Jón Ásgeir hæðist að Íslendingum

Jón Ásgeir Jóhannesson sagði erlendum félögum sínum oft sögur af heimsku landa sinna.  Þeir borði útrunnar vörur, ónýtt grænmeti og þar fram eftir götunum. Trúi öllu sem þeim er sagt. Bara ef það er í nafni lágs vöruverðs og hagræðingar. Á öllu hafi hann grætt. Það litrík lýsingin af flótta hans með bílinn sinn hér á landi sem ég sá á DV og tek traustataki:

"Fjárfestirinn Jón Ásgeir Jóhannesson fór nýverið á Range Rover-bifreið til að skoða gosið við Eyjafjallajökul. Leigði hann sér síðan þyrlu til að fljúga yfir gossvæðið. Range Rover-bifreiðin sem Jón Ásgeir kom á er nú í eigu fjölmiðlafyrirtækisins 365 en var í hans eigu í fimm daga. 
Samkvæmt heimildum DV hefur Jón Ásgeir bílinn enn til afnota en Ari Edwald, forstjóri 365, segir í samtali við DV að enn sé óráðið hvað gera eigi við Range Rover-bifreið 365. 

 jon____________jpg_610x400_q95.jpg

Jón Ásgeir Jóhannesson lét skrá Range Rover-bifreið í sinni eigu á fjölmiðlafyrirtækið 365 um síðustu mánaðamót. Hafði glæsibifreiðin þá einungis verið í eigu Jóns Ásgeirs í fimm daga. Bifreiðin er grár Range Rover árgerð 2005. Bíllinn virðist hafa flakkað á milli eigenda á síðustu árum.

Árið 2005 var bíllinn keyptur af Baugi Group. Í febrúar 2009 var bíllinn færður yfir á félagið Baugur Ísland. Mánuði síðar var bíllinn síðan færður yfir á Haga þar sem Baugur var farinn á hausinn. Í lok mars á þessu ári færði Jón Ásgeir bifreiðina frá Högum yfir á sjálfan sig en líkt og flestir vita ætlar Arion banki að selja Haga í opnu hlutafjárútboði. Ljóst er að umrædd Range Rover-bifreið verður ekki lengur í eigu félagsins þegar Hagar fara á markað. Sama dag og Jón Ásgeir færði bifreiðina yfir á sjálfan sig frá Högum seldi hann bifreiðina áfram til fjölmiðlafyrirtækisins 365 en eigendaskiptin tóku fimm daga að ganga í gegn.

Svo virðist sem Jón Ásgeir sé stöðugt að reyna að koma bílnum undan frá fyrirtækjum sínum þegar sigið hefur á ógæfuhliðina hjá þeim."

Það er enginn hissa á JÁ, en margir eru hissa á breytingunni á efnistökum DV;)


 


mbl.is Eignir Jóns Ásgeir og Hannesar kyrrsettar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Eru 365 miðlar búnir að snúa baki við eiganda sínum?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.4.2010 kl. 11:01

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alveg rétt, að það eina nýstárlega við þessa frásögn er hvar hún birtist.

Axel Jóhann Axelsson, 21.4.2010 kl. 11:04

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef þetta flakk á bílnum er til að skjóta honum undan, þá eru þannig gjörningar riftanlegir 2 ár aftur í tímann ef ég man rétt.

Svo á maður ekki að trúa öllu sem maður heyrir. Þótt ég sé tilbúinn til að trúa ýmsu um þessa karla, þá er sagan um raupið í Jóni erlendis ekki trúverðug.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.4.2010 kl. 11:12

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Silla, JÁ-miðlarnir eru margi og sterkir.

Axel fyrri, DV þarf að seljast.

Axel seinni, þessar sögur af JÁ hæðast að löndum sínum eru innlendar sagðar af mönnum úr sameiginlegum viðskiptum. Hef ekkert heyrt hvernig hann talar erlendis.

Jóhannes geislabaugur sagði t.d. um daginn ( ca. mánuður síðan) að tíu-ellefu stæðu undir sér sem eining. Því á ég bágt með að trúa. Þeir geta rekið þá keðju þó tapið sé eitthvert því Aðföng eru rekin með hagnaði.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.4.2010 kl. 11:29

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gæti ekki verið að tíu-ellefu stæði undir sér? Þar er allt tvöfalt dýrara en annarstaðar en samt versla einhverjir alltaf þar.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.4.2010 kl. 13:40

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þeir sem til þekkja, sölumenn, bílstjórar og fleiri halda því fram að flestar búðirnar séu reknar með tapi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.4.2010 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 1031708

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband