Til hamingju Stefán Arnarson

Stefán Arnarson þjálfari meistaraflokks Vals hefur svo sannarlega sett nafn sitt á spjöld Valssögunnar. 

Það er eftirtektarvert að þegar hungur Vals eftir meistaratitlum er orðið óbærilegt, leita þeir til KR-inga með þjálfara.

Willum Þór gerði karlana að meisturum í fótboltanum og Stefán Arnarson kippti stelpunum í hóp þeirra bestu.

Til hamingju KR-ingar með velheppnaða þróunaraðstoð 


mbl.is Valur Íslandsmeistari eftir 27 ára bið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Kannast þú nokkuð við nafnið Atli Eðvaldsson?

Hamarinn, 25.4.2010 kl. 23:29

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég gleymi því ekki á Hlíðarenda þegar Atli var nýkominn í Stórveldið og við tókum Val 9-1 að Atli gaf boltann á Valsmann af yfirveguðu ráði, rétt fyrir utan vítateig Stórveldisins, sem síðan setti hann inn. Þá var staðan 4-0 að mig minnir. Hann af örlæti sínu rétti minnimáttar aðstoð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.4.2010 kl. 10:15

3 Smámynd: Hamarinn

Hvað heitir nú aftur þjálfarinn sem gerði KR-inga að meisturum eftir 27 ára bið?????????

Hamarinn, 26.4.2010 kl. 17:51

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Árin voru 31, ekkert félag hefur samt orðið jafnoft Íslandsmeistarar!

Við gáfum þeim tækifæri í 31 ár, hugsaðu þér Hamar!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.4.2010 kl. 18:35

5 Smámynd: Hamarinn

Hvað heitir þjálfarinn?

Reyndar vann KR einn titil á þessum 31 ári gleymdu því ekki!!!!!

Hamarinn, 26.4.2010 kl. 18:59

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er nú hvorki langminnugur né naskur á nöfn, en getur verið að hann heiti Atli? Hann hefur verið gegnheill KR-ingur síðan hann var í okkar herbúðum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.4.2010 kl. 19:34

7 Smámynd: Hamarinn

Auðvitað var það valsmaðurinn Atli Eðvaldsson. Það má vel vera að hann hafi verið KR ingur þegar hann lék og þjálfaði KR. En lengst af lék hann með Val á Íslandi.Þannig að þróunaraðstoðin er á báða bóga, og er það ágætt.

En það er alltaf gaman að spyrja KRinga hvaða titill þetta var sem þeir unnu á þessum 31 ári.

Hamarinn, 26.4.2010 kl. 19:48

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það hlýtur að ver a gaman að eiga eina rós í hnappagatið Hamar!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.4.2010 kl. 20:02

9 Smámynd: Hamarinn

Já, sérstaklega þegar margir vinir og kunningjar eru KR-ingar.

Hamarinn, 26.4.2010 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband