Kastljóssstjórnandi segir ósatt

Síðast liðinn laugardag notaði ég kosningarétt minn og kaus utankjörstaðar í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-samninginn. Auðvitað merkti ég við NEI.

Aðspurður sagði starfsmaður mér að ég væri kjósandi nr. 1755 í Laugardalshöllinni.

Núna rétt áðan sagði stjórnandi Kastljóss að "rúmlega fimmtán hundruð hefðu kosið".

Við vitum að hún sagði ósatt. Hvað kemur henni til? 


mbl.is Ekki formlegir fundir á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Hver borgar henni launin :)))

Marteinn Unnar Heiðarsson, 2.3.2010 kl. 19:57

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Tók eftir þessu. Frænka mín var nr. tvöþúsund og eitthvað..er þöggun í gangi?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.3.2010 kl. 19:58

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Nú þá hefur stjórnandinn Kastljós gleymt að segja sannleikurinn er ekki mitt fag.

Rauða Ljónið, 2.3.2010 kl. 20:14

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það var annað sem hún sagði sem er mun alvarlegra, en hún sagði að það væri engin áhugi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Ég er ekki með ummælin alveg orðrétt þar sem Kastljós er ekki komið á netið.

Ég hef ekki séð eða heyrt um neina könnun um hver áhugi er á þjóðaratkvæðagreiðslunni. Á meðan svo er ekki, er þetta klár áróður af yfirveguðu ráði og hann mjög lævís af hlutlausri stofnun samkvæmt landslögum.

Mér er hulin ráðgáta hvernig þessi niðurstaða er fundin

Ég dreg þetta að sjálfsögðu til baka ef einhver könnun hefur farið fram hjá mér sem leiðir þessa niðurstöðu um lítinn áhuga í ljós.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.3.2010 kl. 20:16

5 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Held það sé mikill áhugi fyrir þessu annað getur maður ekki séð,kannski spunameistarar Samfylkingar hafi stjórnað kastljósi bakvið tjöldin??????

Marteinn Unnar Heiðarsson, 2.3.2010 kl. 20:30

6 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þorsteinn. Ég tók eimitt eftir þessu að lítill áhugi væri fyrir atkvæðagreiðslunni, þetta kom mér líka að óvart hef ekki orðið var við annað en fólk hér um slóðir ætli að mæta og segja Nei.

Ragnar Gunnlaugsson, 2.3.2010 kl. 20:36

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ekkert mikilvægara á dagskrá framundan hjá mér en að kjósa. Svo er einnig með alla þá sem í kringum mig eru og þeir eru ekki fáir.  Kannski að ég sé bara fyrir tilviljun í þessum takmarkaða kjarna, sem hefur áhuga. Áhugi þeirra, sem vilja kjósa yfir okkur samninginn er hinsvegar takmarkaður, enda tilgangslítið að fara til að segja já í svo yfirgnæfandi líkum fyrir öðru. Kannski á maddaman við það?

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2010 kl. 20:37

8 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég bíð eftir laugardeginum 6.mars!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.3.2010 kl. 20:38

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ríkissjónvarpið hefur haldið uppi áróðri gegn atkvæðagreiðslunni, að því er virðist samkvæmt fyrirmælum fréttasjórans Óðins Jónssonar. Þeim þykir greinilega vænt um Jóhönnu og vilja veg hennar sem mestan;)

Ég er búinn að segja NEI og er að hugsa um að gera það aftur á laugardaginn. Veit að það hefur ekki þýðingu, en nautnin.......

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.3.2010 kl. 20:47

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þar sem ég kom í dag var eingöngu talað um atkvæðagreiðsluna og viljann til að sínaa ríkisstjórn og bandamönnum hennar í Bretlandi og Hollandi álit almennings á landi íss og elda.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.3.2010 kl. 20:49

11 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Rúvararnir eru bara í ruglinu. Þeir fá einhvern trúð sem heldur að það þjóni ekki lýðræðinu að hafna afarsamingum sem við berum enga ábyrgð á. Ég vona svo innilega að það verði skipt út liði þarna þegar þessi harðstjórn fer frá. Það er fullt af heiðarlegu atvinnulausu fólki sem er til að gegna þessu starfi þeirra það eitt er víst.

Elís Már Kjartansson, 2.3.2010 kl. 21:07

12 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kastljós er & hefur verið í langan tíma bara drasl þáttur sem ítrekað ver málstað sitjandi ríkisstjórna - frekar aulalegt og gróf misnotkun á RÚV sem fjölmiðli, enda hrundi okkar samfélag, því fjölmiðlar, háskólasamfélagið, listamenn, endurskoðendur og aðrir sem veita áttu "faglegt aðhald brugðust GRÓFLEGA í sínum störfum - skömm þessara aðila er mikil..!"

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 2.3.2010 kl. 21:29

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er sorglegt að horfa á alla þessa misnotkun.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.3.2010 kl. 21:33

14 Smámynd: Rauða Ljónið

Heimir mér finnst fréttastjórinn aðallega sjá um árróðurinn , síðan velur hann sitt fólk til að sjá um ósóman þegar fréttir eru fluttar.

Hann bakstrar við að baka
svo úr því verður  kaka,
kjánarugl og sullum bull
hann leggur svo í bleyti
og úr því verðu fréttar bull.

Rauða Ljónið, 2.3.2010 kl. 21:41

15 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

:):):)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.3.2010 kl. 22:03

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég kaus í morgun og var kjósandi nr. 15 í Grindavík.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.3.2010 kl. 12:07

17 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er kosningin leynileg Axel?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.3.2010 kl. 12:28

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Í mínu tilfelli var hún það, já.  Ég er ekki að draga í efa þínar tölur um kosninguna, Heimir, síður en svo.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.3.2010 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1031614

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband