Engar ávirðingar - engin áminning - engin sök

Ögmundur Jónasson er þekktur af því að vera samkvæmur sjálfum sér. Hann flettir upp í réttindum  opinberra starfsmanna sem eru keimlík hvar í félagi sem menn eru þegar kemur til uppsagna.

Að halda vinnu sinni og virðingu er mikilsverðasti réttur sérhvers manns. Jafnvel þótt hann heiti Davíð Oddsson og fari í taugarnar á kommum og krötum.

Ögmundur kemst að raun um að þremenningarnir eiga rétt á að vita í hverju ávirðingar eru fólgnar séu þær einhverjar. Þeir eiga líka rétt á að andmæla er atriði sem Ögmundur flettir upp á.

Þá kemst Ögmundur að því að yfirmanni þeirra áminna þá hafi þeir framið embættisglöp.

Ögmundur segir Jóhönnu að hann skilji ekki svona vinnubrögð því í stað tveggja hagfræðinga og eins lögfræðings ætli hún að ráða einn hagfræðing og fólk utan úr bæ í "peningastefnunefnd".

Líklega segir Ögmundur Jóhönnu að þar sem hún sé búinn að víkja hagfræðingi úr starfi ráðuneytisstjóra og ráðið lögfræðing í staðinn sé rétt að halda í reynsluboltana hagfræðimenntuðu í störfum Seðlabankastjóra.

Ég veit að Ögmundur Jónasson lætur ekki heift og hatur villa sér sýn.


mbl.is Pétur Blöndal ákallar Ögmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Veistu það að hann mun hrósa forsætisráðherra fyrir það að bjóða Seðlabankastjórunum tækifæri til þess að semja um kjör sín áður en stöður þeirra verða lagðar niður.

Rosalega skrýtið hvað sumir hafa mikið valminni, það vill enginn sjálfstæðismaður kannast við það núna þegar Davíð lagði niður Þjóðhagsstofnun vegna persónulegra skoðunnar sinnar. Né þegar Sverrir var látinn hrökklast úr Landsbankanum...

Skaz, 6.2.2009 kl. 16:44

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þessi söguskoðun þín varðandi Þjóðhagsstofnun þarfnast upprifjunar. Það var löngu búið að ákveða að leggja Þjóðhagsstofnun niður. Það var síðan seinni tíma skýring að setja dæmið upp eins og þú gerir Skaz. (Frb. skass ?)

Þú getur spurt Þórð Friðjónsson fráfarandi forstjóra Þjóðhagsstofnunar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.2.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 1031708

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband