14.4.2010 | 10:14
Misboðið
Mér er sannarlega misboðið og engan veginn víst að ég taki afsökunarbeiðni BTB góða og gilda. Mér var gersamlega haldið utan við glauminn og peningabaðið og er þess vegna sár og svekktur og ekkert annað en fébætur og það myndarlegar getur sefað vanlíðan mína. Gerðu betur BTB, þú veist hvað þarf til að ég sættist við þig.
Björgólfur biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er fjarri því að mér finnist vera einlægni í þessari afsökunarbeiðni og að hugur fylgi máli. Björgólfur beið þar til hann vissi hve langt hann þyrfti að teygja sig, ekki er það merki um sanna iðrun. Hvað gerist núna, lækkar verðlag, lækka afborganir lána og eftirstöðvar, lækka skattarnir o.s.f.v.?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.4.2010 kl. 10:31
Tek undir þetta Heimir og Axel, þá á nú bara að handtaka strákinn til að byrja með.
sandkassi (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 10:39
Afsökunarbeiðnin er ryk.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.4.2010 kl. 10:58
Fyrirgefningin er ríkur þáttur í kristinni menningu og kannski sá mikilvægasti. Mér finnst hart að neita nokkrum manni um fyrirgefningu. Iðrun er þó partur af ferlinu og sanna iðrun sýna menn með verkum sínum. Er Björgólfur tilbúinn að bæta fyrir glópsku sína?
Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 11:19
Eftirfarandi var stolið af Vísi.is og bið ég þjóðina afsökunar á því.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.4.2010 kl. 11:26
Nei, hann getur skilað inn umboði til ráðstöfunnar á öllum sínum fjármálum, síðan getur hann beðist afsökunnar og ekki fyrr.
sandkassi (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 11:27
Gjörðir bankamanna eru óafsakanlegar. Að fyrirgefa þeim misgjörðir er annað mál og er víða tekið til skoðunar þessa dagana.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.4.2010 kl. 11:27
Það talar hver fyrir sig. Ég er nú ekki merkilegri pappír en svo að ég treystist ekki til að neita öðru fólki um fyrirgefningu. Það er annað með ykkur sem alltaf hafið verið góðu börnin.
Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 11:32
Ó nei, ekkert svona. Það er ekki okkar að fyrirgefa Björgólfi á þessu stigi, það getur hann átt við hærra yfirvald.
Maðurinn er búin að skaða hér mikið af fólki, á að vera í öryggisgæslu fjármunir gerðir upptækir. Ég er honum ekki reiður, en það er ekki hægt að láta menn halda uppteknum hætti gangandi lausum.
Maðurinn verður að sýna viðleitni til að bæta upp að einhverju marki skaðan, síðan þarf hann fyrirgefningu einhverra annarra en mín.
sandkassi (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 11:36
BTB er margræður persónuleiki og ekki á færi okkar dauðlegra að annast syndaaflausn hans.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.4.2010 kl. 11:57
nei mikið rétt Heimir
sandkassi (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 12:11
Ef þörf er á aðkomu æðri máttarvalda væri gott að fá yfirlýsingu frá JVJ, blaðafulltrúa Himnaríkis!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.4.2010 kl. 13:08
Þegar ég bið drottinn minn fyrirgefningar, segir hann vafningalaust að hann verði við beiðni minni þegar ég hef fyrirgefið öðrum. ég hef reynt að komast að málamiðlun og beðið um undantekningar, en fæ þvert nei.
Núna er ég kominn í bara tvær undantekningar og enn er svarið NEI.
Engin málamiðlun þar.
Jón Valur Jensson hefur ekki haft milligöngu.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.4.2010 kl. 13:16
Axel. Þú stelur frá visir.is og biðst svo afsökunar.
Er einhver munur á ykkur BTB?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.4.2010 kl. 13:18
Hehe fyndið!
Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 13:20
Enginn ef ekki er lagt mat á tjónið. En ég biðst afsökunar og hlýt því að vera flottur á eftir.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.4.2010 kl. 13:54
Syndir þínar eru fyrirgefnar (af minni hálfu).
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.4.2010 kl. 14:02
ójá við fyrirgefum hehe, menn verða að berjast við sína djöfla og fyrirgefa sjálfum sér. Nú eiga þessir menn bara að fara í tukthúsið í svona 16 ár. Við skulum sjá hvort við verðum beðin fyrirgefningar ef í það fer, þá verðum við aftur orðin vonda fólkið sem fékk sér flatskjái. Á reyndar eftir að sjá eitthvað gerast í því, býst frekar við því að réttarkerfið muni sleikja þessa menn upp á láta þá eiga sig.
sandkassi (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.