Jón þarf að hugsa áður en hann framkvæmir

Enn lokar Jón Gnarr götum í miðborg Reykjavíkur, eins og ekki væri nóg komið. Göturnar voru gerðar fyrir bíla og önnur ökutæki sem eru til þess gerð að færa fólk á milli staða. Ungt fólk og vel á sig komið getur lagt farartækjum sínum fjarri miðborginni og gengið allra sinna erinda, en eldra fólk og fatlaðir þurfa á faratækjunum að halda og núna er miðborgin ekki þeirra lengur.

Mikil akandi umferð hefur verið um Kirkjustræti og Aðalstræti að undanförnu og myndast oft miklar tafir þar, sérstaklega í Aðalstræti.

Atvinnubílstjórum er þetta ástand önugt því nóg er um rútur litlar og stórar sem þarf að aka um Aðalstrætið vegna grósku í ferðamannaiðnaði.

Lokanir Jóns Gnarrs eru því hemill á aðgengi erlendra ferðamanna.

Atvinnubílstjórar, einkum á leigubílum eru seinir til vandræða, en þessar aðgerðir Jóns hafa komið illa niður á starfi þeirra.

Það er vandi að stjórna borg, því aðstæður og þarfir fólks eru svo margar og misjafnar og alltaf verður að taka fullt tillit til þeirra sem eru fatlaðir og eiga erfitt uppdráttar. Það gerir Jón ekki.


mbl.is Lokað fyrir bílaumferð í Bankastræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband