13.4.2010 | 16:44
Vigtaðu rétt strákur
Samfylkingin ætti að leggja einfalt stærðfræðipróf fyrir starfsmenn og frammámenn flokksins. Það er svo vandræðalegt að vera staðinn að svona ósamræmi. Vonandi reiknuðu mínir menn rétt.
Bankastyrkir í stjórnmálin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða ósamræmi hefur Samfylkingin verið staðin að?
Þórir Hrafn Gunnarsson, 13.4.2010 kl. 19:43
Það hefur komið fram í netmiðlum að Samfylkingin hafi bæði vantalið tekjur frá Kaupþingi og Landsbanka fram í opinberum yfirlýsingum sínum. Mismunurinn er hátt á annan tug milljóna króna. Ljósvakamiðlarnir koma með þetta seinna...
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.4.2010 kl. 20:00
Sjálfur fv. bankastjórinn Sigurjón Árnason segir að SF hafi fengið hærri styrki en flokkurinn skýri frá. Styrkirnir hafi dreifst á nokkrar kennitölur.
Jamm, þau eru víðar en í bönkunum, krosseignatengslin...
Kolbrún Hilmars, 13.4.2010 kl. 21:21
Samkrosstengslafylkingin
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.4.2010 kl. 21:31
Jæja, ég skal þá skýra þetta út hér.
Þann 10. apríl 2009 birti Samfylkingin fréttatilkynningu þar sem fram komu allir þeir styrkir sem að aðalskrifstofan hafði fengið árið 2006. Í þeirri fréttatilkynningu kom m.a. fram að styrkir fyrir einstök aðildarfélög yrðu birtir um leið og hefði tekist að safna þeim saman. En sjá má fréttatilkynninguna hér:
http://www.samfylkingin.is/Fr%C3%A9ttir/articleType/ArticleView/articleId/282/PageID/282/Samfylkingin_birtir_yfirlit_styrkja_ari_2006
Þann 29. maí var þessi viðbót svo birt og má finna þá fréttatilkynningu hér:
http://www.samfylkingin.is/Fr%C3%A9ttir/articleType/ArticleView/articleId/380/PageID/380/Frettatilkynning_um_fjaroflun
Rétt er að benda á frétt af vísi þar sem báðar þessar tilkynningar eru teknar saman:
http://www.visir.is/article/20090529/FRETTIR01/451495361
Þetta var þó ekki alveg tæmandi birting (eins og fram kemur í fréttatilkynningunni).
Þann 7. desember 2009 afhenti Samfylkingin svo endanlegar tölur fyrir árin 2002 - 2006 til Ríkisendurskoðunar. Þessar tölur voru birtar opinberlega hjá ríkisendurskoðun og var um þær fjallað ítarlega í fréttum.
Slóðina á samanteknar tölur Samfylkingarinnar hjá ríkisendurskoðun má sjá hér:
http://www.rikisend.is/fileadmin/media/skyrslur/framl0206samf.pdf
Eins og sjá má á þessum tölum fara þær að alveg saman við upplýsingar þær er birtust í skýrslu rannsóknarnefndarinnar.
Þannig að til að súmera þetta upp:
10. apríl: Styrkir til landsflokksins birtir.
29. maí: Styrkir til annara eininga flokksins birtir (þó ekki alveg tæmandi)
7. desember: Endanlegar upplýsingar sendar ríkisendurskoðun sem birti þær opinberlega.
Eins og þú sér hérna Heimir þá hefur Samfylkingin ekkert að fela í þessum efnum. Mér reyndar er meinilla við framlög fyrirtækja til stjórnmálaflokka. Ef ég fengi einhverju um það ráðið væri tekið fyrir þau með öllu. Einstaklingar mættu styrkja stjórnmálaflokka en ekki lögaðilar.
Það vekur hins vegar athygli að þínir menn í Sjálfstæðiflokknum neita ennþá að gefa upp öll framlög til aðildarfélaga sinna á árunum 2002 - 2006, eins og Samfylkingin er búin að gera. Af hverju er það Heimir? Hafa þeir svona mikið að fela? Hverjir ætli hafi kostað kosningabaráttu Sjáflstæðiflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2002 - 2006?
Þórir Hrafn Gunnarsson, 14.4.2010 kl. 16:25
Fróðleg skýrsla Þórir Hrafn, en Skýrslan með stórum staf segir aðra sögu.
Að beiðni styrkveitenda hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki tilgreint alla gefendur. Hann hefur samt talið allar greiðslurnar fram þótt þær séu ekk feðraðar.
Ég t.d. óskaði eftir því að míns framlags væri ekki getið.....
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.4.2010 kl. 16:36
Heill og sæll Heimir,
Það er ekki satt Heimir. Það kemur skýrt fram í svörum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksin að ekki er að finna framlög til allra aðildarfélaga Sjálfstæðisflokksins í þeim gögnum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur skilað inn til Ríkisendurskoðunar.
Humm...
Þær upphæðir sem eru í skýrslu Rannsóknarnefndar stemma nákvæmlega við þær upphæðir sem er að finna í þeim gögnum sem Samfylkingin skilaði inn til Ríkisendurskoðunar. Svo að sú skýrsla (sem þú vísar til með stóru essi) segir ekki aðra sögu.
Hins vegar þá koma fram ummæli hjá Sigurjóni bankastjóra þar sem hann segir að Samfylkingin hafi fengið meira en hún var búin að gefa upp. Ef við byrjum á að horfa framhjá því að Sigurjón er með ótrúverðugari mönnum þá er ljóst að þær yfirheyrslur sem fóru fram yfir honum fór fram á vor og sumarmánuðum síðasta árs. Þær fóru því fram eftir að Samfylking birti hluta tölur (í apríl) en áður en þeir skiluðu endanlegum tölum (í desember.)
Ég tel mig hafa útskýrt þetta það vel að sæmilega gáfaður maður á að skilja þetta.
Það vekur annars nokkra furðu að þú og þínir bloggfélagar hjá valhöll virðast leggja mjög mikinn trúnað á hvað það sem Sigurjón lætur frá sér? Er það eitthvað sem skýrir það annað en margra ára vera hans sem flokksbróðurs ykkar?
Þórir Hrafn Gunnarsson, 14.4.2010 kl. 17:16
Ábyggilegir netmiðlar eru þér ekki sammála Þórir. Ég hef mínar upplýsingar þaðan.
Ég hef ekki aðgang að félagatali Sjálfstæðisflokksins og veit ekkert um pólitískar skoðanir SIgurjóns.
Éf hef séð hann á KR-leikjum og er ánægður með það.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.4.2010 kl. 17:46
Sæll,
Þér hefur verið bent á að þú hefur rangt fyrir þér. Þú neitar neitar að koma fram með rök sem styðja mál þitt.
Ég hef bent þér á nákvæmar opinberar tölur samfylkingarinnar og þú hefur aðgang að þeim tölum sem er að finna í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þér hefur verið bent á að þær séu í fullu samræmi en þú neitar að leiðrétta fyrri rangfærslur án nokkurra raka.
Ég dreg því þá ályktun að bak við þessa bloggfærslu liggja annarlegar hvatir og þú viljir viljandi reyna að koma fram með ósannar ásakanir.
Ég geri ekki ráð fyrir því að koma fram með frekari athugasemdir hér, enda til lítils að rökræða við einstaklinga sem segja ósatt.
Þórir Hrafn Gunnarsson, 14.4.2010 kl. 18:10
Æ,æ
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.4.2010 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.