" handhafi þessi aumingjaskírteinis er ekki greiðslufær sökum eymdar og aumingjaskapar, vinsamlegast hleypið honum frítt inn".

Jón Gnarr, eini maðurinn sem hefur aðdráttarafl fyrir Besta flokkinn er greinilega aumingja góður maður. Hann vill að við aumingjarnir fáum frítt í strætó og sund og jafnvel vill hann koma frekar til móts við okkur ekki ef heldur þegar hann kemst í þá aðstöðu.

Fyrir okkur sem höfum misst heilsuna, sem við endurheimtum ekki og köllumst öryrkjar af öllum nema Jóni Gnarr sem kallar okkur aumingja, er það mikils virði að svo aumingjagóður maður komist í valdaaðstöðu.

Hann mun að líkindum byrja á að hygla vinum og vandamönnum eins og hann hefur boðað, en ég er viss um að hann mun efna kosningaloforð sitt um að umbuna okkur aumingjunum.

Það verður auðvitað sárt að framvísa skírteini frá Jóni Gnarr borgarstjóra í strætó og á sundstöðum borgarinnar sem á stendur: " handhafi þessi aumingjaskírteinis er ekki greiðslufær sökum eymdar og aumingjaskapar, vinsamlegast hleypið honum frítt inn". 


mbl.is „Fyllist von fyrir hönd borgarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Já Heimir ! Það er staðreynd , þú ert ansi góður í blogginu , þegar þú skrifar um eitthvað ANNAÐ en pólitík .

Hörður B Hjartarson, 26.5.2010 kl. 18:55

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hörður, þakka hrósið. Finnst þér þetta blogg léleg pólitík?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.5.2010 kl. 20:51

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Í það minnsta , þá fynnst mér það þarfaverk að fella niður ýmiss gjöld í þjóðfélaginu og mjókka þar með muninn milli manna hvað fjármuni varðar , já ég er vanur að segja hlutina umbúðalaust og það er einörð skoðun mín að þér tekst ekki vel upp í blogginu er þú skrifar um pólitík - kannske er það vegna allt annars álits míns en þíns , hvað pólitík varðar , en oft náum við saman sérstaklega hvað útrásarvíkingana varðar , nema ég held þú aðhyllist ekki hár- og andlitsþvottinn sem ég vil veita þeim í gapastokkunum og þú ert efalaust langt því fráað vera einn um það .

Hörður B Hjartarson, 26.5.2010 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband