Innihald kjörkassanna í haust mun ekki ljúga

Bæði Samfylkingin og Vinstrihreyfingin ætla að vera með flokkráðsfund sömu helgina og Sjálfstæðisflokkurinn heldur sinn landsfund.

Báðir ríkisstjórnarflokkarnir skynja þann gífurlega meðbyr sem Sjálfsstæðisflokkurinn hefur núna og óttast þá athygli sem landsfundurinn dregur að flokknum.

Hallærisráð velferðarstjórnarflokkanna að norrænni fyrirmynd er því að reyna að bregða fæti fyrir þann stóra og sterka sem þeir óttast og freista þess að ná  athygli  líka, þótt á annan hátt sé. Athyglin mun beinast að innanflokksátökum þeirra og glataðri ríkisstjórn.

Norrænu velferðarfréttastofurnar við Skaftahlíð og Efstaleiti munu gera sitt til að beina athyglinni að Steingrími og garminum henni Jóhönnu.

Innihald kjörkassanna í haust mun ekki ljúga. 


mbl.is Boða til flokksráðsfunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svona, svona Heimir, hvaða minnimáttarkennd er í gangi. Ekki er hann rismikill Sjálfstæðisflokkurinn ef jafn aumir flokkar, og þið sjallar lýsið Samfylkingu og VG, ná að skyggja á indið eina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.6.2010 kl. 13:41

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eins og þú veist, Axel þá slaga þessir tveir flokkar hátt í fylgi Sjálfstæðisflokksins ef þeir leggja saman, því munu þeir draga óneitanlega athygli að sér, ekki síst þegar tekið er tillit til stjórnunar þeirra á velferðarfréttastofunum. Eins og þú veist líka á Jón Ásgeir ekki bara Samfylkingu jafnaðarmanna, heldur á hann tvo af öflugustu fréttamiðlum landsins. Fréttastofur RÚV sér svo Óðinn Jónsson um með fulltingi Páls Magnússonar, síðustu þulunnar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.6.2010 kl. 16:38

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það verður sem sagt að stöðva allt á landinu meðan flokkurinn fundar, svo fjölmiðlar JÁJ hafi ekki um annað að fjalla. Þú getur treyst því að Mogginn lætur ekki plata sig til að fjalla um annað en það sem máli skiptir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.6.2010 kl. 09:59

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Axel, þú veist vel að flokkarnir hafa tekið tillit til hver annars þegar um stóra fundi er að ræða. Þú veist líka að pólitíkin er hefnigjörn og þeim á ekki eftir að veitast auðvelt að halda stóra fundi eftir þetta og baða sig einir í sviðsljósinu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.6.2010 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband