Fagleg vinnubrögð Jóhönnu og Steingríms.....

Þegar rætt er um sekt eða sýknu embættis- og stjórnmálamanna vegna aðildar þeirra að bankahruninu virðist mikið stangast á. Þrír bankastjórar Seðlabanka Íslands voru ófrægðir af meiri heift en áður var þekkt hér á landi og hraktir úr starfi. Einum aðal hvatamanni að Icesave af hálfu hins opinbera sem til er skjalfest m.a. í auglýsingabæklingum er hins vegar hossað og hampað. Nú síðast með stöðu formanns stjórnar  Íslandsbanka.

 


mbl.is Fyrningarfrestur þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er hárrétt ályktun hjá þér. Mér hefur alltaf líkað vel við Jón Sigurðsson, fágaður maður og vel menntaður - en þessi ráðstöfun er algerlega á skjön við allt sem gerst hefur í þjóðfélaginu og á skjön við allar yfirlýsingar vinstri flokkanna. Það er eins og ekki sé lengur til heil brú í þessu fólki.

Baldur Hermannsson, 28.12.2009 kl. 13:21

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Tek nú undir með Baldri - þetta er auma samfélagið sem að við búum í.

Gísli Foster Hjartarson, 28.12.2009 kl. 13:31

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jón Sigurðsson er hæfur maður og vandaður ekki síður en bankastjórarnir þrír sem urðu frá að hverfa. Það er vinnubrögðin sem eru gagnrýniverð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.12.2009 kl. 14:22

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eru það þá meðmæli að hafa verið hagfræðingur Seðlabankans í aðraganda bankahrunsins og jafnframt stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins ef ég man rétt?

En ber að skilja varnarræðuna um bankastjóra Seðlabankans á þá lund að sú hræódýra stofnun Seðlabankinn hafi engan íhlutunarrétt um útþenslu einkabanka erlendis ellegar hérlendis? Ef svo er þá legg ég til að dyravörður stofnunarinnar verði hækkaður um sirka 70% og bankastjórarnir "item"  hagfræðingarnir lækkaðir um sama hlutfall.

Það væri í það minnsta einnar snemmbæru virði ef hér tækist að koma á einhverri varnarstofnun handa samfélaginu gegn þjófum og ræningjum eigin þjóðar umfram lifrarpylsukepp á síðasta söludegi aukinheldur.

Ekki kæmi mér á óvart þó allir okkar út/innrásarglæpamenn ættu sér formælendur sem fúsir væru til að kalla þá hæfa menn og vandaða í hvívetna.

Árni Gunnarsson, 28.12.2009 kl. 17:15

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Málið er frændi, að jafnvel vönduðustu mönnum varð á í messunni. Ég er síðastur manna að bera blak af Samfylkingarspillaröflunum en hver og einn á að njóta sannmælis.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.12.2009 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1031718

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband