Jón hyggst leiða vængbrotinn Dag í forsæti borgarstjórnar

Mikil er ábyrgð Besta flokksins að vera kominn í afgerandi aðstöðu í stjórn Reykjavíkurborgar. Erfitt er að lesa það úr úrslitum kosninganna að vilji kjósenda standi til þess að Samfylkningin með vængbrotinn Dag verði í forystusveit.

Engan óraði fyrir því að Samfylkingin eins óvinsæl sem hún er yrði ekki bara við landsstjórn heldur líka höfuðborgarstjórn.

Hvernig gat Jón Gnarr lesið það úr ótvíræðum úrslitum kosninganna?

Ég spái því að þessi ráðstöfun Besta flokksins eigi eftir að reynast honum fjötur um fót. 


mbl.is Besti og Samfylking ræða saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Jón Gnarr og Besti flokkurinn, þrátt fyrir reynsluleysi í stjórnmálum, hefur eins og flest fólk, innsýn í mannlegt innræti. Besti flokkurinn, skynjar baráttu Dags, fyrir pólitísku lífi sínu og Besti flokkurinn veit að hann fær meira útúr samningaviðræðum, við flokk, sem "þarfnast" valdana.

Kristinn Karl Brynjarsson, 31.5.2010 kl. 18:54

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Óvinsældir Dags og & eiga eftir að færast yfir á Besta.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.6.2010 kl. 07:21

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Reiknar einhver í alvöru með því að Besti flokkurinn sé komin til að vera, eða ætlar Sjálfstæðisflokkurinn ekki að vinna "sitt" til baka? Eitthvað hefur borið á óánægju með fleiri en Dag, ef mig misminnir ekki.

Ætli þetta endi ekki með því að D og S fari saman, þá þarf að snúa við blaðinu og mæra Dag, það væri nú ljótan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.6.2010 kl. 12:50

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ástæðulaust að mæra Dag.

Gísli Marteinn á ekki lengur upp á pallborðið hjá mér, eins og ég studdi karlinn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.6.2010 kl. 20:11

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Svo bregðast krosstré sem önnur tré Heimir!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 1.6.2010 kl. 22:56

6 Smámynd: Rauða Ljónið

Ekki er það betra í Firðinum.

Samfylkingin í Hafnarfirði vill reyna að smala öllum köttum í Harnarfirði og fá  Vinstri-græna í bæjarstjórn, áður en farið verður að ræða um þjóðstjórnarfyrirkomulag.

Samkvæmt heimildum eru kattareigendur í Hafnafirði  óttaslegnir yfir heimilisköttum sínum og hver reynir nú að loka þá inna áður en þeir lenda í klóm Samfylkingarinnar

Brydduðu Vinstri-grænir upp á þeirri hugmynd, eftir að ljóst varð að kjörsókn var dræm í sveitarfélaginu og fullt af köttum .
Því þyrfti þá kattarsmölun að vera víðtæk og ekkert hverfi í firðinum yrði skilið eftir hvað sem kattareigendur sögðu.

8897 540 Ekki taka mig.

3423  540 Ekki mig heldur.

nr 6  dyr vi ekki heima 628499 Þið megi fá mig ég er alltaf í vímu.

Rauða Ljónið, 2.6.2010 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband