Líkin í lest Sjálfstæðisflokksins

Það var vitað fyrir löngu að styrkjakóngar Sjálfstæðisflokksins yrðu dragbítur á gengi flokksins við sveitarstjórnarkosningar um allt land.

Þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Gísli Marteinn Baldursson tóku eigin hag fram yfir hagsmuni heildarinnar.

Hvarvetna sem borið var niður í umræðum um horfur Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum var bent á eigingirni þessara tveggja framagosa.

Það var sem sagt ekki nóg að hafa styrkjakónginn Gísla Baldur Marteinsson sem auk þess var á launum hjá mér og þér við nám erlendis, heldur vó hinn styrkjakóngurinn á landsvísu Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þáði tugi milljóna króna af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni ekki síður þungt.

Þessir tveir kumpánar skulda Sjálfstæðismönnum um land allt afsökunarbeiðni. Þótt að efast megi um að hægt sé að afsaka slíkt dómgreindarleysi sem þeir sýndu. 

 


mbl.is Besti flokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ætli Sjálfstæðismenn séu ekkert að skilja að þeir þurfa að gera allsherjarhreingerningu í flokknum. Það er ekki nóg að hreinsa styrkjamenn út. Það þarf að reka alla úr flokknum sem komu nálægt spillingu og líklegast alla sem hingað til hafa setið á þingi eða verið ráðherrar. Þeir eru allir með "lík í lestinni"....og ef einhver fyndist sem ekki væri það, yrði viðkomandi að hverfa bara til vonar og vara...það er ekki bara þessum tveimur mönnum að kenna að flokkurinn hrundi...

Óskar Arnórsson, 30.5.2010 kl. 08:32

2 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Mikið er ég þér sammála með þá Guðlaug og Gísla Martein. Þeir hugsa ekki fyrir heildina... þetta er eigingirni á hæsta stigi.

Birgir Viðar Halldórsson, 30.5.2010 kl. 09:25

3 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Er þetta ekki sjálfgræðisflokkurinn í hnotskurn? Það hefði Davíð sagt meðan hann var skemmtilegur.

Gísli Sigurðsson, 30.5.2010 kl. 09:58

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heimir hittir naglann á höfuðið eins og svo oft áður. Margir krossuðu við D en strikuðu Gísla Martein út. Margir hreinlega slepptu því að krossa við D vegna þess að Gísli er á listanum. Hann er dragbítur á flokkinn.

Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 10:17

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hagur heildarinnar var fyrir borð borinn og úrslitin eftir bókinni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.5.2010 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband