Styrkþegar fyrirtækja feðganna á Alþingi stjórna svo ráðum og nefndum sem eiga að hafa yfirumsjón með rannsókn á hruninu

Það hefur borgað sig fyrir feðgana að greiða ótæpilegt fjármagn til stjórnmálaflokka, Neytendasamtaka og til einstakra embættismanna í gegnum tíðina.

Hugsanlega gæti það gerst á Ítalíu fyrir utan Ísland að menn sem hafa sannanlega komið þjóð sinni á kaldan fjárhagslegan klaka með heimsku og græðgi sé svo hampað og hossað eins og þjóðhetjum.

Forseti Íslands sæmdi þá útflutningsverðlaunum 2008 sem lítinn þakklætisvott fyrir stórvirki í þágu þjóðarinnar.

Af óskiljanlegum ástæðum á Jóhannes Jónsson sæti í stjórn fyrirtækja sem hann á ekki grænan eyri í. Það á eftir að koma í ljós að hann er þar fyrir tilstilli Samfylkingarinnar með fullu samþykki Vinstri grænna.

Styrkþegar fyrirtækja feðganna á Alþingi stjórna svo ráðum og nefndum sem eiga að hafa yfirumsjón með rannsókn á hruninu. 

Allt þetta er svo ótrúlegt að jafnvel vitfirrtur rithöfundur hefði ekki hugmyndaflug til að steypa á þennan hátt.


mbl.is Arion banki segir líklega nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Heimir.

Satt segir þú að hugmyndaflug Íslenskra Rithöfunda myndi aldrei ná í hæðir Rauverleika hrunsins hjá okkur.

Vel mælt.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 17:52

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þetta er hrikalegt Þórarinn. Þakka hlý orð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.1.2010 kl. 18:04

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ótrúlegt

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.1.2010 kl. 18:24

4 Smámynd: Reið kona

Greinilega hafa vitfirrtir bloggarar hugmyndaflug til að steypa svona. Annars eru styrkþegar margir í landinu og þeir stórtækustu eru víst hægri menn, sem engu stjórna nú, sem betur fer. Gættu að einu, gæðingur, mestu styrkþegar þessa lands eru stjórnmálaflokkarnir, allir sem einn. Þeir eru allir reknir fyrir styrki frá almenningi og auðvitað fyrirtækjum.

Reið kona, 14.1.2010 kl. 19:04

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Reiða kona, mínir menn í Sjálfstæðisflokknum fengu svo sannarlega sitt, en áberandi er hversu Samfylkingarþingmenn- og borgarfulltrúar fengu margir fé frá Baugu og ekki síður hversu mikið þeir fengu. Bara Steinunn Valdís fékk sem nemur örorkubótum einstaklings.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.1.2010 kl. 19:28

6 Smámynd: Reið kona

Öryrkjar fá nú lítið og kvarta sáran. Mér hefur skilist að stórmennin í þínum flokki hafi verið nær bankastjóralaunum, en bótum öryrkja.

Reið kona, 14.1.2010 kl. 19:33

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Bíddu, er eitthvað að angra þig góði

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.1.2010 kl. 21:10

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Reið kona, ég var að tala um sporslur sem Steinunn Valdís fékk frá Baugsfeðgum fyrir utan hennar laun á Alþingi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.1.2010 kl. 22:19

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hólmfríður, mikið er að angra mig þessa dagana, núna er það Reið kona;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.1.2010 kl. 22:19

10 Smámynd: Reið kona

Ekki angra ég Hólmfríði, þú sérð um þá hlið mála. Við konur skiljum allt betur. Þú skilur það auðvitað ekki, Heimir, sem treystir Drottni betur en sjálfum þér. Það er háttur fávísra manna. Alvöru fólk treystir á sjálft sig og sín orð og gjörðir. Einungis fákænir menn og konur treysta á Almættið. Þar er ekkert að hafa. Kannski hæðnishlátur? Ef nokkuð?

Reið kona, 14.1.2010 kl. 23:32

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kæra reiða kona, þið konur skiljið allt svo vel og alltaf mikið betur en við karlar. Smt treysti ég Drottni betur en mörgum konum. Mér þykir ákaflega vænt um að þú treystir mér fyrir vandamálum þínum og reiði. Haltu bara áfram, ég hlusta.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.1.2010 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband