Mikil sök

Ef það er rétt að þremur vikum eftir að Þorgerður Katrín frétti af alvarlegri stöðu bankanna hafi Kristján stofnað ehf um skuldasúpuna og samband sé þar á milli, hefur hún gerst sek um glæp. Þá á hún ekki seturétt á Alþingi.
mbl.is Þorgerður stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Bankinn var í langan tíma búinn að neita honum um að setja þennan pakka inn í félagið -en að lokum var það samþykkt - Hann setti allt sparifé sitt frá handboltaárunum ( þegar hann var sómi Íslands og okkar mikla stolt ) í þessi viðskipti.

"Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá"

Er ekki rétt að fela honum mál Kristjáns og Þorgerðar líka ?

Hvert var annars brot Kristjáns? 

Ein spurning - hefði Kristján framið morð hefði Þorgerður þá átt að sitja inni?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.4.2010 kl. 21:56

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kristján var eins og aðrir bankamenn viti sínu fjær. Hann um það.

Þorgerður Katrín varaformaður okkar Sjálfstæðismanna sagði ósatt um vitneskju sína og gerði sig þar að auki seka um ófyrirgefanlega græðgi. Þú mátt vita það Ólafur að ég geri meiri kröfur til forystumanna Sjálfstæðisflokksins en svo að mér sé sama.

Kristján má gera hvaða bommertur sem hann kýs, en ekki á kostnað Sjálfstæðisflokksins.

Þakka þér fyrir biblíutilvitnunina, hún er góð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.4.2010 kl. 22:06

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

P.s. Ef Kristján hefði framið morð eins og þú spyrð svo smekklega og ÞG hefði hylmt yfir með lygum, þá auðvitað inn með hana.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.4.2010 kl. 22:07

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Minn ágæti Heimir - það sem ég átti við er það að KA lagði allt sitt í þetta fyrirtæki - hann vildi gera breytingar á umsýslu bréfa sinna LÖNGU áður - en bankinn sagði nei.

Hafi hann brotið lög ber að refsa fyrir það - Sigurður G rekur þátt Þorgerðar í grein sem kallaði á þvílikt fá af fúkyrðum og sóðaskap frá nafnleysingjum að mér ofbauð -

hann talaði m.a. um múgsefjun -

Ekki veit  ég hvernig ræður BB og ÞKG komu út á netinu - ég var á staðnum og það get ég sagt þér minn kæri að Þorgerður var stór - glæsileg - og bar það með sér að vera einn af þeim stjórnmálamönnum þjóðarinnar sem ber af -

árásirnar hafa verið svívirðilegar og náðu hámarki með aðför að heimili hennar - aðför skríls.

Ég hef ekki áhuga á að búa í þjóðfélagi sem líður slíkt.

Á sama tíma og þessi mál eru í gangi er ríkisstjórnin að skrifa svartasta kafla Íslandssögunnar - og enginn gerir neitt -

við erum farin að minna á Gyðingana sem var smalað saman í gasklefa - fangabúðir og hvað þetta hét allt - og enginn hreyfir legg né lið

NEMA STJÓRNARANDSTAÐAN SEM - MEÐ BJARNA -ÞORGERÐI - KRISTJÁN ÞÓR - GUÐLAUG ÞÓR OG ILLUGA Í BRODDI FYLKINGAR KOM Í VEG FYRIR (ÁSAMT INDEFENCE) Í VEG FYRIR LANDRÁÐASAMNINGANA.

Um að gera burt með fólkið sem kom í veg fyrir helsamning Svavars og ríkisstjórnarinnar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.4.2010 kl. 22:29

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ólafur, Sigurð G. las ég.

Þorgerður Katrín er leiftrandi klár og hæfur stjórnmálamaður, það verður aldrei af henni skafið. Gjörðir Kristjáns sem hún ber lagalega ábyrgð á voru óafsakanlegar.

Sanngjarn maður eins og þú sérð í hendi þér að það geta ekki gilt önnur lög yfir Kristján Arason, en aðra. Það eru þúsundir manna sem vildu geta sett skuldir sínar í einkahlutafélag til þess eins að láta gjaldfella þær og lýsa félagið síðan gjaldþrota. Svona hókus pókus leyfist ekki öllum. Það er meinið.

Þetta voru líka skuldir Þorgerðar Katrínar og við það get ég ekki unað sem Sjálfstæðismaður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.4.2010 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband