Af varaformanni, vegabréfi og viskípela.

Það var kominn morgunn klukkan að verða fimm og ég varð að aka aðeins afsíðis að hvíla lúin bein örstutta stund.
Kvöldið og nóttin höfðu verið með líflegasta móti enda kosningar til Alþingis árið 2003. Ég hafði ekið leigubílnum samfellt frá því um kvöldmat fyrir hann Gísla svo til án þess að bregða mér afsíðis.
Þegar ég ók svo afsíðis við Umferðamiðstöðina sá ég axlafullan Viskípela á planinu. Ég snaraði mér út úr bílnum og sá að við hlið pelans var íslenskt vegabréf. Hvort tveggja tók ég til handargagns. Við skoðun á vegabréfinu sá ég að eigandi þess var nýkjörinn alþingismaður.
Akstrinum hélt ég svo áfram meðan eitthvað var að hafa og hélt svo heim. ann símanúmer þingmannsins nýja en hann svaraði ekki gemsanum sínum. Eftir að ég hafði sofið nokkra tíma reyndi ég á ný, en án árangurs. Það var svo ekki fyrr en daginn eftir að mér tókst að násambandi við nýkjörinn þingmanninn og tjáði honum fund minn. Hann sagði að ég gæti komið með þetta niður á Alþingi. Mér þótti hann kokhraustur og lítt þakklátur mér. Sagði að bragði að hann gætikomið og sótt hina týndu muni á ákveðinn stað á ákveðnum tíma.
Hann kom og sótti passann og pelann og hraðaði sér á brott án þess að þakka leigubílstjóranum eða bjóða honum greiðslu fyrir ómakið.
Síðan varð passa- og pelahandhafinn varaformaður stjórnmálaflokks og á í harðvítugri baráttu við að halda stöðunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Um árin hef ég orðið vitni alls kyns atferli og hegðun fólks undir áhrifum áfengis, bæði þjóðþekktra og annara óþekktra.  Sú hegðun hefur ekki alltaf verið til sóma.  Hins vegar hefur mér og myndi aldrei detta í hug að bera slík atvik á borð fyrir alþjóð hafi menn ekki orðið sér til skammar með vafasömu hátterni eða hegðan á almannafæri þannig að til stórvansa sé.

Færsla þín Heimir um þetta mál er þér til skammar og segir mér meira um þig en umrædda sögupersónu.  

"Sá yðar sem syndlaus er kasti........."

Sveinn Ingi Lýðsson, 25.1.2007 kl. 12:24

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sveinn Ingi ég þakka þér lesturinn og vinsamleg orð í minn garð.

Boðskapurinn er: Dramb er falli næst.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.1.2007 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband