Styttingur og þarmakítti

Osturinn er hollari en brauðið segja vísindamenn núna. Mikið er ég feginn. Brauðið gerir ekkert annað en að kítta þarmana og vera þar til trafala. Það hindrar upptöku hollra efna úr öðrum fæðutegundum.

Osturinn inniheldur hinsvegar mikið prótein og góða fitu, sem hverjum er holl auk þess sem hann inniheldur mjólkursýrugerla af margvíslegu og mismunandi tagi eftir tegundum sem hjálpa þörmunum að halda jafnvægi á sýrustigi. Þá viðheldur hann hreinleika þarmanna.

Ostur hefur stundum verið kallaður styttingur í þeirri merkingu að hann stytti typpi karlmanna. Það á ekki við rök að styðjast. Húsmæður sem áttu marga karlmunna að metta sögðu drengjunum þetta á árum áður þegar þeir gerðust of frekir til ostsins því þá var hann tiltölulega dýr. Kæfan og margarínið voru hinsvegar ódýrara ofan á brauð. 


mbl.is Osturinn hollari en brauðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þegar kemur að osti og öðrum mjólkurvörum geri ég ekki ágreining við mjólkurfræðinginn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.5.2010 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband