Langflestir vagnstjórar starfi sínu vaxnir.

Því miður skortir vagnstjóra verklagslýsingar til að bregðast við aðstæðum sem lýst er í fréttinni.

Það er alltaf nöturlegt þegar gripið er til ofbeldisaðgerða þegar annað þrýtur.

Reynir Jónsson framkvæmdastjóri Strætó er allur af vilja gerður til að koma á verklýsingum og reglum fyrir vagnstjóra að fara eftir, en því miður mætir hann algerri andstöðu starfsmanna sem er bökkuð upp af Starfsmannafélagi SVR. 


mbl.is Vagnstjóri sneri niður farþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varla eru þeir svo vel launaðir að þeir fórni sér svona algerlega fyrir starfið....hm !

kermit (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sjálfsagt vinnur hver sitt starf eins og hann hefur andlegt og líkamlegt atgervi til burt sér frá laununum. Auðvitað mega launin vera betri.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.1.2008 kl. 10:32

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Hvað ert þú að kenna Starfsmannafélagi SVR um að standa í vegi fyrir vinnureglum til handa vagnstjórum? Getur ekki verið annað en misskilningur af þinni hálfu eða ósk hyggja.

Kjartan Pálmarsson, 31.1.2008 kl. 14:38

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Varla er það óskhyggja Kjartan. Þér ætti að vera kunnugt um hvernig núverandi formaður eggjar menn til andstöðu við hvaða framfaraskref sem um er að ræða.

Sá maður hundskammaði mig í vitna viðurvist fyrir að taka ekki þátt í skemmdarverkum á leið 12 á sínum tíma.

Ég hef mörg fleiri rök fyrir fullyrðingu minni en læt kyrrt liggja að sinni.

Ég er hræddur um Kjartan að margur óþverrinn komi upp á yfirborðið þegar farið verður að skyggnast undir það.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.1.2008 kl. 14:46

5 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Það er nú kannski stóri gallinn á þessu öllu saman nú á dögum, að ég verð að spyrjast frétta úr fyrirtækinu, því ekki er ég þar tíður gestur lengur.

Taka ekki þátt í skemmdarverkum á leið 12?

Kjartan Pálmarsson, 31.1.2008 kl. 15:04

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þetta fólk (St.SVR) leggur mikið á sig til að setja fótinn fyrir fólk sem aðhyllist ekki skoðanir þeirra og aðferði við að bola yfirmönnum frá. Ég hef mörg dæmi máli mínu til stuðnings, en vil ekki tíunda að svo stöddu. Eitt er víst Kjartan, ég hef engu gleymt af misgjörðum forystu StSVR og mun halda því til haga þegar við á. "Við þurfum að losna við þennan mann" segja þeir og hefja síðan baktal, álygar og róg. Ekki spennandi andrúmsloft á vinnustað, en svona er það og hefur verið áratugum saman eftir því sem fyrrverandi starfsmenn hafa sagt mér og bætt þar með við reynslu mína. Þetta er eitthvað það ljótasta sem ég hef kynnst í "terroriseringu" samstarfsmanna. Skemmdarverk á leið 12 eru barnaskapur hjá skemmdarverkunum á samstarfsfólkinu. Allt viðgengst þetta vegna afskiptaleysis þeirra sem með starfsmannamálin fara.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.1.2008 kl. 15:37

7 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Svo það sé bara á hreinu ! Þá er eitt að tala sem stjórnarmaður ST.SVR. Annað að tala sem starfsmaður og þá kannski þriðja að tala sem yfirmaður. Fólk verður að fá að vera í því hlutverki sem það kýs.

Kjartan Pálmarsson, 31.1.2008 kl. 15:52

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kjartan. Ég get nafngreint þetta fólk sem allt situr við stjórnvölinn í StSVR og skýlir sér gjarnan á bak við það. Eins og þú veist er þarna varðstjóri fyrrverandi fyrsti trúnaðarmaður o.fl. "gott" fólk sem á að sjá sóma sinni í því, að koma af heiðarleika fram við samstarfsmenn sína sérstaklega þegar það hefur verið kosið til trúnaðarstarfa af samstarfsfólkinu. Það getur ekki sagt að þetta geri ég sem varðstjóri, þetta sem formaður StSVR og þetta sem félagi í StRv. Þetta er siðleysi Kjartan. Ég er ekki að áska þig um eitt né neitt enda hef ég ekki nokkurn skapað hlut út á þig að setja, nema síður sé. Allir þeir starfsmenn sem flæmt hefur verið burt að þessari náhirð kýs að þegja, en ég geri það ekki.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.1.2008 kl. 16:01

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Biðst afsökunar á innsláttarvillum sem eru fleiri en góðu hófi gegnir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.1.2008 kl. 16:03

10 identicon

Það er alltaf sorglegt þegar menn bulla og halda síðan áfram að bulla til að leyna uffhaflega bullinu. Ef maður dirfist að svar Herra Heimi þá er maður ásakaður um drykkju og líklega ofbeldi, árásir eða þaðan af verra. Eins og þú veist Heimir þá eru svona mál hvorki háð stjórnun, reglum né neinu öðru og afar ósmekklegt að halda stanslaust áfram að ráðast á einhverja ímyndaða óvini í hvert skipti sem þú fjallar um Strætó. Þú hefur sjálfur komið þér í það horn sem þú ert í án nokkurrar aðstoðar. Hvorki ímyndaðir óvinir né allir þeir sem hafa setið undir kúkaaustri þínum á þessari síðu eiga það skilið. Aðdróttanir um ofsóknir og þaðan af verra af hálfu vinnufélaga þinna er barasta ansi ósmekklegt og rakalaus þvættingur. Reyndar verður búið að eyða þessu fljótlega eins og öllum "commentum" sem ég hef sett hér inn.

Jóhannes Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 17:04

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Málefnalegar athugasemdir eru velkomnar Jóhannes Gunnarsson. Ég hef ekki vikið einu orði að þér né þinni persónu og skil ekki hvað þú ert að fara. Þér er velkomið að opna hug þinn hér á síðunni minni, en ég frábið mér órökstuddar dylgjur og níð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.1.2008 kl. 17:20

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ef einhver hefur verið að velta fyrir sér við hvað ég á þegar ég hef sagt frá andrúmsloftinu hjá Strætó bs. ráðlegg ég honum að lesa athugasemd Jóhannesar Gunnarssonar hér að ofan.

Er skrýtið að menn flýi unnvörpum?

Ég fæ ekki skilið betur en Jóhannes ætli mér vænisýki.

Ansi alvarlegt það.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.2.2008 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 1031717

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband