Kominn tími til að Þorsteinn fái að lifa í friði

Þorsteinn Davíðsson á ekki sjö dagana sæla að vera sonur föður síns. Það má segja að sama hvaða starf hann hefði sótt um og fengið vegna hæfni sinnar og reynslu, hælbítarnir hefðu alltaf elt hann.

Það er kominn tími til að góður og heiðarlegur drengur fái frið. 


mbl.is Árni og ríkið bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sammála.

Helga Kristjánsdóttir, 24.4.2010 kl. 00:48

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fékk hann þetta starf út á hæfni Heimir? Voru fífl í matsnefndinni sem mátu alla hæfari en Þorstein og Árni Matt þá svona ofsaklár að sjá það sem öðrum var hulið?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2010 kl. 07:39

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Matsnefndin komst að þeirr niðurstöðu að sumir aðrir hefðu meiri starfsreynslu. Eins og þú veist Axel þá segir það ekki alla söguna. Árna bar ekki að fara að áliti nefndarinnar, en hann gat stuðst við álit hennar.

Ef þú værir að ráða framkvæmdastjóra að þínu fyrirtæki og fengir atvinnumiðlun til að ráðleggja þér. Þeir myndu mæla með Guðmundi vegna þess að hann hefur unnið hliðstæð störf í 35 ár. Á þeim tíma hefur hann ekki framast. Þorsteinn sem hefur ámóta menntun og Guðmundur en stoppaði lítt við í venjulegum störfum sem Guðmundur hafði gegnt í 35 ár, en tók að sér veigameiri verkefni þrátt fyrir ungan aldur.Þú þekkirhann af verkum sínum.

Þú þekkir hvernig hann af sanngirni bregst við erfiðum úrlausnarefnum og er drengur góður.

Guðmund þekkir þú ekki nema af afspurn og umsögn atvinnumiðlunar.

Valið stendur á milli þessara tveggja manna í framkvæmdastjórastöðu saltfiskverkunar í Grindavík í þinni eigu.

Hvorn velur þú Axel?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.4.2010 kl. 09:59

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held Heimir að aðalatriðið sé að treysta því fólki sem maður hefur ráðið í vinnu, ef ekki er til lítils að hafa það á launaskrá, hvort heldur eru fiskvinnslukonur eða ráðgjafar.

Ekki veit ég hversu vel þú þekkir Þorstein, Heimir. Ég tel að það sé verulega ofnotað þegar menn segjast þekkja þennan og hinn.

Ég er búinn að kynnast, vinna með og umgangast margt fólk um ævina. Ég held að þeir séu samt teljandi á fingrum annarrar handar, sem ég þekki til hlítar þegar frá er talin fjölskyldan.

Það er mikil vinna að kynnast einhverjum það vel að geta tekið ábyrgð á viðkomandi á öllum sviðum.

Alúðlegur, geðþekkur og ljúfur maður er ekki sjálfgefið prestefni eins og dæmin sýna. Í þeirri stétt, sem öðrum, hafa menn komist til æðstu metorða áður en ljóst varð að eplið var rotið þó fram að því hafi verið dáðst að fegurð og áferð eplisins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2010 kl. 14:36

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Axel, mikið rétt hjá þér, erfitt er að fullyrða um nokkurn mann. Þorsteinn Davíðsson hefur verið á milli tannanna á fólki, en enginn hefur getað bent á neitt misjafnt í hans fari. Ekki eitt einasta atriði. Það segir mér heilmikið um Þorstein sem ég er málkunnugur síðan ég var kaupmaður á horninu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.4.2010 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1031704

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband