10.4.2010 | 13:08
Ekki styggðaryrði um Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson biður Steingrím J. að sitja á sér þegar alvarlegar ávirðingar eru bornar á fólk. Auðvitað ber okkur öllum að sitja á okkur áður en við berum á Jón Ásgeir t.d. þær alvarlegu sakir að hann hafi haft fé af fólki með ólöglegum hætti. Við skulum alls ekki minnast á að hann hafi lagt sitt af mörkum til að svipta fólk eigum sínum og atvinnu. Þá skulum við engan veginn tala um að hann hafi fellt bankakerfið og valdið almenningi óbætanlegum skaða um mörg ókomin ár. Ekki nefnum við á nafn að hann með skattsvikum hafi komið sínum byrðum yfir á öryrkja og ellilífeyrisþega. Ekki orð um að Íslensk þjóð er á hnjánum fyrir framan drottnara sína. Ekki styggðaryrði um Jón Ásgeir Jóhannesson.
Biður Steingrím að gæta orða sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú þykir mér týra á tíkarskarninu....Er JÁJ farin að segja ráðamönnum hvernig þeir skuli haga orðum sínum?..
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 10.4.2010 kl. 13:20
Líklega hefur jáj lengi sagt ráðamönnum fyrir þó það teljist nýmæli að hann geri það openberlega.
Hreinn Sigurðsson, 10.4.2010 kl. 13:25
Hann er að reyna að lofta út, skítafnykurinn er að kæfa hann.
Hamarinn, 10.4.2010 kl. 13:33
Já undarleg yfirlýsing hjá Jóni, vægast sagt. En ég hygg að Jón hafi, við ritun greinarinnar, haft í huga orð formanns eins stjórnmálaflokksins sem, í vikunni, setti fram tölusettar leiðbeiningar hvernig almenningi bæri að lesa skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis svo menn færu ekki að ergja sig um of á gjörðum þeirra seku.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.4.2010 kl. 13:40
Jón Ásgeir hefur haft Samfylkinguna í vasanum og lagt henni til ræðuefni m.a.. Samfylkingin hefur selt sína þjónustu dýru verði. Nú kemur hann fram við Steingrím J. eins og hvern annan Samfylkingarmann.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.4.2010 kl. 13:46
Heimir - Heimir - að sjálfsögðu voru skuldir jáj settar á herðar öryrkja og ellilífeyrisþegar taka líka hans á sig. Þetta er eðlilegt - ÞETTA ERU JÚ HIN BREIÐU BÖK -
ekki má gleyma ofurherðum einstæðra mæðra sem vaða gullpeningana upp undir hendur -
Síðan er búið að skera niður niðurgreiðslu lyfja þannig að sjúklingar fái líka að taka þátt í skjaldborginni um Jón Ásgeir.
Ef hann heldur að málaferlin núna snúist um heildarpakkann er hann á villigötum.
Saklaus uns sekt hefur verið sönnuð - rétt er það --- en hversvegna var almenningi gert að taka á sig skuldir Jóns án dóms og laga? Braut almenningur eitthvað af sér???
Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.4.2010 kl. 14:34
Góðir punktar Ólafur Ingi. Stöndum vörð með Jóhönnu um skjaldborgina um Jón Ásgeir.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.4.2010 kl. 15:03
Því miður er ég smeikur um að Hreinn Sigurðsson hafi hitt naglann á höfuðið í athugasemd sinni hér fyrir ofan.
Bara sem dæmi minnist þess að hafa heyrt í fréttum þegar Glitnir var yfirtekinn að hann hafi kallað þáverandi viðskiptaráðherra á sinn fund um miðja nótt.
Þetta var bara eins og þegar forsætisráðherra kallar einhvern semdiherra á sinn fund til að koma á framfæri mótmælum. Nema það er ekki gert að næturþeli og sendiherrann þarf ekki að sitja undir persónulegri skammarræðu.
Landfari, 10.4.2010 kl. 15:33
Landfari, þetta er laukrétt hjá ykkur Hreini, ég hef ítrekað bent á þessa fáránlegu heimsókn Björgvins G. að boði Jóns Ásgeirs. Svo er til fólk sem efast um að hann hafi keypt Samfylkinguna. Ingibjörg Sólrún er núna að reyna að bera af sér sakir. Máttleysislega mjög.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.4.2010 kl. 15:36
Heimir !
Ekki þarf ég að segja þér hvaða hug ég ber til Flóns Ásgeirs , en af því þú talar um þjófnað , hvað með milljónirnar sem FL flokkurinn fékk hjá Landsbankanum , áður en hann datt á höfuðið , hvað heitir sá gjörningur á Heimismálinu ? ;- )
Eða hefur þú trú á að við verðum svo gamlir að við upplifum efndirnar hjá Engeyjar FL flokksforingjanum , um að þeim milljónum (eða var það milljörðum) verði skilað til okkar (ríkisins) , ég persónulega hef ekki trú á að ég verði eilífur , en þú?
Hörður B Hjartarson, 11.4.2010 kl. 01:38
En hitt er annað - ég tek heils hugar undir bloggfærsluna , að öðru leiti , og hún er frábær .
Hörður B Hjartarson, 11.4.2010 kl. 01:46
Ef þú ert að tala um SJálfstæðisflokkinn Hörður, þá harma ég hve hann var duglegur að sanka að sér styrkjum. Þeir virðast hinsvegar rétt færðir til bókar. Um SAmfylkingarstyrkina gengur sú saga að sumir styrkirnir, einkum þeir smærri séu réttilega bókfærðir, en þeir hinir stærri ekki. Ég hef megnustu skömm á því að fyrirtæki geti keypt sér einstaka frambjóðendur og flokka.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.4.2010 kl. 12:01
Heimir !
Megnustu skömm ! - , þá ert þú ekki í FL flokknum ?
Hörður B Hjartarson, 11.4.2010 kl. 15:41
Ég fylgi Sjálfstæðisflokknum, en skrifa ekki upp á allt sem þar gerist Hörður
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.4.2010 kl. 17:16
Þá verður þú útskúfaður - gættu þín .
Hörður B Hjartarson, 11.4.2010 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.