Aulahúmor og útúrsnúningar

Umræðurnar um Icesave á Alþingi eru kostulegar. Sumir ræðumenn tala eins og þeir séu á málfundaræfingu í framhaldsskóla. Ekki eins og þeir ættu að tala þegar jafnalvarlegt mál er á dagskrá sem fjárhagsleg afkoma þjóðarinnar um ókomin ár. Aulahúmor og útúrsnúningar eiga ekki heima á Alþingi í dag.

Meðan á umræðunum stendur ræðst svo einn ráðherrann með offorsi að undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar á fundi ASÍ sbr. frétt RÚV í hádeginu:

„Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra sagði á ársfundi Alþýðusambands Íslands í morgun að það væri íhugunarefni að grátkór og kveinstafir útgerðar- og álfyrirtækja yrðu háværari meðan launafólk stillti kröfum í hóf. Íslendingar mættu ekki verða ginningarfífl stóriðju- og útgerðarauðvalds. Atvinnulífið þyrfti að leggja sitt af mörkum. Afkoma sjávarútvegs hefði til dæmis batnað gríðarlega vegna gengisfellingarinnar.“

Er ekki full þörf á að jarðtengja ríkisstjórnina? 


mbl.is Þung orð falla um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það virðist vera takmarkaður skilningur á því að ef atvinnulífið hrynur..þá hrynur allt! Ég hélt meira að segja að það stæði illa nú þegar.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 22.10.2009 kl. 15:38

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Laukrétt SIlla. Ég hefði skilið ungan Æskulýðsfylkingarmann tala aðalútflutningsgreinarnar niður á þennan hátt, en að ráðherra í ríkisstjórn á því herrans ári 2009, NEI..

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.10.2009 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1031719

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband