Gunni leitar ráða hjá Björk

Gunnar Hjálmarsson er nýr stjórnarformaður Strætó bs. Margir töldu alveg víst að Björk Vilhelmsdóttir fengi það hlutverk. Einkum vegna þess að sem stjórnarformaður á árum áður tókst henni að klúðra svo almenningssamgöngum í Reykjavík, að þær hafa ekki verið svipur hjá sjón síðan.

Björk tókst að koma nær algerlega í veg fyrir að eldri borgarar gætu notað vagnana, enda átti ekki að eltast við minnihlutahópa eins og hún sagði og hafði líklega eftir Einari sjálfmenntuðum almenningagangnasérfræðingi, sem hún keypti dýrum dómum. Þá tók Björk það sérstaklega fram að eldri borgarar væru ekki nema 4-5% af viðskiptavinum Strætó og því ekki þess virði að stoppa fyrir þá. 

Þá fannst þeim Einari og Björk bráð nauðsynlegt að sem flestar leiðir Strætó ækju upp og niður Hverfisgötuna og vestur á Melatorg. Líklega vegna þess að þyngja þyrfti umferðina í miðbæ Reykjavíkur.

Margt annað nýnæmi tóku þau upp, sem fólk hlær að enn þann dag í dag.


mbl.is Dr. Gunni formaður Strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Hvað finnst þér hafi verið gert gott í málefnum strætó í gegnum árin og hvað leggur þú til að ætti að gera til að efla strætó til góðs fyrir íbúa  ?

( Á þessum tímamótum, og til framtíðar )

Morten Lange, 15.6.2010 kl. 22:14

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hin síðari ár hefur þjónustu Strætó hrakað mjög. Eldri borgarar og allir sem minna mega sín hafa sína sorgarsögu að segja um þjónustuskortinn. Ég mun ekki fara nánar út í þá raunasögu í stuttri athugasemd.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.6.2010 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband