Stjórn svika

Breytingar á stjórnarráðinu. Það er aðalfrétt eftir vinnufund ríkisstjórnarinnar á sunnudagskvöldi. Margir héldu að um neyðarástand væri að ræða. Það var þá ástæða til að boða til neyðarfundar!

Það líður varla sá dagur að ráðherrar ráði sér ekki aðstoðarmann, aðstoðarmann aðstoðarmanns, eða fjölmiðlafulltrúa.

Aldrei eru þessar stöður auglýstar.

Stjórnarflokkarnir predikuðu fyrir rúmu ári síðan að allt ætti að vera opið og gegnsætt. Allt á borðum uppi. 

Líklega hafa engir stjórnmálaflokkar svikið jafn mörg kosningaloforð og þessir tveir. Sú staðreynd mun fylgja þeim um ókomin ár. 


mbl.is „Breytingar eru í farvatninu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Guðmundsson

Forsætisráðherra er með aðstoðarmann sem gerir lítið annað en að hanga á Face Book allan daginn. Væri það ekki þjóðráð að byrja á því að hreinsa út svona ónytjunga?

Axel Guðmundsson, 10.5.2010 kl. 09:02

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Langur sunnudagsfundur hjá þeim..Enginn fæst til að yfirgefa sætin sín;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 10.5.2010 kl. 09:22

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Held nú að loforð Geirs Hilmars og Þorgerðar um trausta efnahagsstjórnun sé stærsta kosningaloforð mannkynssögunnar ef litið er til efnda....en vissulega eru þau hálf kindarleg með þessa Einara Karla og Hrannara Barna blessunirnar...

Einhver Ágúst, 10.5.2010 kl. 10:15

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Vandamálið er kannski það að annar flokkurinn í þessari "hreinu vinstristjórn" er ekki "vinstri" flokkur.

Samfylkingin er í besta falli miðjuflokkur, með daðri til hægri eða vinstri, eftir því hvernig blæs hverju sinni.

Núna þegar að stjórnin fer að sigla í ársafmælið, sem meirihlutastjórn, er farið að renna tvær, ef ekki fleiri grímur á ýmsa flokksmenn beggja flokka.

Það sem að flokkarnir töldu í upphafi vera "ásættanlegan" fórnarkostnað, eða öllu heldur afsláttur á stefnumálum og prinsippum, skellur núna beint í andlit þeirra, eins og "boomerang".

Með öðrum orðum: "Tími pólitískra frasa og upphrópana er löngu liðinn og löngu kominn tími til þess að framkvæma. Gallinn er bara sá flokkar eða fólk, sem að ganga í sitthvora áttina, er alla jafna ekki samferða.

Kristinn Karl Brynjarsson, 10.5.2010 kl. 10:31

5 Smámynd: corvus corax

Einkavinavæðing núverandi ríkisstjórnar er yfirþyrmandi viðbjóður eins og fjölmörg dæmi sýna og ekki er allt búið ennþá. Um næstu áramót verða sameinaðar ríkisstofnanir eins og Tryggingastofnun, Vinnumálastofnun og Vinnueftirlitið. Og tilgangurinn? Jú, hann er augljós. Árni Páll Árnason ráðherra er búinn að lofa vini sínum Runólfi Ágústssyni forstjórastöðunni yfir nýrri sameinaðri stofnun og það er eins augljóst og nokkuð getur verið. Það skiptir engu máli hverjir munu sækja um forstjórastöðuna, það er búið að lofa einkavini henni.

corvus corax, 10.5.2010 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband