11.5.2010 | 11:55
Sheikh Al-Thani og Þorvaldur Gylfason
Freyr Einarsson nýr fréttastjóri Stöðvar 2 er manna líklegastur til að segja frá tenginum Þorvaldar Gylfasonar launaðs fulltrúa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins hér á landi við sheikh Al-Thani í Qatar.
Þorvaldur Gylfason hefur þegið 5 milljónir af Fréttablaðinu, einhver ósköp frá AGS og hefur hann haft eitthvað upp úr krafsinu frá Al-Thani?
Smáguglar amx.is eru mér kærir eins og allir sem minna mega sín í þjóðfélagi sukks og svínarís. Enduróma ég hvísl þeirra með ánægju:
"Smáfuglarnir sjá að Egill Helgason hefur ekki brugðist við þeim málum sem upp eru komin um Þorvald Gylfason. Þykir það nokkuð skrýtið í ljósi þess að Egill hefur verið duglegastur fjölmiðlamanna að víkja til hliðar í þætti sínum Silfri Egils og gef Þorvaldi orðið. Smáfuglarnir velta fyrir sér hvort þetta sé aðferð Egils, að þegja um ótrúlegar staðreyndir um þá sem hann fær í þætti sína hvað eftir annað. Eiga áhorfendur hans ekki heimtingu á því að vita hið rétta um þá sem kynntir eru sem helgir menn í þætti Egils?
Smáfuglarnir tóku saman fimm punkta sem Egill gæti velt fyrir sér um leið og hann bókar útsendingartíma fyrir Þorvald.
- Komið hefur í ljós að Þorvaldur hefur um árabil þegið laun frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á sama tíma og hann var einn fárra Íslendinga sem taldi nauðsynlegt að fá sjóðinn að málum hérlendis eftir bankahrun. Um launin upplýsti Þorvaldur aldrei.
- Þorvaldur greiddi að öllum líkindum aldrei skatta af launagreiðslum sínum frá AGS og notfærði sér þar eflaust þá reglu að starfsmenn alþjóðastofnana séu undanþegnir skatti. Þorvaldur hefur talað fyrir hækkun skatta á Íslandi. Aldrei nefndi hann að hann greiddi þá ekki sjálfur.
- Baugur hefur í gegnum fjölmiðla sína greitt Þorvaldi yfir 5 milljónir frá því að hann skrifaði varnargrein fyrir Baug árið 2005. Þorvaldur hefur aldrei fjallað um mál Baugs eða fyrirtækja honum tengd. Um launagreiðslurnar frá Baugsmiðlunum hefur Þorvaldur aldrei upplýst.
- Al-Thani fjölskyldan bauð Þorvaldi til Qatar í febrúar 2010 þar sem hann talaði á ráðstefnu ásamt Sheikh Al-Thani. Var ráðstefnan haldin á einu flottasta hóteli í Qatar. Þorvaldur hefur notað stór orð um bankahrunið og þá sem að því komu. Samt hikar hann ekki við að þyggja boð Al-Thani fjölskyldunnar sem er í brennidepli í stærsta svikamáli tengdu hruninu.
- Þorvaldur hefur brotið siðareglur Háskóla Íslands með margvíslegum hætti eins og bent hefur verið á. Hann hefur ekki upplýst um hagsmunatengsl sín eða leiðrétt augljósar villur í rannsóknum sínum, t.d. það að hann studdist við rannsókn ríkisskattstjóra sem aldrei var gerð.
Ætlar Egill Helgason að þegja áfram um mál Þorvaldar Gylfasonar? Veit Egill ekki að þögn hans er æpandi og eina leiðin til að lækka hávaðann er að bregðast við."
Tekur tímabundið við af Óskari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Egill er forhertur í sínum hlutleysisbrotum og mun yppta öxlum með ánægjuglotti. En þessi upptalning er hrikaleg. Ég hef spjallað við Þorvald og hann er þægilegur maður og háttvís í viðkynningu. Þjóðmálavafstur hans tekur þó út yfir allan þjófabálk. Þar hefur hann því miður látið stýrast af skefjalausri afbrýðissemi í garð Davíðs Oddssonar. Allt annað, þar með talin heilbrigð skynsemi, hefur mátt víkja fyrir þessari afbrýðissemi.
Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 12:35
Egill yppir öxlum, en gerir Þorvaldur það?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.5.2010 kl. 13:00
Vinstri mennska = Siðleysi
Baldur Hermannsson, 11.5.2010 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.