Alþingi setur ofan

Það er mál margra að núverandi Alþingi sé það verst skipaða í áratugi. Málpípur formanna ríkisstjórnarflokkanna bulla og blaðra í þeirri von að ná augum og eyrum flokksforystunnar til nýrra vegtylla.

Allt þetta grátbroslega brölt þeirra er til þess eins að spilla fyrir virðingu Alþingis og er því fjötur um fót.

Það er mál manna að Steingrímur J. ráði stundum ekkert við brúðuna sem vill ráða sér sjálf og afþakkar að búktalarinn tali alltaf fyrir sig. 


mbl.is Þurfti að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

"Óli Björn Kárason krafðist þess af forseta að hann ávítti þingmanninn. „Ef ekki þá er búið að setja hér algerlega nýja staðla í fundarsköpum og ræðulist hér á þingi. Ég krefst þess að það verði gert nú þegar," sagði Óli Björn. „Skömm þín er mikil, kanntu virkilega ekki að skammast þín?" spurði hann Björn Val." Beinskeittur nýi þingmaðurinn.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 10.6.2010 kl. 21:21

2 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Eru engin takmörg fyrir lágkúru Alþingismann á Íslandi. Hvort sem viðkomandi heitir Sigurður Kár eða Björn Valur eða eitthvað annað þá er greinilegt að málefni skipta þetta fólk engu máli heldur hitt að troða skóinn hvort af öðru, ía að Gróusökum og tala um allt annað en það sem landi og þjóð er til gagns og sóma.  Tók þetta fólk ekki eftir því sem gerðis í sveitarstjórnakostningunum? Þetta ólk er að grafa eigin gröf og úrslit næstu alþingiskosnina verðu endurtekning á því sem gerðist í sveitarstjórnarkostningum í Reykjavík, Akureyri og fleiri sveitarfélögum.  Ég er farinn að trúa því sem Bjarni heitinn Benedikstsson sagði á sínum tíma, að því verr sem alþingismenn eru launaðir því meiri líkur til að til þeirra starfa veljist fólk sem hefur sýnt það og sannað að það hefur getur aflað sér tekna með dugnaði sínum og manndómi. Einnig má í því sambandi minnast orða Plató, að ekki verð vel stjórnað fyrr en þeir stjórna sem ekki vilja stjórna.

Tómas H Sveinsson, 11.6.2010 kl. 12:38

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég er nú ekki svo sannfærður um það að þetta "upphlaup"  Björns Vals, hafi verið, "brúðustjóranum" á móti skapi. Þetta var annað "upphlaup" Björns um sama mál, þ.e. "ofurstyrkir" Fl- group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins. Mál sem löngu er upplýst og er í því ferli sem ákveðið var að setja það í.  Fyrra upphlaupið varð þegar að þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfðu "saumað" að forsætisráðherra, vegna launamála Seðlabankastjóra og var upphlaupið fyrst og fremst hugsað til þess að gera lítið úr þeim sem vilja fá hið sanna fram í málinu.  Briglsinn á Sigurð Kára, voru á sama hátt, tilraun til þess að gera eftirfylgni hans fyrir því að Forsætisráðherra, segi sannleikann.

 Vera má að einhver spyrji, af hverju er það þá þingmaður úr flokki forsætisráðherra, sem stendur fyrir "upphlaupinu"? Svarið gæti verið eitthvað á þá leið, að sé litið til ársins 2006, árið áður en ný lög um fjármál stjórnmálaflokka, þáði Samfylkingin, fimm sinnum hærri styrki, en árið áður.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.6.2010 kl. 13:20

4 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Mér finnst mál til komið að alþingismenn fari að snúa sér að landsmálum í stað þess að velta sér uppúr margra ára spillingu hvers annars. Svo er bara að sjá til þess að Besti, Næstbesti og Þriðjibesti flokurinn fari á þing við næstu kostningar og hinir spilltu fari á þær atvinnuleysisbætur sem þeir hafa ætlað öðrum.

Tómas H Sveinsson, 11.6.2010 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband