13.5.2010 | 11:14
Félagarnir í helstu fréttamiðlum heims
Þorvaldur Gylfason skrifar kostulega grein í Fréttablaðið í dag og JÁ er í The Times. Þorvaldur skrifar eins og engin sé fréttin af húsbónda hans í heimspressunni, en reynir einn ganginn enn að koma höggi á Davíð Oddsson að hætti Samfylkingar jafnaðarmanna:
"Nú í dag, fimmtudaginn 13. maí, fékk Þorvaldur hins vegar gott tækifæri til að sýna að hann léti hagsmunatengsl þrátt fyrir allt ekki stjórna sér. Komið var að vikulegri birtingu greinar hans í Fréttablaðinu. Öll þjóðin er agndofa yfir gerðum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem lesa má um í stefnu Glitnis á hendur honum í New York, en sú stefna er byggð á viðamikilli rannsóknarvinnu Kroll-fyrirtækisins sem sérhæfir sig í fjársvikum og leit að földu fjármagni.
En hvað gerði Þorvaldur Gylfason? Hann skrifaði langloku um að skipta þyrfti um dómara í Hæstarétti og héraðsdómi því að þeir hefðu margir verið skipaðir í stjórnartíð Davíðs Oddssonar!
Ekki orð um það að Jón Ásgeir tæmdi Glitni samkvæmt skýrslu Kroll! Ekki orð um hvernig hann og félagar hans stofnuðu gervifyrirtæki til að útvega sér lánsfjármagn! Ekki orð um að Jón Ásgeir neitaði að upplýsa hvaðan hann fengi milljarð til að leggja í 365-miðla! Ekki orð um að Pálmi í Fons lagði milljarð inn á einkareikning Jóns Ásgeirs fyrir hrun! Ekki orð um að Jón Ásgeir þeysti um á lystisnekkjum og einkaþotum á meðan hann kom mörgum Íslendingum á vonarvöl!"
Svo hvísla smáfuglar amx.is í dag.
Jón Ásgeir í The Times | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Haha! Hann má semsagt ekki tala um neitt annað en Jón Ásgeir? Er ekki eitthvað um þröngsýni í biblíunni?
Svo vill til að hann hefur rétt fyrir sér um dómara í hæstarétti.
Svo vill til að hæstiréttur er að taka fyrir mál sem skipta almenning meira máli beint en að henda Jóni Ásgeiri í fangelsi og mikilvægt að huga að því að hæstaréttardómarar séu ekki hallir undir þá hagsmunahópa sem manna sjálfstæðisflokkinn heldur hlutlausir þjónar réttlætisins. Ekkert sem Davíð Oddsson kom nærri því að móta var réttlátt eða sanngjarnt og hvað þá hlutlaust. Jón Ásgeir er hugmyndafræðilega séð barnið hans Davíðs. Draumadrengurinn sem stakk pabba sinn, djöfulinn sjálfan, í bakið.
Rúnar Þór Þórarinsson, 13.5.2010 kl. 12:51
Rúnar Þór, það er erfitt að kyngja svona staðhæfingum, en þær virðast fara þér vel;)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.5.2010 kl. 13:13
Góðir punktar hjá þér, Heimir. Verðum vð ekki að gera ráð fyrir að prófessorinn sé vægast sagt sjóndapur á öðru auga eða kannski er þetta bara það sem kallað er " to turn the blind eye".... En í sjálfu sér er marklaust að lesa áróðursgreinar dagblaðanna, og þá er sama hvort um er að ræð Fréttablaðið eða Morgunblaðið. Þau einkennast bæði af einkahagsmunum og það er í raun móðgun við þjóðna að bjóa henni upp á þessi blöð með eignarhald og ritstjórn er á höndum þeirra aðila sem stýra þessum blöðum í dag. Maður kaupir moggann tilað fylgjast með dánarfregnum og jarðarförum og til að lesa minningargreinar en Fréttablaðinu er troðið inn um bréflúguna hjá manni hvort sem manni líkar betur eða verr. Jú maður lítur yfir írþóttfréttir og sjónvarpsdagskána kannski svona annað slagið..... Vonandi á þetta þó eftir að breytast í tímans rás og kannski fáum við einhvern tíma afur að sjá alvöru dagblöð með viðeigandi sunnudagsblaði meira að segja líka....
Ómar Bjarki Smárason, 13.5.2010 kl. 20:35
Já blað sem kemur á laugardagskvöldum eins og ég þekkti sem umboðsmaður MBL í áraraðir!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.5.2010 kl. 20:45
Ég byrja alltaf núna á Staksteinum sem koma mér í gott skap, allavega betra;)
Síðan les ég íþróttafréttirnar, en þar ber Mogginn af öðrum miðlum. Svo eru það ítarfréttirnar um það sem ljósvakamiðlarnir hafa tæpt á.
Get bara ekki án Moggans verið. Geymi mér Sunnudagsmoggann sem kemur með laugardagsblaðinu og gríp hann svo á sunnudagsmorgni;)
Kemur Fréttablaðið út alla daga?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.5.2010 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.