Stórkostleg borgarstjórn

Ég hafði enga trú á nýja borgarstjórnarmeirihlutanum þegar hann tók við. Núna þegar fyrstu hugmyndir hans eru að komast í framkvæmd sé ég fyrst hversu mikils við höfum farið á mis  áratugum saman.

Stórbrotnar hugmyndir þeirra Dags og Jóns eru um það bil að komast í framkvæmd; fjarlægja lífið af Lækjartorgi, sem auðvitað átti engan rétt á sér og koma þar fyrir musteri Mammons  til frekari dýrkunar græðginnar, tyrfa bílastæðin að Hverfisgötu 42 til að heiðra minningu Einars Ásmundssonar í Sindra sem fyrstur manna barðist hetjulega gegn stöðumælum í tíð Geirs Hallgrímssonar borgarstjóra, en beið lægri hlut. Ekki seinna vænna. Þá á að loka Austurstræti og Pósthússtræti alfarið, en lokun Hafnarstrætis hefur verið við líði undanfarnar vikur.

Ef Dagur og Jón halda áfram af líkri framtíðarsýn og frumlegri hugsun er engin hætta á að kreppan éti þá eins og bágstaddan almenning. Þeir munu aldrei verða þess varir hvar að kreppir því veruleikafirringin er slík.


mbl.is Lokað fyrir bíla í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það var í fréttum að Lindsey Lohan hafi brostið í grát þegar hún frétti af gerðum Dags & Gnarr

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.7.2010 kl. 12:14

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hef ríka samúð með Lindsey;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.7.2010 kl. 18:06

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ágæti Heimir

Áttir þú von á öðru? Búið að ráða vin sinn í vinnu með milljón á mánuði - leiðbeina vegfaranda í Yatsy - fjarægja blómapott - o.sv.frv.  Þetta eru mun meiri framkvæmdir en ég átti von á - nema þetta með vininn í OR.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.7.2010 kl. 03:20

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er hlegið að borgarstjóranum og verður hlegið enn meira eftir því sem á kjörtímabilið gengur, en ekki vegna þess að hann sé fyndinn;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.7.2010 kl. 06:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband