Færsluflokkur: Spil og leikir

Afi á biðilsbuxum.

Ég var að passa um helgina og margt skemmtilegt bar á góma í samskiptum mínum við þau Daníel Má 10 og Erlu Rós 4ra eins og gefur að skilja. Erla Rós virðist eitthvað hafa velt vöngum yfir því að ég á ekki konu. Hún spurði því beint hvort ég vildi ekki eiga konu. Auðvitað var ég hreinskilinn og svaraði því játandi, en hvaðst ekki kunna það lengur að nálgast aðila af hinu kyninu. Hún sagði mér að það væri auðvelt, en ég þyrfti kannski að tala við margar konur. Bara svona:
"Áttu mann?" "Já". "Áttu mann?" "Já". "Áttu mann?" "Já"."Áttu mann?" "Já"."Áttu mann?" "Nei". "Viltu koma heim til mín?"
Að þessu sögðu brosti Erla Rós sigri hrósandi og fólst í svipnum spurningin: "Er þetta ekki auðvelt?"
Ég lofaði að fara að ráðum hennar og á líklega eftir að spyrja konur í biðröðum og víðar þessarar einföldu spurningar;
"áttu mann?"

Pössun.

Um helgina fæ ég að gera það sem mér þykir skemmtilegast; passa barnabörnin. Daníel Már er 10 ára, verður 11 í janúar og Erla Rós er 4ra og verður 5 í nóvember. Við Erla Rós ræðum gjarnan um dúkkurnar Öbbu og Stellu og leikskólann Lyngheima sem hún er nýbyrjuð á en hún var áður á Klettaborg. Þó má segja að aðalumræðuefni okkar séu páfagaukarnir mínir þau Ólöf Jóna og Agnar. Henni þykir að vísu Ólöf Jóna nokkuð aðgangshörð því hún nartar stundum í eyrað á Daníel Má, en Agnar sem ekki er eins hændur að okkur "er svo sætur" eins og Erla Rós segir. Okkur stendur nefnilega engin ógn af honum. Við Daníel Már ræðum heldur meiri "alvöru" málefni, svo sem fótbolta hvort sem er innlendan eða erlendan. Af innlendum knattspyrnuvettvangi þykir okkur mest koma til KR og Fjölnis. KR vegna þess að þeir eru og munu alltaf vera bestir og Fjölnir vegna þess að þau búa í Grafarvogi og þá kemur ekkert annað til greina en Fjölnir. Ég er svo heppinn að fá að sjá leiki með 7. flokki og frá í fyrra 6. flokki. Síðast fóru þeir á Fram-völlinn og unnu þar alla sína leiki. Góður árangur það. Verð að láta af bloggi að sinni því ég þarf að fara að undirbúa mig fyrir pössunina. P.s. Við erum sammála um að Barcelona sé heppið að hafa krækt í Eið Smára.

Trúnaðarmaður tjáir sig.

Mér hefur borist beiðni um að birta undir mínu nafni eftirfarandi innlegg mitt í umræður um trúnaðarmenn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar hjá Strætó bs.
Mér finnst reyndar lítt við hæfi að vera að karpa á þessum vettvangi, en hér er að okkur vegið sem og á "alvaran.com" og því ber að svara.
Ég vel Mbl-bloggið vegna þess að hér sparar fólk frekar stóryrðin en á "alvaran.com".
Það er engu líkara en samstarfsmenn okkar telji sig geta atyrt okkur eins og "almenningseignina stjórnmálamenn".
Það er ákaflega misráðið af okkar samstarfsfólki að vera sífellt að agnúast út í okkur í ræðu og riti, því að allt of mikið af okkar orku fer í að verjast vígfimu fólki sem ætti frekar að verja kröftum sínum í að styðja okkur í starfi.
"Mér hefur sýnst á skrifum þínum og gj á alvaran.com, að þið vitið ansi lítið um hvað trúnaðarmenn fást við dags daglega.
Þið látið gamminn geysa, vaðið úr einu í annað og margt sem miður fer er skrifað á trúnaðarmenn. Einkum á þetta við um gj. Hann sakar trúnaðarmenn um að vera einungis að skara eld að eigin köku og þeir fái bestu vaktirnar o.s.frv.
Í raun er svona bull ekki svaravert. Það er ekki verið að hafa fyrir því að spyrja okkur trúnaðarmennina. Ekki ein spurning. Ég til að mynda hef ekki unnið yfirvinnu síðan ég tók þetta vanþakkláta starf að mér. Það þýðir að tekjuskerðing mín er 40-50 þúsund á mánuði. Margfaldið það með tólf og sjáið hvað þa kostar okkur að annast þessi störf árlega. Ég hef haft lægri laun undanfarna mánuði, en ég hafði á sama tíma fyrir ári, þrátt fyrir 20% launahækkun.
GJ hefur vegið mjög að æru okkar trúnaðarmanna með skrifum sínum og verður það honum ævarandi minnisvarði.
Fyrst ég er byrjaður að tjá mig um starfsmannamál Strætó bs. má ég til með að leiðrétta orð Ásgeirs Eiríkssonar sem hann viðhafði að mig minnir Í Moggaviðtali.
Þar sagði hann að allir tólf trúnaðarmenn (Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar) hefðu samþykkt nýjasta vaktakerfið. Þetta er ekki rétt.
Við vorum á þessum fundi sex trúnaðarmenn og sex varatrúnaðarmenn. Ég andmælti kerfinu og hvernig staðið var að framlagningu þess og beindi orðum mínum til Ásgeirs, en hann þurfti ekki að hafa fyrir því að svara mér því það gerðu þrír varatrúnaðarmenn, tvær konur og einn karl og sögðu mig rjúfa friðinn (og stæðu heilshugar MEÐ þessu nýjasta vaktakerfi Einars Kristjánssonar sem er það fjórða á einu ári!).

Ég er hræddur um BM og gj að þið þurfið að endurskoða afstöðu ykkar til trúnaðarmanna og reyna að treysta okkur í stað þess að reyna að vega okkur á torgum. Mig langar til að biðja ykkur að athuga það að 80-90% af trúnaðarmannsverkefnum okkar koma ekki fyrir ykkar sjónir og eru unnin í sjálfboðavinnu".


Samantekin ráð?

Þetta verður spennandi rimma milli Magnúsar Ólafssonar forstjóra OSS og Ólafs Magnússonar forstjóra MjólkuGlottandi.

Það skiptir  ekki máli fyrir okkur neytendur hvor þeirra ber sigur úr býtum, bara að þeir fái sem besta auglýsingu út úr athæfinu og við  skemmtilega glímuBrosandi.

P.s. Eru þeir feðgar?


mbl.is Mjólka vísar á bug kröfu um að hætta að selja fetaost í glerkrukkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kópavogsvaldið ræður Strætó bs.

Vagnstjórar taka heilshugar undir með Árbæingum, Kolbrúnu Bergþórsdóttur og öllum hinum sem vilja hafa S-5 áfram.

Ármann Kr. Ólafsson stjórnarformaður Strætó bs. á því miður afskaplega bágt með að lúta annarra vilja en sínum og bæjarstjórans í Kópavogi.

Þeirra slagorð virðast vera: " Skítt með alla skynsemi."


mbl.is Hverfisráð Árbæjar mótmælir því að strætóleiðin S 5 var felld niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversvegna á Baugur að greiða lögfræðikostnað?

Ég var að velta því fyrir mér sem Jón Ásgeir Jóhannesson sagði um lögfræðikostnað Baugs uppá á annan milljarð króna.

Er Baugur að verjast málssókn?

Eru það ekki einstaklingarnir Jón Ásgeir Jóhannesson, Jóhannes Jónsson Kristín Jóhannesdóttir, Tryggvi Jónsson o.fl.?

Ég minnist þess ekki að Baugur sé á sakamannabekk.

Segjum sem svo að Baugur borgi brúsann. Verður þá lögmannaþóknunin færð sem rekstrarkostnaður Baugs og dreginn frá skattskyldum tekjum?


Versla bara við Atlantsolíu.

Hef ekki reynt Atlantsolíu af svikum við viðskiptavini sína og versla því eingöngu við það félag.

Hef að sjálfsögðu rafeindaykil á lyklakippunni og þeir afgreiða peninga af mínum reikningi þegar ég hef dælt sjálfur á bílinn.

Þarf reyndar að fara að spara bensínið og nota strætóinn meira.


mbl.is Atlantsolía fær aðgang að rammasamningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband