Utanþingsstjórn með Davíð í forsæti

 Það er greinlega uppgjöf á stjórnarheimilinu. Ekki samkomulag um nokkurn skapaðan hlut, nema persónunjósnir á vinnustöðum, kappklæðnað á veitingastöðum og bann við notkun ljósabekkja. Utanríkisráðherra og í raun forsætisráðherra segir:

"...að það komi vel til greina að koma á þjóðstjórn til að ná betur utan um þau vandamál sem steðji að íslensku samfélagi..." Betra seint en aldrei. 

Utanþingsstjórn undir forsæti Davíðs Oddssonar væri heppilegasta lausnin. Hann gjörþekkir íslenskt samfélag og veit hvaða hættur steðja að okkur erlendis frá.

Davíð myndi handvelja samráðherra sína og hafa það eitt að markmiði að ná árangri. 

Verst er að þá myndum við missa hann af Mogga. 


mbl.is Össur hlynntur þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég man rétt þá var haft á orði að Davíð væri að reyna að gera stjórnarbyltingu þegar hann stakk upp á þessu fyrir 2. árum. Það hefði betur verið gert þá, í stað þess að hafa láta þessa aumingjastjórn rembast eins og rjúpan við staurinn í tvö ár og komast að  lokum að þeirri niðurstöðu að Hr, Davíð Oddsson hafði rétt fyrir sér.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 10:11

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Er þetta ekki örugglega bara grín hjá þér 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.6.2010 kl. 10:11

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Davíð er sá eini sem getur leitt þjóðina út úr þeim ógöngum sem velferðarstjórnin kemst ekki úr.

Guðbjörn, grínast Dalamaður með alvörumál?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.6.2010 kl. 10:17

4 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Hver kom þjóðinni í þær ógöngur sem hún er í núna? Þar var fremstur í flokki nefndur Davíð Oddsson með dyggum stuðningi Halldórs Ásgrímssonar, Valgerðar Sverrisdóttur, Árna Matthiesen, Geir Haarde og Finns Ingólfssonar. Það var þessi hópur sem bjó til þann grundvöll, m. a. með því að afhenda vildarvinum bankana á silfurfati, þeir gáfu gjörsamlega siðspilltum bankamönnum frítt spil, þess vegna fór sem fór. Mér þætti fróðlegt að sjá afstöðu ykkar sem vitna hér að ofan ef við snérum dæminu við og settum Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím Sigfússon í valdstólana frá aldamótum og gott betur í stað Davíðs og Halldórs og árangurinn hefði orðið hrunið í haustið 2008.

Hverjum hefði það þá verið að kenna?

Ef þið haldið að allir séu jafn staurblindir og minnislausir og þið þá farið þið villur vegar sem betur fer. Þið megið mín vegna sjá Davíð Oddson sem Messías sem komi öllu til að bjargar, vissulega stendur það honum næst; hann ber höfuðábyrgð á hruninu mikla.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 19.6.2010 kl. 10:33

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Kosningar strax!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.6.2010 kl. 10:54

6 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já Guðbjörn. Ég hélt líka að dalamenn væru skynsamir grínistar.

Þórir Kjartansson, 19.6.2010 kl. 11:16

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigurður Grétar, þú kennir hvorki alþingismönnum né ráðherrum um gjörðir glæpamanna, því síður löggæslumönnum. Ef ásetningur glæpamanns er einlægur, hann hefur hlotið góða menntun á kostnað ríkisins (okkar) og notar hana sér til gagns við framkvæmd glæpsins getur þú ekki kennt umhverfinu um.

Málefnaleg gagnrýni þín á pistilinn er ekki til staðar, því miður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.6.2010 kl. 12:05

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú vilt Heimir kalla aftur til manninn sem skapaði öðrum fremur það umhverfi sem ól af sér bankahrunið og þá glæpi sem þar voru framkvæmdir. Manninn  sem vísvitandi hafði að engu ítrekaðar ábendingar og viðvaranir um að lög og fjármálaregluverkið yrði að hæfa umfanginu, ætti ekki illa að fara.

Það undarlegasta er að mennirnir, sem að öllu jöfnu geta ekki pissað nema eftir forskrift frá Bandaríkjunum, skuli hafa hundsað með öllu og ekki talið þörf á Íslenskir fjármálanýgræðingar þyrftu svipað regluverk og tvö hundruð ára, á tímum bitur, fjármálamarkaðsreynsla Bandaríkjamanna hafði kennt þeim.

Hefur Davíð viðurkennt þau mistök? Er hann þá manna líklegastur til að vinna úr þeim mistökum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.6.2010 kl. 13:20

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Davíð varaði ítrekað við verkum glæpahyskisins, en talaði fyrir daufum eyrum. IGS hélt öllum upplýsingum vísvitandi frá viðskiptaráðherra og ber því mikla ábyrgð á því hvernig fór. ISG gerði allt sem í hennar valdi stóð til að vernda Baugspakkið með afleiðingum sem við þekkjum.

Umsátrið eftir Styrmi Gunnarsson er holl lesning, sérstaklega krötum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.6.2010 kl. 15:02

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var Davíð ekki sá sém réði og völdin hafði í sköpunarsögu hrunsins? Hvern varaði hann við, mannin í speglinum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.6.2010 kl. 15:42

11 Smámynd: Björn Emilsson

Rétt hjá þér Heimir. Davið Oddsson er sá eini leiðtogi sem getur komið á skikkan mála og tryggt sjálfstæði Islands og framgang.

Björn Emilsson, 19.6.2010 kl. 16:12

12 Smámynd: RIKKO

Hvað í andskotanum lætur ykkur halda að Davíð sé eini maðurinn á þessum hnetti sem geti bjargað okkur íslendingum?

Er það ekki augljóst að Davíð er einn af þeim sem hafa komið okkur í þennan djúpa skít sem við erum í?

RIKKO, 19.6.2010 kl. 17:18

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Axel, lestu umsátrið.

Björn, það sjá það fleiri en við, en þora ekki að segja það upphátt af ótta við reiði Samfylkingarpöpulsins;)

Rikko, taktu þér tak og reyndu að sjá hlutina í réttu ljósi!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.6.2010 kl. 17:37

14 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þetta er einhver fyndnasta bloggfærsla sem ég hef lesið. Þú ert örugglega að grínast ekki satt.

Sigurður Sigurðsson, 20.6.2010 kl. 02:18

15 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigurður, grín er hugtak sem síðuhaldari þekkir ekki.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.6.2010 kl. 06:11

16 Smámynd: Björn Birgisson

Einu sinni var kerling í Dölunum. Hún gaf sig að ógæfumanni til skrafs. Eitthvað misskildi hann kerlinguna og tók að hneppa frá sér. Nei, nei ekki gera þetta, þú hefur alveg misskilið mig öfugt!

Ert þú skyldur þessari kerlingu Heimir minn? Margt bendir til þess.

Björn Birgisson, 20.6.2010 kl. 21:04

17 Smámynd: Björn Birgisson

Reyndar ósanngjörn spurning, þar sem ég hef ekki nafn konunnar! Taktu þó viljann fyrir verkið!

Björn Birgisson, 20.6.2010 kl. 21:06

18 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég man ekki eftir þessari konu, enda bara dalamaður að langfeðgatali, en sagan er góð:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.6.2010 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband