Færsluflokkur: Vefurinn
29.11.2006 | 20:43
Lágkúra.
Sú von er úti eftir að annað tölublaðið kom út með dæmalausri grein um Elli- og dvalarheimilið Grund. Ég held að leitun sé að annarri eins hörmung sem á að kalla blaðamennsku en er lítið annað en rógur og skíkast af verstu tegund.
Bæði er veist að starfsfólki og heimilisfólki á barnalegan og smánarlegan hátt og ættu aðstandendur að biðja heimilisólk, aðstandendur og starfsfólk afsökunar.
200 milljónir til að mæta fjárhagsvanda heilbrigðisstofnana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.11.2006 | 19:36
Útvarp Baugur sjö í fyrramálið. Morgunhaninn byrjar.
Hálka víða á vegum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2006 | 16:20
Útvarp Baugur eða Saga.
Þörf ábending. Mér hefur lengi verið ljóst eða frá því skömmu eftir að Arnþrúður "keypti" Útvarp Sögu að áhrifa Baugseigenda gætir þar verulega. Daglega vikum og mánuðum saman mærði hún feðgana og krafðist þess sama af þeim sem hringdu inn.
Hefur hún örugglega unnið þeim mikið gagn sem hljóta að vera aunanna virði.
Arnþrúður ræður því auðvitað sjálf hversu marga hún fælir frá stöðinni með þessum einkennilegu efnistökum.
Hvernig hún hefur aftur meðhöndlað æru Jónínu Benediktsdóttur á eftir að verða henni til ævarandi skammar.
Hvað Jónína Benediktsdóttir hefur gert henni veit ég ekki, en ég veit að hún hefur veist að feðgunum og dregið heiðarleika þeirra í efa.
Ég hygg að þegar upp verður staðið muni Jónína eignast fleiri viðhlægjendur en Arnþrúður Karlsdóttir.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2006 | 15:23
Er siðferðið í lagi?
"Á að víkja Arnari Jenssyni úr embætti hjá Ríkislögreglustjóra eftir ummæli hans um Baugsmenn?
Já
41 - 65.08%
Nei
22 - 34.92%
Samtals: 63 svör".
Þessi skoðanakönnun er í gangi á heimasíðu útvarps Sögu.
Hvernig er siðferðisstandardinn hjá Sögufólki? Hvílík spurning?
Mér er mjög til efs að Söguáhöfnin þekki lengur mun á réttu og röngu.
Það er skiljanlegt að þau verji Baug sem þakklæti fyrir að kaupa stöðina fyrir Arnþrúði, en er þetta ekki svolítið of langt gengið?
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.10.2006 | 16:09
Kolbrún Bergþórsdóttir fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Eftirfarandi sem mér sent var á Andríki:
"Um þessar mundir hefja stjórnmálaflokkarnir kosningaundirbúning sinn; flestir með því að velja sér frambjóðendur á lista. Í framboði í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður. Hún hefur með öðrum störfum og veigameiri verið hér í ritstjórn öll þau bráðum tíu ár sem ritið hefur komið út og er einn stofnenda og stjórnarmanna Andríkis frá upphafi. Þó ritstjórnin hafi á þessum árum haldið nöfnum sínum, andlitum eða öðrum kennileitum lítt á lofti, þykir henni eðlilegt að gera þessu skil. Er það gert til upplýsingar þeim sem kynni að þykja óhætt að inn í þingumræður bærust þau meginsjónarmið sem kynnt hafa verið á þessum vettvangi undanfarin ár; óskina um lægri skatta, einfaldara ríkisvald, frjálsara þjóðfélag".
Getur þetta verið satt?
Vefurinn | Breytt 11.10.2006 kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2006 | 19:28
Trúnaðarmaður tjáir sig.
Mér hefur borist beiðni um að birta undir mínu nafni eftirfarandi innlegg mitt í umræður um trúnaðarmenn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar hjá Strætó bs.
Mér finnst reyndar lítt við hæfi að vera að karpa á þessum vettvangi, en hér er að okkur vegið sem og á "alvaran.com" og því ber að svara.
Ég vel Mbl-bloggið vegna þess að hér sparar fólk frekar stóryrðin en á "alvaran.com".
Það er engu líkara en samstarfsmenn okkar telji sig geta atyrt okkur eins og "almenningseignina stjórnmálamenn".
Það er ákaflega misráðið af okkar samstarfsfólki að vera sífellt að agnúast út í okkur í ræðu og riti, því að allt of mikið af okkar orku fer í að verjast vígfimu fólki sem ætti frekar að verja kröftum sínum í að styðja okkur í starfi.
"Mér hefur sýnst á skrifum þínum og gj á alvaran.com, að þið vitið ansi lítið um hvað trúnaðarmenn fást við dags daglega.
Þið látið gamminn geysa, vaðið úr einu í annað og margt sem miður fer er skrifað á trúnaðarmenn. Einkum á þetta við um gj. Hann sakar trúnaðarmenn um að vera einungis að skara eld að eigin köku og þeir fái bestu vaktirnar o.s.frv.
Í raun er svona bull ekki svaravert. Það er ekki verið að hafa fyrir því að spyrja okkur trúnaðarmennina. Ekki ein spurning. Ég til að mynda hef ekki unnið yfirvinnu síðan ég tók þetta vanþakkláta starf að mér. Það þýðir að tekjuskerðing mín er 40-50 þúsund á mánuði. Margfaldið það með tólf og sjáið hvað þa kostar okkur að annast þessi störf árlega. Ég hef haft lægri laun undanfarna mánuði, en ég hafði á sama tíma fyrir ári, þrátt fyrir 20% launahækkun.
GJ hefur vegið mjög að æru okkar trúnaðarmanna með skrifum sínum og verður það honum ævarandi minnisvarði.
Fyrst ég er byrjaður að tjá mig um starfsmannamál Strætó bs. má ég til með að leiðrétta orð Ásgeirs Eiríkssonar sem hann viðhafði að mig minnir Í Moggaviðtali.
Þar sagði hann að allir tólf trúnaðarmenn (Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar) hefðu samþykkt nýjasta vaktakerfið. Þetta er ekki rétt.
Við vorum á þessum fundi sex trúnaðarmenn og sex varatrúnaðarmenn. Ég andmælti kerfinu og hvernig staðið var að framlagningu þess og beindi orðum mínum til Ásgeirs, en hann þurfti ekki að hafa fyrir því að svara mér því það gerðu þrír varatrúnaðarmenn, tvær konur og einn karl og sögðu mig rjúfa friðinn (og stæðu heilshugar MEÐ þessu nýjasta vaktakerfi Einars Kristjánssonar sem er það fjórða á einu ári!).
Ég er hræddur um BM og gj að þið þurfið að endurskoða afstöðu ykkar til trúnaðarmanna og reyna að treysta okkur í stað þess að reyna að vega okkur á torgum. Mig langar til að biðja ykkur að athuga það að 80-90% af trúnaðarmannsverkefnum okkar koma ekki fyrir ykkar sjónir og eru unnin í sjálfboðavinnu".
Vefurinn | Breytt 29.8.2006 kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
20.7.2006 | 20:04
Svíður umræðan um Strætó.
Það er erfitt að vera starfsmaður Strætós bs. um þessar mundir (hefur reyndar verið um langt skeið).
Umræðan um vandamál almenningssamgangna er lítt vitsmunaleg og er áberandi hversu illa sumir stjórnmálamenn eru að sér um málefni fyrirtækisins.
Þá skortir blaðamenn að mestu þekkingu á málefnum Strætós til að geta gert ástandinu skil.
Það versta fyrir okkur starfsmenn er óvissan um framtíð okkar því sífellt afhenda forráðamenn einkafyrirtækjum fleiri verkefni sem að sama skapi minnkar okkar vinnu og fækkar starfsmönnum Strætós.
Líðan starfsmanna er auðvitað ekki aðalatriðið, heldur óvissa viðskiptavina okkar sem spyrja kvíðnir nær daglega hvort einhverjar frekari breytingar séu í aðsigi.
Vagnstjórar sýna aðdáunarverða stillingu við þessar erfiðu aðstæður og verður þeirra þáttur seint metinn að verðleikum.
Fyrir nokkru síðan gerði Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar samkomulag við Strætó bs. sem aðeins átti eftir að setja á blað, um að leið S-4 yrði ekki afhent einkaaðilum.
Handsölin voru vart kólnuð þegar Strætó sveik starfsmenn sína og afhenti Hagvögnum leiðina.
Þar fóru fimmtán störf auk afleiddra starfa.
Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri, sagði þetta vera vilja Ármanns Kr. Ólafssonar formanns stjórnar Strætós bs. og fulltrúa Kópavogs í stjórninni.
Ármann hefur setið í stjórn byggðasamlagsins frá upphafi og hlýtur því öðrum fremur að bera ábyrgð á ástandinu.
Það gefur auga leið að ég sem starfsmaður afla mér ekki vinsælda yfirmanna minna með þessum skrifum, en samviska mín býður mér ekki að láta satt kyrrt liggja.
Fyrirtækið hefir síendurtekið brotið kjarasamninga og stendur enn í því ódæði þessa dagana.
Þessu ástandi verður að linna svo friður fáist um starfsemina og uppbygging geti hafist sem fyrst.
Rangt að aðildarsveitarfélög hafi svikist um að greiða framlög til Strætó bs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt 21.7.2006 kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2006 | 11:02
Að loknum leik..............
HM er lokið með sigri þeirra bestu. Við skulum ætla að það sé rétt. Í öllum þessum leikjum sem öðrum hafa markmenn verið að hamast við að verja í markinu. Ég hef alla tíð haldið að markvörður sé ráðinn til að verja markið svo ekki komist bolti þar inn fyrir marklínuna. Þess í stað er hann að verja í markinu að sögn leiklýsa. Hvað hann er að verja í markinu veit ég ekki. Er hann að verja tíma sínum? Er hann að verja boltana? Ef svo er, fyrir hverjum?
Zidane kjörinn besti leikmaður HM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2006 | 15:30
KR spilar skínandi bolta.
Fór í Kaplakrikann í gær og sá mína menn spila við heimamenn. Það verður ekki annað sagt en að KR-ingar voru betri megnið af leiknum. Spiluðu glimrandi bolta en voru óheppnir við mark andstæðinganna.
Ég er ekki í nokkrum vafa um að ég á eftir að fara á alla leikina sem eftir eru í deild og bikar, því það er langt síðan ég hef séð jafn skemmtilegan leik og í gærkvöldi.
Eitt fannst mér einkennilegt við Hafnfirska áhorfendur, en það var að þeir sungu í tíma og ótíma: "KR-ingar farið heim". Leikurinn var vart byrjaður þegar þeir hófu að kyrja.
Þeir eiga líklega svo mikið af peningum að þeir þurfa ekki á Reykvískum áhorfendum að halda.f
FH með 12 stiga forskot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2006 | 14:36
Blý- þorskur?
Nýlega hófst sala á ódýrum þorski víða um land, sem er fluttur inn frá Svíþjóð.
Það er vitað að mikið magn af þorski er þar á markaði vegna þess að þarlend heilbrigðisyfirvöld hafa varað fólk við að borða hann nema tvisvar í viku vegna blýmengunar.
Hvort um sama þorsk er að ræða eða að þetta sé mafíuþorskur úr Barentshafi veit ég ekki, en heilbrigðisyfirvöld hljóta að fylgjast með.
Okkur ber að vera á verði ef verð á algengri samkeppnismatvöru fer niður fyrir heimsmarkaðsverð, því þá fylgir alltaf böggull skammrifi ef ekki er um beinar niðurgreiðslur að ræða.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1033129
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar