Hvað kostar landbúnaðurinn skattgreiðendur?

Helstu fréttir af búnaðarþingi Bændasamtaka  Íslands hafa hingað til verið um skoðanakönnun um afstöðu fólks til Evrópusambandsins annarsvegar og hinsvegar um skoðun landbúnaðarráðherra á auglýsingu Símans, sem honum þykir ekki fyndin.

Þar sem ég hafði framfæri mitt um árabil af úrvinnslu landbúnaðarafurða og á frændfólk í stétt bænda hef ég verið feiminn við að gagnrýna fjáraustur almennings til landbúnaðarins.

Nú langar mig að spyrja Bændasamtökin og Morgunblaðið að upplýsa lesendur Mogga um kostnaðinn sem við berum af þessu dýra sporti. 

Vissulega eru íslenskar landbúnaðarafurðir góðar, einkum mjólkurvörurnar, en við verðum að fá að vita hvað framleiðslan kostar okkur snauða landana. 


mbl.is Óvissa í landbúnaði heimagerður vandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Er ekki líka annar vinkill á þessu. Við kaupum okkur tryggingar, að hluta til vegna skyldu, en líka til að tryggja okkur. Er ekki ákveðið tryggingar-element í íslenskum landbúnaði ? Erum við ekki, háð samgöngum sem við erum, að tryggja okkur gegn fæðuskorti ?
Það breytir því ekki að við verðum að gera kröfu um skilvirkni og að lækka niðurgreiðslur eins og mögulegt er, jafnvel afnema í anda Nýsjálendinga. Þar voru niðurgreiðslur afnumdar með öllu sjá : http://newfarm.rodaleinstitute.org/features/0303/newzealand_subsidies.shtml

Haraldur Baldursson, 1.3.2010 kl. 14:06

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri félagi, ef allt er tekið með inn í myndina þá kosta landbúnaðurinn okkur auðvitað ekki krónu.  Þessi grein er að skila okkur svo miklu í þjóðarbúið & fyrir samfélagið að það framlag verður aldrei metið til fjár.  Það er því frekar SLÆM & villandi framsetning að spyrja hvað "landbúnaður kosti okkur?" - þessi spurning er nefnilega "gildishlaðin" og ég hafna því að taka undir slíka framsetningu.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 1.3.2010 kl. 14:28

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þegar þesari spurningu er varpað fram verður yfirleitt fátt um svör. Menn fara gjarna að tala um aðra hluti eins og nauðsyn eða nauðsynjaleysi að framleiða matvæli á eynni.

Spurning mín stendur því enn, hvað kostar landbúnaðurinn?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.3.2010 kl. 16:01

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þegar búið var að hækka skatta, lífeyrissjóðvæntingar, bankavexti hjá 60% lasndsmanna minnt. Mældist  innkaupa karfa í Bónus 18% af ráðstöfunartekjum.  Þar mun landbúnaður vera um 9%. Ef styrkir til landbúnaðar vær 10%  og feldir niður. Þa þyrftu ráðst0funartekjur að hækka um 0,9%. Það er um 800 kr fyrir þá tekjulægstu.  Sparnaður hinsvegar að hætta allfarið styrkjum til landbúnaðar marga borgar sig fyrir bændur sem ættu að geta fengið meira fyrir afurðir sínar ef hér væri heilbrigður markaður.  Lávöru landbúnarframleiðslu EU er ætlað að lækka launkostnað 80-90% heildarinnar. Afgangurinn á svo halda áfram í hollustunni sem kallast dýr og lífvæn. Heilsa og lífslíkur skipta líka máli og rusl fæði verður alltaf ódýra en hollustan. Flutningskostnaður til Íslands og vaxtakostnaður hækkar frystarn og longlive landbúnaðar vörum um 30%.  Sem hækkar verði til þeirra 10% sem hafa efni á Íslensku Hollustunni. Færri bændur græða meira.

Ég er ekki ríkur og vil ekki eyða gjaldeyri í drasl.

Júlíus Björnsson, 1.3.2010 kl. 16:39

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

En Júlíus, hvað kostar landbúnaðurinn?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.3.2010 kl. 17:06

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað kosta 100 hagstjórnarfæðingar? Sem framleiða skuldir á langtímamælikvarða. Frekar vil ég borga fyrir hefðbundnar landbúnað vörur.

Mynd myndi líka langa til að vita Nákvæmleg hvaða skatta upphæð fer til Landbúnaðar gróft sundurliðað m.t.t. helstu afurða.

Hinsvegar eru starfsmenn hjá Alþjóða viðskipta Gengis Sjóðinum sem eru læsir á erlend fræði orð og stíga í vitið. Þessi greindu gefa lítið á fræðastörf Íslensku tossanna eins og ég sjálfur. Þeir fullyrða með rökum byggðum staðfestum tölulegum upplýsingu frá Íslensku þröngsýnisfræðingunum að innflutningur neytendavarning frá EU hafi minnkað í evrum talið [minni gæði] og það sé vegna skerðinga ráðstöfunartekna um 60% þjóðarinnar frá 1995 nú staðfestanlega til langframa.

Hækkun skatta [beinna og óbeinna] eykur stjórnsýslu kostnaðinn.

Hækkun lífeyrissjóðsbindinga sé varsöm þegar ávöxtunar krafa á heimsmælikvarða fer minnkandi samfara að fleiri einstaklingar þroskast.

Hækkun húsnæðisverða hækki vaxtagjöld til næst 30 ára og almennur vaxtahækkun auki fjármálakostnaðinn: endurreisn fjármálgeirans. 

Þetta eru liðir sem aðra þjóðir kalla ekki ráðstöfunartekjur heldur neysluskerðingar valda til lækkunar daglegum  ráðstöfunartekjum fjöldans.

Fyrir viðskipta aðila Íslanda 80% EU veldur þessi neysluminnkun í evrum minni raunhagvexti í EU, til þess komu þeir hingað eftir að enginn eftir tekið mark á þeim í ára tugi til að meta gengisfallið sem þess sérÍslenska hagstjórnarfræði kostar.

Í EU er þóknun fyrir ábyrgð í rétthlutfall við veltuna [umsvif rekstrar]. Á Íslandi eru toppar að greiða sér laun eins og að Íslandi væru 2.000.000 íbúar.

Alþjóðsamfélagið eyðir ekki tíma sínum í að þroska fullorðna ráðamenn einstakra ríkja. Almenningur hér er óheppinn með sína toppa á mælikvarða G-7 ríkjanna eða allra ríkja þar sem raun[reiðufjár] þjóðartekjur er í hærri kantinum.      

Íslendingar fengu tækifæri t.d. með lánfyrirgreiðslu samfara EU til að byggja upp efnaðan almennan innlendan neytendamarkað: tryggja innflutning frá EU. Reyndin var sú eitthvað var þetta misskilið.

Skilningur er samur við sig og ráðamenn Íslenskir virðast ríghalda í sín trúbrögð um hvað sé arðbært til langframa m.t.t. heildar hagsmuna. Skilningur í grunni virðist almennt þverpólitískur.

Efnafjölskyldur til langframa á Meginlandinu láta sín börn m.a. lesa Litlu Gula Hænuna til að tryggja ættarveldin. Almenningur hugsar alstaðar eins enda lætur hann skattmann forrita afkvæmi sín.  

Þroskaleysi Íslenskra ráðamanna heyrist þegar þeir opna munninn á erlendum tungum í eyrum hinna þroskuðu.

Júlíus Björnsson, 1.3.2010 kl. 18:01

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Júlíus, þekkir þú einhvern sem veit svar við spurningu minni?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.3.2010 kl. 18:04

8 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Búnaðarþing hlýtur að reikna þetta út Heimir. Og færa spurninguna og svarið við henni til bókar.

Aftur á móti held ég að það verði ekki til gjaldeyrir til að kaupa inn fóðurbætir til að framleiða alla þessa mjólk sem framleidd er með erlendum fóðurbætir til að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar.

Mætti ég þá biðja um snærisspotta eins og Jón Hreggviðsson, til að dorga við bryggjur til að tryggja fæðuöryggi mitt.

Þú veist hver býr á Rein núna?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.3.2010 kl. 19:01

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Haraldur Benediktsson er ábúandi Reinar, Vonandi fer ég rétt með nafn formanns Bændasamtakanna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.3.2010 kl. 20:16

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heildakostnaður á haus [300.000 íbúar] er um 3 kg af lamblæri um 3600 kr. á mánuði.

Inni í heildarniðurgreiðsluupphæðinni er líka vaxtastyrkur til fjármálgeirans og smásölunnar.

Með því að lækka þetta mæti lækka verð til neytenda mikið.

Hinsvegar kosta niðurgreiðslur bókhalds og stjórnsýslukostnað.

Hætta á niðurgreiðslu strax í dag.

Millifæra 11.000.000.000 heildar niðurgreiðslu til 60 % þeirra tekjulæstu. Hækkun lámarkabóta og lámarks grunnlauna.

Festa verðálagningu í heildsölum og smásölu hvað varða hámark á Íslenskri framleiðslu. Innflutningur má vera dýrari. Ríkið sparar stjórnsýslukostnað. Almenningur greiðir skuldir hraðar niður.   

Þetta kallast þroskuð hagstjórnafræði á alþjóðamælikvarða hinna ríku þjóða.

Júlíus Björnsson, 1.3.2010 kl. 20:57

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það eru greinilega ráð undir hverju rifi þínu Júlíus.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.3.2010 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband