa götu. Þá eru ótaldir allir einkabílarnir og sendibílarnir.

Fáráðarnir ætla að beina hjólreiðafólki í bráða hættu með þessari ráðstöfun.

Núna er Aðalstræti sú umferðaræð sem er hvað mest notuð í miðborginni eftir að fáráðarnir lokuðu Pósthússtræti, Austurstræti og Hafnarstræti að hluta. Í Aðalstræti er þeim bölvað dag út og inn og oftar en ekki hástöfum.

Er hægt að ætlast til að borgarfulltrúar hugsi áður en þeir framkvæma?


mbl.is Hjólreiðastígur á Hverfisgötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það sást nú í sjónvarpinu áðan hvað borgarstjórinn leggur áherslu á....Hann leggur mest upp úr flugeldasýningunni..líklega við hæfi..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.8.2010 kl. 19:39

2 identicon

Hugsa málið til enda eða kynna sér, skrifa svo. Kannski mættirðu athuga þá hugmynd áður en þú skrifar næstu blogg/nöldurfærslu.

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 20:31

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gísli Friðrik, ég þekki vel til mála. Kann þér þakkir fyrir ábendinguna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.8.2010 kl. 21:08

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gísli. Ekki veit ég til hvaða mála þú þekkir vel hvað þetta mál varðar en þú hefur greinilega ekki mikla þekkingu á öryggismálum hjólreiðamanna. Ég hef notað reiðhjól til sambangna í 16 ár og hjóla oft um Hverfisgötuna. Hún hentar ágætlega til hjólreiða og er ekkert sérstaklega hættuleg til slíkrar iðju.

Reyndar er engin nauðsyn fyrir þessa hjólarein til að auka öryggi hjólreiðamanna því þeir eru öruggari á götunni sjálfri enda þar, sem athygli ökumanna er. Hitt er annað mál að svona hjólarein skapar meiri öryggistilfinningu hjá þorra fólks og nýtist því væntanlega vel til þess, sem þarna er bersýnilega tilgangur framkvæmdanna það er að fjjölga hjólreiðamönnum í götunni.

Sigurður M Grétarsson, 18.8.2010 kl. 00:35

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

En strákar þetta er örstuttur spölur sem veitit falska öryggiskennd. Ekki er lögreglunni fyrir að fara til að fylgjast með hraða ökutækja.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.8.2010 kl. 05:15

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Eins og ég sagði þá bætir þessi hjólareyn ekki öryggi hjólreiðamanna enda Hverfisgatan tiltölulega hættulítil til hjólreiða í það minnsta fyir fullorðið fólk og rendar líka stálpaða unglinga.

Hins vegar eykur þessi hjólareyn öryggistilfinningu þeirra, sem ekki þekkja til og getur þannig fjölgað þeim, sem velja sér þennan ferðamáta á þessari leið. Það eykur síðan öryggi hjólreiðamanna þarna því með fjölgun þeirra verða ökumenn meira meðvitaðir um þá, sem hluta umferðarinnar og taka því frekar eftir þeim. Þetta kallast á fræðimáli "öryggi fjöldans" og er það þekkt og mikilvægt atriði varðandi öryggismál hjólreiðamanna.

Þarna er ekki um "falska öryggiskennd" að ræða enda Hverfisgatan tiltölulega örugg hjólaleið eins og ég hef áður sagt.

Sigurður M Grétarsson, 18.8.2010 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband