Gengið ekki lægra í 95 ár

Gengi íslensku krónunnar hefur ekki verið lægra í 95 ár. Samt hafa efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar   verið virkar frá fyrsta degi hennar.

1) Reknir Seðlabankastjórar og gengi krónunnar hækkar og vextir lækka.

2) Sótt um aðild að ESB og gengi krónunnar hækkar og vextir lækka.

3) Gengið að afarkostum Breta og Hollendinga og gengi krónunnar hækkar og vextir lækka.


Fleiri voru aðgerðirnar ekki og gengið hefur ekki verið lægra í 95 ár.


mbl.is Ótrúlegar byrðar lagðar á Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það voru haldin uppboð á krónum hjá Seðlabönkum í hádeginu, þá voru aðallega einkabankar í EU [Ríkisbankar bannaðir] sem létu Íslensku einkabanka þrjá [í samkeppni, 2 er fákeppni] bjóða í. Til að Seðlabankinn gæti lánað evrur og pund daginn eftir.

Eftir að fjárfestingar eiganda einkabankanna Íslensku hættu í UK t.d. er enginn áhugi fyrir krónur af nýju eigendum sem fá nóg af gervi-höfuðstólunum innanlands. 

Júlíus Björnsson, 7.1.2010 kl. 18:28

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Og svona er komið fyrir krónunni þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn, sem slíkur og fyrirrennari hans hafi átt aðild að ríkisstjórnum í 73 ár af þessum 95. Djöfull væri allt ömurlegt ef við hefðum ekki átt flokkinn að. Ekki þarf að fara mörgum orðum um glæsta útkomu síðasta ríkisstjórnartímabils flokksins, sem verður lengi í minnum haft.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.1.2010 kl. 18:29

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Bíddu, bíddu Axel. Veistu hvað krónan hefur fallið síðan efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar hófust???

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2010 kl. 20:04

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

IMF sagði strax í upphafi að fall krónunnar spilaði stór hlutverka í endurreisa alþjóðafjármálgeirann, færri evrur í almenn laun rest í skuldir og vexti til milllifærslurnar haldi áfram.  

Fallið er hluti af upphaflega pakkanum minnst 10% út árið 2011. Þetta var allt vitað 2008 ef menn lesa heimsíðu IMF.

Júlíus Björnsson, 7.1.2010 kl. 20:21

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fall krónunnar er misjafnt eftir því við hvaða gjaldmiðil er miðað. Ef miðað er við 1. febrúar sem upphafsdag stjórnarinnar þá virðist krónan hafa fallið þessa 11 mánuði nákvæmlega jafn mikið og hún féll 3 mánuðina þar á undan undir traustri efnahagsstjórn Geirs H. Haarde. Þannig að miðað við þann fallhraða hafa aðgerðir stjórnarinnar sannarlega skilað árangri risa árangri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.1.2010 kl. 20:53

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Svo vil ég benda á að útgerðirnar hafa alltaf borgað eldneytisskatta hér landi.

Júlíus Björnsson, 7.1.2010 kl. 21:12

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mikið rétt Júlíus.

Axel aðgerðir stjórnarinnar voru gagngert til að treysta gengi krónunnar. Ekki dugðu þau ráðin.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2010 kl. 21:28

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hefur þú hugleitt hvert gengi krónunnar væri í dag Heimir ef "do nothing" efnahagsstefna Geirs hefði verið látin grassera áfram?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.1.2010 kl. 21:46

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef við værum með handstýrt gengi í okkur þágu, þá þyfturm við að fórna alþjóðavaxtakostnaði og störfunum sem honum fylgja. 

Við sem erum næstum öll þjóðin.

Júlíus Björnsson, 7.1.2010 kl. 22:12

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Samfylkingin sveikst undan merkjum. Hún vildi þvo hendur sínar af 18 mánaða stjórnarsetu. Eina manneskjan sem viðurkennir opinberlega að hún hafi verið í þeirri stjórn er Ingibjörg Sólrún. Sú er ekki hrifin af aðgerðum núverandi stjórnar. Allra síst Icesave-aðgerðum hennar.

Auðvitað á Sjálfstæðisflokkur sök.Talið þarf bara ekki alltaf að beinast að honum til að breiða yfir ómöguleika Jóhönnu og Steingríms. Núverandi ríkisstjórn hlýtur að geta staðið ein og óstudd fyrir framan gagnrýnendur án þess að benda á aðra.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.1.2010 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband