Vagnstjóri svarar Sóleyju Tómasdóttur.

Ég er ekki allkostar sammála þér Sóley. Núverandi stjórn Strætós bs. er mikill vandi á höndum að vinna sér aftur traust meðal almennings og endurheimta þá viðskitavini sem yfirgáfu okkur vegna þeirra leiðu mistaka sem leiðakerfisbreytingin var 2005. Þá var breytt breytinganna vegna og algerlega þvert á heilbrigða hugsun. Vögnunum var beint frá fólki/viðskiptavinum og sátu eldri borgarar víða um borgina eftir með sárt ennið og háa leigubílareikninga. Formaður stjórnar þá, Björk Vilhelmsdóttir sagði aðspurð: "að leiðakerfið væri ekki gert fyrir sérhópa, enda væru eldri borgarar ekki nema 4-5% af viðskiptavinum félagsins".
Mikið álag hefur verið á starfsmönnum Strætós að svara fyrir alla þessa vitleysu sem viðgengist hefur síðan kerfisbreytingin var gerð 2005 og hafa jafnframt þurft að taka á sig kjaraskerðingu á síðasta ári. Það er að segja að samið var um hærri laun, en jafnharðan var ráðist á samninga vagnstjóra og þær breytingar gerðar á vaktafyrirkomulagi að um 20% hækkun varð að engu.
Þetta er lítið brot af því sem mér liggur á hjarta varðandi starfsemi Strætó bs. eftir afskipti R-listans 2005.
Nú hefur Kópavogur stjórnarformennskuna og aðrir en Reykvíkingar munu hafa stjórnarformennskuna á hendi næstu rúmlega 11 árin. Það er líka verk R-listans. Hugsið ykkur. Nágrannasveitarfélögin sex munu hafa stjórnarformennsku á hendi næst ellefu árin, en við Reykvíkingar greiðum 70% af útgjöldunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband