Með barn í fanginu að mótmæla hverju?

Hann er að hneykslast á því hann Einar Árnason að kona með barn í fanginu hafði átt fullt í fangi með að verjast piparúða lögreglunnar.

Hvurn andsk..... var kona með barn í fanginu að skipta sér af lögregluaðgerðum?

Fréttamynd 

Svo talar Einar Árnason eins og gerilsneydd nunna.

Hvað er í gangi? 


mbl.is „Alltof harkalegar aðgerðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hverju var verið að mótmæla Alex?

Fylgjast með friðsamlegum mótmælum með grjótkasti í andlit lögreglumannsins?

Hvaða bull er þetta?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.4.2008 kl. 16:16

2 identicon

Þetta voru ekki friðsöm mótmæl það var verið að loka veginum og hyndra almenning í að komast leiðar sinnar þar af leiðandi var verið að beita einstaklinga ofbeldi og mótmælin því ekki friðsamleg.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 16:26

3 Smámynd: Halla Rut

Var konan ekki bara að versla á stöðinni eins og hundruð manna gera dag hvern.

Halla Rut , 23.4.2008 kl. 16:40

4 identicon

Halla. Eins og sést á myndunum þá voru ekkert eðlilegar aðstæður við þessa bensínstöð þannig að mér finnst nú eðlilegt, ef hún hefur verið að versla, að fara bara yfirhöfuð ekki inn á stöðina, og hvað þá með barn í fanginu . Ég hefði snúið við og farið eitthvað annað.

Svo er líka spurningin hvort þessi saga sé sönn. Það er ekkert sem styður hana.

Guðrún (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 17:18

5 Smámynd: Halla Rut

Já já Guðrún auðvitað er þetta rétt hjá þér. Bara gaman að hafa smá drama.

Halla Rut , 23.4.2008 kl. 17:32

6 identicon

Ég held að fólk verði að fá rétta mynd af þessum aðgerðum í morgun. Ég kom sjálfur snemma til þess að styðja strákana og vorum við búnir að stöðva umferð þarna í gegn í sennilega klukkutíma þegar þarna voru komnir menn frá sérsveit lögreglu. Á þessum tímapunkti fór allt vel fram, fólk stóð þarna í góðu yfirlæti þótt kalt væri og hálfhló að lögreglu. Aðgerðir lögreglu sem á eftir komu gerðu hinsvegar ekkert nema að egna upp aftur mótmæli sem voru að lognast útaf, með hótunum um líkamsmeiðangar, táragas og barsmíðum með kylfu.

Það var vel greinilegt á þeirra aðgerðum að hér átti að sýna styrk sinn og berja þetta niður með valdi, það hefði engu máli skipt þótt að menn hefðu farið eins og þeir voru að gera þegar lögregla lét til skara skríða. Eftir ítrekaðir aðvaranir og valdsýningu lögreglu sem gerði ekkert annað en að auka blóðhita mótmælanda og keyra hvað eftir annað upp mótmæli sem hefðu lognast útaf að sjálfu sér löngu áður en þurft hefði að grípa til aðgerða var reynt að leysa þetta upp og færa þann bíl sem var aðalstöðvunin á veginum, við þetta rýkur lögregla til og hreinlega ræðst á mótmælendur.

Þessu var lokið á þessum punkti og verið var að klára þessi mótmæli, í staðinn ræðst lögregla að fólki með kylfum og mace og hellir olíu á eldinn með því sama. Það skal tekið fram að lögregla átti að einu og öllu leyti fyrsta höggið hér, hvorki höfðu þeir verið grýttir né nokkuð annað haft til þeirra til að storka þeim til að beita slíku ofbeldi.

Þegar allt lendir í óeirðum þarna fær maður sem að stóð utan vegar sem var  einfaldlega ekki nógu snöggur að flýja, nærri hálfan brúsa af mace í andlitið  af mesta lagi 1.5 m færi og við hlaupum nokkrir til til að aðstoða þennan mann. Hann liggur í götunni og er gjörsamlega varnarlaus og við reynum að hlúa að honum þegar lögregla gerir aðra atlögu án þess að þeim sé storkað, það bökkuðu allir umsvifalaust þegar táragasinu var beitt enda var ekki verið að leita eftir slagsmálum við lögreglu, en þeir gengu þarna fram með slíku offorsi og níð að ég á ekki orð. Ég og annar maður þurftum að reyna að vernda manngreyið og draga hann uppúr götunni þar sem lögregla gekk fram sparkandi í hann og berjand till okkar með kylfum sem stóðum og reyndum að verja varnarlausann manninn gegn kylfuhöggum og spörkum og hreinlega því að lögregla myndi ekki bara troða hann niður í götuna, við vorum farnir að setja líkama okkar á milli til að taka við höggum og spörkum lögreglu meðan við reyndum að draga manninn í skjól, það var eftir þetta sem grjótinu víðfræga var kastað.

Ég stóð svo að segja í miðjunni á þessum átökum þegar þau brjótast út, það sem ég sá í dag og þurfti að reyna vegna hendi lögreglu hefði ég aldrei trúað að gæti gerst á Íslandi. Ég er venjulegur fjölskyldufaðir sem mætti þarna til að mótmæla á friðsaman hátt á stað þar sem mjög einfalt var að færa umferð í gegnum aðra leið og þarna var enginn sem að beið eftir að komast framhjá allan þann tíma sem mótmæli stóðu yfir þangað til lögregla réðst að mótmælendum og vegfarendum.

Nú spyr ég ykkur gott fólk, þegar þið hafið kannski heyrt betur um það sem fór fram þarna í dag, finnst ykkur það skrítið að svarað sé með grjótkasti og ofbeldi þegar lögregla sýnir slíka valdníð og í rauninni dómgreindarleysi, það voru að mestu leyti aðgerðir lögreglu sem keyrðu áfram þessi mótmæli og kynntu undir þessum potti svo sauð uppúr. Ég spyr ykkur sem skrifið hér hörð mæli gegn þeim sem voru þarna hérna útum allan vef, skoðið myndböndin og annað vel því þið hafið svo langt í frá séð heildarmyndina á þessu máli og getið í raun að engu leyti dæmt um.

Aðgerðir lögreglu í dag voru ekkert annað en valdsýning gerð til þess að æsa upp í mönnum til að þeir gætu sínt vald sitt svo af bæri.

Ég er ekki vörubílstjóri, eða á einn eða annann hátt tengdur þeim en fór þarna til að mótmæla háu bensínverði og uppskar að vera barinn af lögreglu með kylfum, sparkað í og maceaður við það eitt að reyna að vernda varnarlausan mann frá því að  ver troðinn niður, barinn með kylfum og sparkað í við aðgerðir lögreglu.

Vona þeir sem lesi þetta átti sig betur á aðstæðum og staðreyndum málsins.

Mótmælandi (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:10

7 identicon

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvers vegna vörufluttingabílstjórar þurfa alltaf að mótmæla með því að loka götum borgarinnar með bílum sínum,geta þeir ekki bara safnast saman og farið í kröfugöngu til þess að koma mótmælum sínum á framfæri.  1.mai er td.eftir viku og þá gætu þeir gengið með verkalýðnum og komið sínum sjónarmiðum á framfæri.  En það er kannski ekki nógu töff og svo gæti ástæðan einnig verið sú að við Íslendingar þurfum alltaf að fara á bílunum okkar upp að dyrum og helst inn á þá staði sem eru að fara á því við getum ekki gengið nokkra metra.

En eru vörufluttingabílstjórar ekki að slá smá ryki í augu hinns almenna borgara með því að halda því á lofti að þeir séu að mótmæla háu olíuverði, því mótmæli þeirra snúast ekki eingöngu um það.  Það er nefnilega inn í pakkanum mótmæli á hvíldartíma þeirra og námskeið sem þeir eiga að sækja til þess að halda réttindum sínum, en það er tilskipun frá Evrópusambandinu. 

Vörufluttingabílstjórar og aðrir þeir sem tekið hafa þátt í mótmælum undanfarið setist nú niður með fjölskyldu ykkar og skoðið heimilisbókhaldið og þá komist þið í raun um að olíu og bensínverð er ekki aðalmeinvaldurinn í rekstri heimilinns það eru háir vextir og hátt matarverð. 

Finnið aðrar leiðir til þess að mótmæla, nú þegar hefur tvisvar leigið við slysi vegna mótmæla ykkar.  Í annað skiptið þegar einn af ykkur ók inn á Miklubrautina og í hitt skiptið þegar einn borgari misti stjórn á sér og keyrði utan vegar fram með röðinni.  Verði slys vegna mótmæla ykkar snýst almenningur gegn ykkur.

Fáið ykkur talsmann sem getur komið fram sjónarmiðum ykkar á skiljanlegan og yfirvegaðan hátt til þess að sagan úr Kastljósi í gær endurtaki sig ekki.

Farið ekki út í það að einhverir örfáir hittist í kaffi og æsi hvern annan upp í að loka næstu götu.  Öll mótmæli verða að hafa skipulag og það á bara að vera einn talsmaður fyrir hópinn annars er hætt á að menn fari að tala út og suður og enginn veit um hvað málið snýst.

Hlakka til að sjá ykkur í kröfugöngu á frídegi verkamanna. 

kveðja verkamaður. 

Sigurbjörn Halldórsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1031719

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband