Ómenningin fær að njóta sín óáreitt

Það er ekki skrítið að íbúar miðborgarinnar séu að missa þolinmæðina vegna ófremdarástandsins þar um helgar. Það gerist á fjögurra ára fresti síðan R-listinn kom núverandi ástandi á.

Umgengnin er ótrúleg. Fyrir utan marga skemmtistaðina gerir fólk sér að leik að brjóta glös og flöskur, eins og t.d. fyrir utan Prikið og enginn gerir athugasemdir við það. Bílar aka yfir glerbrotin og skemma dekkin og fólkið sparkar glerbrotunum sín á milli.

Margir selja skyndibita fram á rauða morgun í miðborginni. Matarafgöngum og umbúðum er fleygt á staðnum og enginn amast við því heldur.

Borgarstarfsmenn mæta um sex að morgni og hefja hreinsun. Oft við erfiðar aðstæður því fólk er enn á rangli oft illa á sig komið.

Ég hef oft undrast að eigendur skemmti- og snæðingsstaða skuli ekki þurfa að þrífa eftir viðskiptavini sína.

Ómenningin fær að njóta sín óáreitt. 


mbl.is Óbærilegur hávaði um nætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Reykjavík var falleg og snyrtileg borg áður en R-listinn komst til valda. Ingibjörg Sólrún gerði miðborgina að ógnvekjandi skuggahverfi, hæli róna og ofbeldismanna þar sem enginn er óhultur. Handaverka Sollu sér víða stað, því miður.

Baldur Hermannsson, 6.5.2010 kl. 14:21

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Vinstri vansældin sá ljós í Ingibjörgu Sólrúnu sem þau héldu að gæti keppt Davíð. Hvenær kertistýra haft roð við sólinni?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.5.2010 kl. 15:14

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ertu ekki of ákafur í hrifningu þinni á Ingibjörgu Sólrúnu, Heimir? Sleppir bara úr orðum.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.5.2010 kl. 15:25

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Takk, fer betur á að lesa yfir áður en sent er:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.5.2010 kl. 15:45

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hann hljóp svo hratt með fótunum að skrokkurinn sat eftir hehehe.

Baldur Hermannsson, 6.5.2010 kl. 21:16

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

:-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.5.2010 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband