Fólk á hröðum flótta frá Arion banka

Það er til mikillar fyrirmyndar að hópur starfsmanna Arion banka skuli að eigin frumkvæði kynna sér skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Af skýrslunni má draga margvíslegan lærdóm, sem býður fjármálastofnunum upp á fágæt tækifæri til að endurtaka ekki mistök liðinna ára.

Hvernig Arion banki hefur hagað málum gagnvart Högum og leyft fyrrum eiganda að sitja í forsæti stjórnar og beina viðskiptum þessarar stærstu fyrirtækjasamsteypu í matvöruverslun o.fl. við einkafyrirtæki fjölskyldunnar 365 miðla, getur ekki talist til fyrirmyndar.

Sú gjörð Arion banka er ekki til þess fallin að auka virðingu og tiltrú almennings að hugarfarsbreyting hafi orðið.

Arion banki mun verða þess var í flótta viðskiptavina frá bankanum. 


mbl.is Tækifæri til að læra af fortíðinni aldrei betri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég get ekki heyrt að Arion (Kaupþing) banki sé hátt skrifaður á Suðurnesjum. Hér hefur hann samt haft útibú síðustu ár. Svo sennilega er ekki af háum stalli að falla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.5.2010 kl. 19:26

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

það heyrist víða að flótti standi yfir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.5.2010 kl. 19:42

3 Smámynd: Hlynur Jörundsson

Siðfræði í banka með huldu eignarhaldi og enn í milljarða gróða meða fólk missir húsin og er gert að skuldaþrælum ?

Kunnið þið annan góðann ?

Hlynur Jörundsson, 20.5.2010 kl. 20:09

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það slær enginn þessum við;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.5.2010 kl. 20:13

5 Smámynd: Hlynur Jörundsson

Það fyndna er að líklega er Deuthsce Bank einn af stærstu eigendunum þrátt fyrir að hann hafi verið í samkrullinu í Holly Beach og Trentvis varðandi fléttuna sem færði honum víst 10 m Euro í þóknun og hundruðir í endurgreyðslur þegar Kaupþing var í skuldatryggingarleiknum með offshore fyrirtækjunum og stjórn gamla Kaupþings. Persónulega hélt ég að slíkur málamyndargerningur fallandi banka til að hygla einum kröfuhafa á kostnað annarra væri ekki löglegur. Væntanlega hafa gögn varðandi slíkt fylgt gögnum um pappírstígrana frá fjármálaeftirlitinu á Jómfrúareyjum og endað í höndum sérstaks saksóknara. En á hinn bóginn þá er komið upp svo miklar upplýsingar um ótrúlega spillingu og rugl að maður gæti verið farinn að rugla þessu öllu saman.

Hlynur Jörundsson, 20.5.2010 kl. 20:16

6 Smámynd: Hlynur Jörundsson

Kannski eru hlutir ekki eins og menn vilja vera láta. Kannski er enn í dag verið að slá ryki í augum mörlandans. Við erum jú svo afskaplega trúgjörn.

Hlynur Jörundsson, 20.5.2010 kl. 20:20

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mikið er ég hræddur um að þeir hugsi og segi ennþá " fólk er fífl ".

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.5.2010 kl. 20:36

8 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Þeir mega hugsa og segja  hvað sem þeir vilja , en hvað eru ráðamenn þessa banka annað en fífl , að skíra bankann erlendu nafni - eftir það sem á  þjóðina hafði dunið , eða er eitthvað að Búnaðarbankanafninu - kannske of gott .

Hörður B Hjartarson, 20.5.2010 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband